Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 9
Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16 Útsalan er hafin 40-70% afsláttur FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Í dag, fimmtudag, stendur Félag eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni og Heimilisiðnaðarfélag Ís- lands fyrir Jónsmessugleði í Árbæj- arsafni sem hefst kl. 19:30. M.a. mun Kór FEB syngja nokkur lög og Danshópur FEB sýnir dans. Helgi Seljan stjórnar fjöldasöng og haldin verður sýning á þjóðbúningi herra. Hægt verður að fara í skoð- unarferð um safnið og kaupa kaffi- veitingar og spóka sig um í sólinni. Þá verður dansað í Lækjargötu 4 í Árbæjarsafni, með Gúttósniði við undirleik Vinabandsins. Kl. 22:30 verður svo farið í Jónsmessugöngu um Elliðaárdalinn á vegum Árbæj- arsafnsins fyrir þá sem það vilja. Morgunblaðið/Eggert Gleði Árbæjarsafnið mun spila stórt hlut- verk í Jónsmessugleðinni. Jónsmessugleði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í sumar halda uppi auknu um- ferðareftirliti á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut. Eftirlitið stendur yfir alla daga en þungi þess verður þó yfir helg- arnar þegar umferðin og þörfin er mest. Meginmarkmiðið með eftirlitinu er að draga úr ökuhraða en jafn- framt að tryggja eins og hægt er að vanbúin ökutæki séu ekki á ferð um þjóðvegi landsins. Sérstaklega verður hugað að ljósabúnaði og skráningu og hleðslu ökutækja, tjaldvagna, fellihýsa og hjólhýsa. Einnig verður fylgst með því að hliðarspeglar ökutækja sem draga breiða eftirvagna séu samkvæmt reglum. Þjóðvegir landsins undir eftirliti Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 30% afsláttur af völdum bikiníum www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið: mán.-fös. kl.11-18 • lau. 10-16 á facebook daglega þessa viku Fylgist með! Ofurtilboð Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík sími 568 2870 | www.friendtex.is Útsala Mikið úrval af fallegum tískufötum Opið: mánud. - föstud. kl. 11:00-18:00, lokað á laugardögum Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið sýnishorn á www.laxdal.is (la DolceVita) SUMARÚTSALA HAFIN 20%-50% AFSLÁTTUR Síðir sumarkjólar 5.000 kr. Gallabuxur háar í mittið 5.000 kr. Gallakvartbuxur 5.000 kr. Gallapils 5.000 kr. Frakkar, Mussur, kjólar, og margt margt fleira á aðeins 5.000 kr. Laugavegi 54, sími 552 5201 5.000 kr. dagar í Flash Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Þetta eru miklar hækkanir og ekki hægt að rekja þær til launa- hækkana. Þetta eru svo háar pró- sentuhækkanir að það er ekki hægt að skýra þær með launa- hækkunum vegna kjarasamning- anna,“ segir Henný Hinz, hagfræð- ingur hjá ASÍ, um hækkanir á mjólkurvörum 1. júlí. „Menn hafa vonast eftir því að það yrði sátt um að halda aftur af verðhækkunum, þannig að hér gæti orðið þokkalegur stöðugleiki. Þetta er þvert á það,“ segir Henný. Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum um 4,25% um næstu mánaðamót. Smjör hækkar enn meira eða um 6,7% og mjólkurduft til iðnaðar um 6%. Frá sama tíma hækkar afurðastöðva- verð til bænda um 3,25 krónur á lítra mjólkur, fer úr 74,38 krónum í 77,63 krónur eða um 4,4%. Ástæð- ur verðhækkunar á mjólk og mjólkurvörum eru sagðar launa- breytingar og hækkun á aðföngum við búrekstur Hækkun verðbólgu Henný segir að þessar fregnir af verðhækkun á mjólkurvörum ýti undir verðbólguvæntingar, sem sé áhyggjuefni. „Ein af forsendum þess að hægt sé að hafa hér hóf- lega verðbólgu og tryggja að kjara- samningarnir skili einhverju, er samstaða um að menn fari ekki þessa leið heldur leiti annarra leiða. Það hefur því miður ekki gengið allt of vel,“ segir hún. Almennar launahækkanir á þriggja ára gildistíma nýrra kjara- samninga verða 11,4% en lág- markslaun hækka um 23,6%. Verð- bólgumælingar á seinustu mánuðum hafa sýnt að verðbólgan hefur farið hratt upp á við. Henný segir ekki útlit fyrir að breyting verði þar á í þessum mánuði. Hækkanirnar skerði kaupmátt launa og þetta séu ekki þær for- sendur sem menn lögðu upp með við gerð kjarasamninganna. Hag- stofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir júnímánuð næstkomandi mánudag. Talsverð vonbrigði „Vissulega verður að teljast tals- verð vonbrigði að ekki skuli hafa náðst lengra í að leiðrétta mjólkur- verð til bænda að þessu sinni,“ seg- ir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, í pistli á naut.is um ákvörðun Verðlags- nefndar búvara um breytingar á mjólkurverði. „Það var þó mat fulltrúa bænda að ekki yrði lengra komist nú og að aðrir kostir væru verri í stöðunni. Ekkert hefur þó verið útilokð um frekari leiðréttingar á árinu og verður unnið að því hér eftir sem hingað til,“ segir í pistli Sigurðar. Hækkanir þvert á stöðugleikann  Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum hækkar um 4,25%  Formaður kúabænda segir unnið að frekari leiðréttingum Morgunblaðið/Skapti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.