Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011
Kveðjustund Oft myndast mikil vinátta og gott samband milli barns og hests og sú var reynslan hjá þessari ungu stúlku sem kvaddi Skúm með söknuði að loknu gefandi reiðnámskeiði.
Árni Sæberg
London | Hinn óvænti
sýnileiki og staðfesta
kvenna í byltingun-
um, sem nú eiga sér
stað í arabaheiminum
? Túnis, Egyptalandi,
Líbíu, Jemen, Barein,
Sýrlandi og víðar ?
eiga sinn þátt í hinni
svokölluðu ?arabísku
vakningu? eða ?arab-
íska vori?. Miklar
breytingar hafa átt sér stað í hug-
um og lífi kvenna og hjálpað þeim
að brjóta af sér hlekki fortíðar og
krefjast frelsis og reisnar.
Frá því í janúar 2011 hefur
myndum af milljónum kvenna að
mótmæla við hlið karla verið varp-
að um heiminn í sjónvarpsfréttum,
dreift á YouTube og slegið upp á
forsíðum blaða. Sjá mátti konur af
öllum stigum þjóðfélagsins fylkja
liði í von um betri framtíð fyrir
þær sjálfar og lönd þeirra.
Þær voru áberandi, mælskar og
tæpitungulausar, gengu daglega
með skopmyndir af einræðis-
herrum á lofti og kölluðu eftir
lýðræðisbreytingum. Þær komu
gangandi, í strætó, á kerrum,
hringdust á, sendu Tweet-skila-
boð, að hluta knúðar áfram af fé-
lagslegum kröfum, einkum um
þeirra eigin rétt.
Munurinn á þessum kraftmikla
vettvangi fyrir opin mótmæli og
Sádi-Arabíu gæti ekki verið meira
afgerandi. Konur í Sádi-Arabíu
búa í steinrunnu
kerfi. Andlit konungs-
fjölskyldunnar sjást
um allt, andlit kvenna
eru bak við slæðu,
hulin með valdi.
Hvergi annars stað-
ar í heiminum er nú-
tíminn í öðrum eins
ógöngum. Skýjakljúf-
ar rísa úr eyðimörk-
inni, en konur mega
ekki taka sömu lyftu
og karlar. Þær mega
ekki heldur ganga um
götur, aka bíl eða fara úr landi án
leyfis karlkyns vörslumanns.
Fatíma, ung kona frá Mekka,
sendi mér tölvupóst þegar bylt-
ingin stóð sem hæst í Egypta-
landi: ?Gleymið kröfunum um
frelsi; ég get ekki einu sinni fætt
barn án þess að mihrim (karlkyns
gæslumaður) fylgi mér á spítal-
ann.? Hún hélt áfram: ?Og mat-
aw?a (trúarlögreglan, sem opin-
berlega heitir Nefndin um eflingu
dyggðar og útilokun lasta og er
með yfirmann, sem telst ráðherra-
ígildi) hefur fengið leyfi til að nið-
urlægja okkur á almannafæri.? Í
þokkabót var víðtækt vald mut-
aw?a aukið með tilskipunum, sem
Abdullah konungar gaf út í mars
eftir að trúarlögreglan hafði hjálp-
að til við að kæfa niður mótmæli í
konungdæminu fyrr í mánuðinum.
Þó þekkir hnattvæðingin engin
takmörk, ekki einu sinni þau, sem
verðir íslamsks siðgæðis setja.
Níu ára stúlkur í Sádi-Arabíu
spjalla á netinu þrátt fyrir að
Wahhabi-klerkar hafi gefið út
fatwa, sem bannar þeim að fara á
netið án eftirlits karlkyns gæslu-
manns. Margar konur eru límdar
við gervihnattarásir á laun og
horfa á kynsystur sínar á opinber-
um torgum í Egyptalandi eða
Jemen, handan seilingar þeirra,
en ekki handan ímyndunarafls
þeirra.
21. maí rauf hugrökk kona, Ma-
nal al Sharif að nafni, þögnina og
doðann og dirfðist að brjóta bann-
ið við að konur setjist undir stýr-
ið. Í viku mátti hún dúsa í fangelsi
í Sádi-Arabíu. Innan tveggja daga
frá því að hún var sett í hald
höfðu 500 þúsund manns horft á
ferðalag hennar á YouTube. Þús-
undir kvenna, óþreyjufullar og
niðurlægðar vegna bannsins,
studdu ?ökudag? 17. júní og tóku
samkvæmt baráttusíðunni á Face-
book 42 konur þátt í að brjóta
bannið.
