Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8
FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011
Á
vefnum veltir Andríki fyrir sér
þeirri fullyrðingu Jóhönnu
Sigurðardóttur að tilurð og tilburði
stjórnlagaráðs megi rekja til Jóns
Sigurðssonar. Minnt er á hvílíkt
klúður það mál var frá fráleitum
?þjóðfundi? til löglausrar kosninga-
framkvæmdar: 
L50098L50098L50098
H
æstiréttur átti
engan kost á
öðru en að ógilda
kosninguna. En af
því að við völd er
Jóhanna Sigurðar-
dóttir, sem ekki er
vitað til að hafi í
nokkru máli hlustað
á aðra en sjálfa sig,
þá voru þingmenn
barðir til að halda
áfram eins og ekk-
ert hefði í skorist. 
L50098L50098L50098
Þ
ingið var látið ákveða að þeir
sem ?voru kjörnir?, í stórlega
gallaðri, ómarktækri og ógildri
kosningu, skyldu bara samt taka
sæti á stjórnlagaþingi. Eini mun-
urinn var að breytt var um nafnið á
þinginu. Og fæstir þeirra sáu neitt
því til fyrirstöðu. 
L50098L50098L50098
A
llt þetta skammarlega rugl tel-
ur Jóhanna Sigurðardóttir svo
vera sérstaklega í anda Jóns Sig-
urðssonar. 
L50098L50098L50098
Þ
að hlýtur þá að vera hennar
eigin Jón, sá sem fæddist í
Dýrafirði, því sá frá Arnarfirði
hefði án vafa, ef honum hefði ekki
verið hlíft við að horfa upp á aðfar-
irnar, endurtekið sín frægustu orð
og mótmælt ?í nafni konungs og
þjóðarinnar þessari aðferð og áskil-
[ið] þinginu rétt til að klaga til kon-
ungs vors yfir lögleysu þeirri sem
hér er höfð í frammi.?
L50098L50098L50098
V
arla getur ólíkari stjórn-
málamenn en Jón Sigurðsson
forseta og Jóhönnu Sigurðardóttur
forsætisráðherra.? 
Jón forseti 
Jón Dýri?
STAKSTEINAR
Jóhanna 
Sigurðardóttir
Veður víða um heim 22.6., kl. 18.00
Reykjavík 13 léttskýjað
Bolungarvík 9 skýjað
Akureyri 10 skýjað
Kirkjubæjarkl. 8 alskýjað
Vestmannaeyjar 9 skýjað
Nuuk 10 heiðskírt
Þórshöfn 10 skýjað
Ósló 16 skýjað
Kaupmannahöfn 18 skýjað
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Helsinki 16 léttskýjað
Lúxemborg 17 léttskýjað
Brussel 17 léttskýjað
Dublin 17 skýjað
Glasgow 15 skúrir
London 17 léttskýjað
París 21 heiðskírt
Amsterdam 15 skúrir
Hamborg 16 skúrir
Berlín 26 heiðskírt
Vín 30 léttskýjað
Moskva 18 skýjað
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 33 heiðskírt
Barcelona 26 léttskýjað
Mallorca 26 heiðskírt
Róm 28 léttskýjað
Aþena 27 heiðskírt
Winnipeg 16 skúrir
Montreal 25 skýjað
New York 22 alskýjað
Chicago 22 skýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
MT84MT117MT110MT103MT108MT105MT24023. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:56 24:05
ÍSAFJÖRÐUR 1:35 25:35
SIGLUFJÖRÐUR 1:18 25:18
DJÚPIVOGUR 2:10 23:49
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
?Við viljum kynna fyrir sem flest-
um þann merka menningararf okk-
ar sem ásatrúin er,? segir Anna
Sigríður Ólafsdóttir sem rekur
ferðaþjónustu í Arnardal við Ísa-
fjarðardjúp ásamt manni sínum,
Úlfi Þór Úlfarssyni. Þau bjóða
ferðafólki að kynnast ásatrú með
því að taka þátt í blóti að heiðnum
sið.
