Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Lítið hefur verið um útboð á nýjum vegafram-
kvæmdum hjá Vegagerðinni það sem af er
þessu ári og flest þau verk sem eru í gangi
núna voru boðin út á síðasta ári eða árið þar áð-
ur. Vegagerðin hefur úr að spila tæplega sex
milljörðum króna á þessu ári og fram kemur á
vef hennar að stór hluti af þeim fjármunum sé
kominn í umferð í yfirstandandi verkefni, eða
fyrir tæpa fimm milljarða króna. Samkvæmt
því er eftir að ráðstafa ríflega einum milljarði
króna af fjárheimild ársins.
Einnig kemur fram á vef Vegagerðarinnar
að ekki séu mörg útboð framundan og fara þau
aðallega fram í haust. Styttra er þó í útboð á
stærstu framkvæmd næstu ára, þ.e. gerð
Vaðlaheiðarganga, en lítill hluti verksins fer
væntanlega af stað í ár. Önnur stærri verk eru
Vestfjarðavegur við Kjálkafjörð, Strandaveg-
ur fyrir botni Steingrímsfjarðar og undirgöng
við Straumsvík. Áætlaður heildarkostnaður við
þessi helstu útboð framundan er um 14 millj-
arðar króna til ársins 2015, þar af 10,4 millj-
arðar vegna Vaðlaheiðarganga.
Tilboð langt undir áætlun
Samkvæmt svari Ögmundar Jónassonar
innanríkisráðherra á Alþingi nýverið, til Ein-
ars K. Guðfinnssonar þingmanns, höfðu aðeins
fjögur verk verið boðin út frá áramótum þar
sem áætlaður heildarkostnaður var um 380
milljónir króna. Síðan svarið var gefið hafa
þrjú lítil verk bæst við með áætlaðan kostnað
samanlagt upp á 170 milljónir króna. 
Af svari ráðherra má ráða að tilboð í þau
verk, sem boðin hafa verið út og verið opnuð,
eru langt undir kostnaðaráætlun Vegagerðar-
innar. Líkt og Einar K. Guðfinnsson bendir á
hér til hliðar ætti því að vera lag fyrir ríkið að
bjóða út verk nú um stundir. Sem dæmi þá var
vegagerð um Skálanes í Reykhólasveit boðin
út þar sem lægsta tilboð var 60% af kostnaðar-
áætlun. Í öðrum smærri verkum var lægsta
boð innan við helmingur af áætluninni, eins og í
verkum við Haffjarðará á Snæfellsnesi og slit-
lag á Skeiðholtsvegi á Suðurlandi.
Samdráttur um allt að 90%
Undirboð á markaðnum eru því allsráðandi
og verktakar bítast um þau fáu verk sem bjóð-
ast. Innan verktakageirans eru vaxandi
áhyggjur af stöðu margra fyrirtækja og hvort
eða hvernig þau muni lifa þennan verkefna-
skort af.
?Staðan er í rauninni skelfileg,? segir Árni
Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs
hjá Samtökum iðnaðarins. Rýr verkefnalisti
Vegagerðarinnar auki mönnum ekki bjartsýni
og heldur ekki nýlegar yfirlýsingar innanríkis-
ráðherra um að vegaframkvæmdir utan ríkis-
reiknings komi ekki til greina. ?Það er lítið
sem ekkert framundan. Þessi staða hefur haft
það í för með sér að öll verktakafyrirtæki hafa
dregið sig saman í minnstu mögulegu stærð,
eða niður um allt að 90%. Sum þeirra hafa lagt
upp laupana og þau stærstu hafa í auknum
mæli leitað verkefna erlendis. Allra verst í
þessu er að við erum að glata verkþekkingu.
Þó að þetta sé sveiflukennd atvinnugrein þá
getur hún ekki stokkið svona öfganna á milli,?
segir Árni.
Spurður hvað stjórnvöldum beri að gera
segir hann Samtök iðnaðarins krefjast þess
einfaldlega að ríkisstjórnin standi við sína yfir-
lýsingu frá 5. maí, í tengslum við gerð kjara-
samninga. Þar sé fjallað sérstaklega um þau
verkefni sem beri að setja af stað og þar sé ein-
göngu verið að tala um lágmarksviðbrögð til að
halda hagkerfinu gangandi, skapa hagvöxt og
ýta atvinnulífinu úr vör.
?Ögmundur Jónasson talaði um að stórir
verktakar vildu fara í vegaframkvæmdir utan
ríkisreiknings. Það er einfaldlega rangt hjá
honum því það eru engir stórir verktakar til
lengur,? segir Árni og bendir á að stærstu
fyrirtækin eins og Ístak og ÍAV einbeiti sér nú
að nýjum verkefnum erlendis, eins og við jarð-
gangagerð í Noregi. Þeir verktakar fari utan
sem eigi kost á því.
Það er því þungt hljóð í verktökum yfir verk-
efnastöðunni hér heima og hætt við að margir
þurfi að leita sér annarra verkefna. Eru miklir
hagsmunir í húfi þar sem fjárfest hefur verið í
vinnuvélum fyrir stórar fjárhæðir og greiðslu-
byrðin í mörgum tilvikum afar erfið.