Sádi-Arabía er eina landið í
heiminum sem bannar konum að
aka bílum. Þær hömlur, sem krist-
allast í banninu, eiga sér hvorki
stoð í íslömskum textum né nátt-
úru hins fjölbreytilega samfélags,
sem Al Saud og Wahhabistarnir
ráða yfir. Í raun eru þær ekki í
neinu samhengi við restina af
arabaheiminum og það stingur
sérstaklega í augu í ljósi hinna 
yfirgripsmiklu, félagslegu hrær-
inga, sem nú eiga sér stað alls
staðar annars staðar á þessum
slóðum.
Þvingaður aðskilnaður endur-
speglast nánast á öllum stigum lífs
í Sádi-Arabíu. Trúarnám er allt að
50% af námsskrá nemenda. Fyrir
vikið ná kennisetningar Wahhab-
ista inn í hvert heimili í landinu. Í
kennslubókum ? bleikum fyrir
stúlkur, bláum fyrir drengi, með
ólíku innihaldi ? er lögð áhersla á
reglurnar, sem ímam Muhammad
bin Abdul Wahhab, átjándu aldar
klerkur og upphafsmaður wahhab-
isma, setti.
Dómskerfið í Sádi-Arabíu er ein
erfiðasta hindrunin fyrir vænt-
ingar kvenna. Þar er byggt á ísl-
ömskum túlkunum til að verja
kerfi feðraveldis. Úrskurðir dóm-
ara styðja ekki einungis kerfið,
heldur á hið gagnstæða við: feðra-
veldið er orðið að aflvaka laganna.
Fyrir vikið eru konur útilokaðar
frá því að leggja stund á lög, á
grunni kennisetningar wahhabista
um að ?konur líði skort í andlegu
og trúarlegu atgervi?. Með öðrum
orðum er réttarríkið í Sádi-Arabíu
byggt á yfirráðum kvenfyrirlitn-
ingar ? allsherjar lagalegri útilok-
un kvenna frá opinberum vett-
vangi.
Ráðamenn í Sádi-Arabíu hafa
tilkynnt að mótmælafundir séu 
haram ? synd er varði fangelsi og
hýðingu. Nú hafa sumir klerkar
lýst yfir því að akstur kvenna sé
af völdum erlends innblásturs og
haram, þannig að hann varði sams
konar refsingu. Þrátt fyrir slíkar
hótanir tóku þúsundir kvenna
undir á ?Við erum öll Manal al
Sharif? á samskiptavefnum Face-
book og fleiri myndskeið af konum
undir stýri hafa birst á YouTube
síðan hún var handtekin en tölu
verður á komið.
Þær hafa einnig verið hand-
teknar eins og Manal og stjórn-
völd virðast staðráðin í að sækja
þær til saka. En Wajeha al Hu-
waider, Bahia al Mansour, Rasha
al Maliki og margir aðrir aðgerða-
sinnar halda engu að síður fast við
það að akstur bíls sé þeirra lög-
mæti réttur og hafa af mælsku
krafist þess að hömlunum verði
aflétt og endi bundinn á ófrelsi
kvenna í þessum efnum.
Rosa Parks sýndi byltingar-
kennt hugrekki þegar hún neitaði
að víkja úr sæti fyrir hvítum í
strætisvagni í Montgomery í Ala-
bama árið 1955 og átti þátt í að
kveikja þegnréttindahreyfinguna í
Bandaríkjunum. Við munum brátt
komast að því hvort ákvörðun 
Manal al Sharif um að bjóða byrg-
inn kerfisbundinni innilokun
stjórnar Sádi-Arabíu á konum
muni hafa sams konar áhrif.
Eftir Mai Yamani
»
Með öðrum orðum er
réttarríkið í Sádi-
Arabíu byggt á yfirráð-
um kvenfyrirlitningar ?
allsherjar lagalegri úti-
lokun kvenna frá opin-
berum vettvangi.
Mai Yamani
Nýjasta bók höfundar nefnist Cradle
of Islam. ©Project Syndicate, 2011.
Eru konurnar í SádiArabíu næstar?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40