Úlfur og Anna Sigríður hafa
breytt útihúsunum í Heimabæ í
Arnardal í veitingastað og sam-
komusal. Þau drifu í að lagfæra
húsin svo þau gætu haldið eigin
brúðkaupsveislu þar 2007. Þau voru
gefin saman við athöfn í fjörunni og
er það fyrsta blandaða hjónavígslan
sem framkvæmd hefur verið hér á
landi. Prestur og goði önnuðust
embættisverkin og voru tekin atriði
frá báðum. Anna Sigríður er í Ása-
trúarfélaginu og Úlfur í kirkjunni.
Anna Sigríður og Úlfar standa
sjálf fyrir ýmsum samkomum og
leigja einnig út sali til veisluhalda.
Þegar þau sjá um matinn er eldað á
stórum finnskum pönnum í hlöð-
unni og gestirnir fylgjast gjarnan
með af áhuga. 
Gestirnir taka þátt
Hugmyndina að blótum fyrir
ferðafólk fékk Anna Sigríður þegar
hún var við nám í ferðamálafræði á
Hólum. ?Ég fór að velta því fyrir
mér hvort þessi hluti menningar-
arfs okkar væri nýttur í ferðaþjón-
ustu og hvort það væri gerlegt,?
segir Anna. Athugunin leiddi í ljós
að þetta væri mögulegt, ef vel væri
að málum staðið, en ekki væri
margt í boði fyrir fólk sem vill
kynna sér þessa arfleifð okkar.
Hún hefur þróað ferðir þar sem
kynning á ásatrú er liður í upplifun-
inni.
Farið er niður í fjöru í Arnardal
þar sem kveiktur er eldur og
ásatrúin kynnt. Gestirnar taka
virkan þátt. ?Ekki eru til miklar
upplýsingar um hvernig helgiat-
hafnir fóru fram til forna. Við not-
um því blót Ásatrúarfélagsins sem
fyrirmynd,? segir Anna. Með henni
eru leiðsögumenn úr Ásatrúar-
félaginu, meðal annars Eyvindur P.
Eiríksson Vestfirðingagoði.
Hún leggur áherslu á að gestir-
nir viti út í hvað þeir eru að fara.
Trúmálin eru viðkvæm og virða
beri tilfinningar fólks. Hún vill síð-
ur hafa blótin sem lið í óvissuferð-
um og leggur áherslu á að öllum
þátttakendum sé boðið að standa
utan við athöfnina. ?Þetta er ekki
trúboð enda er það illa séð í ásatrú.
Fyrst og fremst er þetta upplifun
fyrir ferðafólk og ferðin er ekki há-
dramatísk heldur skemmtun og
fræðsla í senn,? segir Anna. 
Kynnt í skipunum
Hún segir að erlendir ferðamenn
virðist móttækilegir fyrir þessum
ferðum, jafnvel frekar en íslenskir.
Ferðirnar hafa verið kynntar fyrir
farþegum skemmtiferðaskipanna
sem koma til Ísafjarðar. Í sumar
verður hægt að komast í ásatrúar-
ferðina í gegn um Vesturferðir á
Ísafirði.
Blótin voru miklar matarveislur
og að sjálfsögðu er svo einnig í
Arnardal. Slegið er upp veislu í
fjósinu og lögð áherslu kynningu á
vestfirsku hráefni. 
Gestunum boðið á blót
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Blótað Anna Sigríður Ólafsdóttir og Úlfur Þór Úlfarsson taka á móti gestum í fjörunni í Arnardal í viðeigandi bún-
ingum og njóta aðstoðar annarra sérfróðra leiðsögumanna. Helgur drykkur er kneyfaður úr fagurlega útskornu horni.
L50098 Ferðaþjónustan í Arnardal þróar ferðir þar sem gestum er boðið að taka þátt
í blóti að heiðnum sið L50098 Áhersla á að virða trúarskoðanir gesta
Ásatrú
» Ásatrú eða heiðinn siður
er upprunaleg trú Íslend-
inga á forn goð norrænna
manna og Germana sem
dýrkuð voru hér á land-
námsöld. 
» Blótin eru helgiathafnir
ásatrúarmanna, þar sem
komið er saman og oftast
er matarveisla tengd
blótinu. Helgur drykkur er
ávallt á horni.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40