Verktakar að leggja upp
laupana eða fara úr landi
L50098 Rúmur milljarður eftir af fjármagni til nýframkvæmda í ár L50098 Verkefni í gangi fyrir um 5 milljarða
14
FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011
?Ég tel þessa stöðu óvið-
unandi og það vekur
undrun mína hversu fáum
verkum er til að dreifa á
þessu ári og að það skuli
ekki vera lögð ofuráhersla
á að koma þessum verk-
um í útboð sem fyrst
þannig að hægt sé að
vinna þau á þægilegum
tíma,? segir Einar K. Guð-
finnsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, sem spurði innanríkis-
ráðherra út í framkvæmdir í vegagerð á
þessu ári. Einar segir það sjást í svari ráð-
herra að útboðin skili jafnframt ríkinu
miklum sparnaði, fyrirtækin bjóði í langt
undir áætlun og því sé hagstætt að vera
með útboð núna. ?Það er ekki framtaks-
leysi Vegagerðarinnar um að kenna, þvert
á móti, þar á bær eru menn alltaf áhuga-
samir um að bjóða út verk, heldur hlýtur
þarna að liggja að baki einhver pólitísk
stefnumörkun.?
Einar K.
Guðfinnsson
Koma þarf út-
boðunum af stað
Morgunblaðið/Kristinn
Framkvæmdir Stærstu vegaframkvæmdir í gangi núna eru á Suðurlands- og Vesturlandsvegi,
auk Suðurstrandarvegs og vegs um Vopnafjarðarheiði. Ýmis smærri verk eru einnig í gangi.
Framkvæmdir 2011 sem nú eru í gangi og væntanleg útboð
Vestfjarðavegur (60)
Breiðadals- og
Botnsheiðargöng
Endurbætur á rafbúnaði
Strandavegur (643)
Djúpvegur -
Drangsnesvegur
Vestfjarðavegur (60)
Kjálkafjörður - Eiði
Vestfjarðavegur (60)*
um Skálanes
Vestfjarðavegur (60)
í Saurbæ
Styrkingar og endurbætur
Hringvegur (1)
ofan Fornahvamms
Styrkingar og endurbætur
Snæfellsnesvegur (54)*
um Haffjarðará
Hringvegur (1)
um Borgarfjarðarbrú
Vegrið
Uxahryggjarvegur (52)
?Bundið slitlag
á umferðarminni vegi?
Hringvegur (1)
Hafravatnsvegur - Þingvallavegur
Tvöföldun -Verklok 2011
Höfuðborgarsvæði
Verkefni til að bæta
umferðarflæði
og umferðaröryggi
Reykjanesbraut (41)
Undirgöng við
Straumsvík
Reykjanesbraut (41)*
undirgöng við Grænás
Krýsuvíkurvegur (42)
Bundið slitlag 8 km -
Unnið í áföngum 2011-2013
Suðurstrandarvegur (427)
Ísólfsskáli-Krýsuvíkurvegur
Verklok 2012
Suðurstrandarvegur (427)
Krýsuvíkurvegur-Þorlákshafnarvegur
Verklok 2011
Hringvegur (1)
Fossvellir - Draugahlíðar
Tvöföldun -Verklok 2011
Dyrhólavegur (218)
?Bundið slitlag
á umferðarminni vegi?
Blesastaðavegur (3275)
?Bundið slitlag á umferðarminni vegi?
Laugarvatnsvegur (37)
Skillandsá - Hólabrekka
Breikkun og styrking -
Verklok 2011
Bræðratunguvegur (359)
Flúðir -Tungufljót
Verklok 2011
Hringvegur (1)
Hnausakvísl - Stóra-Giljá
Breikkun og styrking -
Verklok 2011
Reykjabraut (724)
?Bundið slitlag
á umferðarminni vegi?
Hringvegur (1)
Um Blönduhlíð
Styrkingar
og endurbætur
Ólafsfjarðarvegur (82)*
Snjóflóðavarnir við
Sauðanes
Hringvegur (1)
Í Hörgárdal
styrkingar og endurbætur
Finnastaðavegur (824)
?Bundið slitlag
á umferðarminni vegi?
Dagverðareyrarvegur (816)
?Bundið slitlag á
umferðarminni vegi?
Hringvegur (1)
Austan Ljósavatns
Styrkingar og endurbætur
Grjótagjárvegur (860)
?Bundið slitlag á
umferðarminni vegi?
Dettifossvegur (862)
Hringvegur - Dettifoss
Verklok 2011
Norðausturvegur (85)
Bunguflói -Vopnafjörður
Verklok 2012
Hringvegur (1)
umYstu-Rjúkandi
Verklok 2011
Upphéraðsvegur (931)*
?Bundið slitlag
á umferðarminni vegi?
Mjóafjarðarvegur (953)
?Bundið slitlag
á umferðarminni vegi?
Múlavegur í Fljótsdal (934)
Langhús - Glúmsstaðir II
Verklok 2011
Hringvegur (1)
Litla Sandfell - Haugaá
Verklok 2011
Skeiðháholtsvegur (321)*
?Bundið slitlag á umferðarminni vegi?
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Framkvæmdir í gangi
(flest verk boðin út í fyrra)
Búið að bjóða út,en ósamið um
Útboð opnuð frá áramótum
*
Heimild:Vegagerðin
Vaðlaheiðar-
göng

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40