Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Dag einn á borg- arstjóraárum sínum, ákvað Davíð Odds- sonar að setja sig í hlutverk lamaðs manns. Hann fékk sér hjólastól og sat í hon- um við skrifborð sitt milli þess sem hann greip um ökuhringinn og fór um Ráðhúsið. Hann braut ísinn og vakti athygli á erf- iðleikum þeirra sem eru öðrum háðir. Þó að hann væri umdeildur eins og flestir sem upp úr standa var hann al- vöruborgarstjóri snjall í tilsvörum og aldrei leiðinlegur. Davíð er maður sem ég vil hitta. Jón Gnarr var kjörinn þó að hann varaði fólk við sér. Nú hefur komið í ljós að viðvörunin er það eina rétta sem komið hefur frá honum. Það fyrsta sem hann kvaðst gera var að bæta kjör fatlaðra. Því fylgdi hann samdægurs eftir með heimsókn í SEM-hús en það er hús fatlaðra á Sléttuvegi 3. Það fyrsta sem hann tók eftir á staðnum var auglýsing við lyftuna. Þar stóð að hún væri biluð. Það fannst honum undrum sæta að viðgengist í húsi lamaðs fólks. Líka skrítið að ekki væru tvær lyftur í húsinu. Hann lýsti fjálglega yfir að slíkt væri ekki gott til afspurnar fyrir sig og kvaðst um- svifalaust ganga í mál- ið. Aldrei kæmi til greina að rýra hlut lam- aðs fólks. Þó er allt við það sama, nema nú hef- ur hann kastað grím- unni og snúist gegn fötluðu fólki í sparnað- arskyni. Þannig hagar málum að fram að áramótum sá VINUN, sem er metnaðarfullt og mjög vandað einkafyr- irtækið, um morgunumönnun í SEM-húsi. Almenn sátt var um það, enda er Heiða Axelsdóttir, eigandi þess, með samviskusamt starfsfólk sem kann til verka og hefur góða nærveru. Hún vill ekki kærulaust fólk í vinnu. Samningur hennar var ekki endurnýjaður og frá áramótum tók Soffía við og varð allsráðandi. Hún er ólærð og hefur aldrei komið nálægt umönnunarstörfum. Við ráðningu hennar fór þjónustan af háu plani á mjög lágt. Hún virðist halda að lamaða fólkið í SEM-húsinu sé þar fyrir hana, en ekki hún fyrir það. Ég spurðist fyrir um ástæður þeirra breytinga að nú skyldi allt sparað sem hægt væri við fatlaða. Peningaleysi, var svarið. Þá vildi ég vita hvort enginn metnaður væri til að ráða hæft fólk og fékk þau svör að margbúið væri að auglýsa eftir starfsfólki og ekkert betra fengist. Eftir þessu að dæma virðist sparn- aðurinn ná til umönnunarfólks og þau ráðin sem sætta sig við smán- arlaun frekar en ekkert. Allir sem vilja sjá hvert það gæti leitt. Ég fór fram á að vera í þjónustu Vinunar og fékk þrjá daga með því að afsala mér fylgdarmanni, sem ég hef reyndar aldrei haft. Ég fór í boði vinar míns Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar að skoða hjúkr- unarheimilið Eir og hittum við þar hjúkrunarforstjórann Birnu Svav- arsdóttur, sem fór með okkur um staðinn sem hún hefur ráðið í átján ár. Það fer ónotahrollur um mig, þegar ég hugsa til þess að Soffía eigi líklega eftir að vera út árið í SEM- húsi. Hún endurnýjaði ekki samning við ágæta starfskonu vegna þess að hún þorði að benda henni á hvað bet- ur mætti fara og réði í hennar stað útlenda konu að uppruna, sem ekki kann íslensku. Starfsfólkinu bannar hún að bindast vináttuböndum við íbúana og þiggja af þeim kaffiboð eða annað í þeim dúr. Hún skerðir frelsi okkar og virðist vilja hafa okkur í búri. Ég vil geta boðið hverjum sem er til mín án hennar afskipta né ann- arra og mun reyndar gera svo, hvort sem henni líkar betur eða ver. Ein ágæt og gamalreynd starfskona á það til að segja við menn að þeir séu í það minnsta fyrrverandi eitthvað. Vonandi er svo með okkur flest. Ég skora á hinn raunverulega borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, að skipta um forstjóra og ráða mann- eskju sem veit hvað skilur á milli vin- samlegra mannlegra samskipta og einræðis. Það er nógu erfitt að vera lamaður og hjálparvana þó að ekki sé sparað við okkur í mannvali. Ég veit að þú getur fært mig til Vinunar fyrir hádegi alla daga, en það gæti bætt heilsu mína, sem hefur hrakað verulega frá því Sofía tók við forstjórastarfinu. Borgarstjórinn, lamað fólk, Soffía og Birna Svavarsdóttir Eftir Albert Jensen »Ég skora á hinn raunverulega borg- arstjóra, Dag B. Egg- ertsson, að skipta um forstjóra og ráða mann- eskju sem veit hvað skil- ur á milli vinsamlegra mannlegra samskipta og einræðis. Albert Jensen Höfundur er fv. trésmíðameistari. Mikilvægi íslenskrar grænmetisframleiðslu ætti að vera flestum ljós eftir fréttaflutning síðustu vikna. Öll bíðum við í ofvæni eftir nýjum íslenskum kartöflum og öðru sumarræktuðu grænmeti. Heils- ársræktun tómata og agúrkna hefur gert að verkum að flestir kjósa íslenska framleiðslu árið um kring og sífellt eykst fjölbreytni í tegundaflóru íslenskra garðyrkjubænda. Blóma- og garðplöntuframleiðendur eru í fremstu röð og íslenskt ræktaðar trjáplöntur og sumarblóm hafa fyrir löngu sannað að þar er vara sem stenst hið dyntótta íslenska veðurfar enda sérstaklega hertar með það fyr- ir augum. Raforkuverð til græna geirans óásættanlegt Við lítum á hinn íslenska græna geira sem sjálfsagðan en það er mik- ilvægt að þessi atvinnugrein njóti að- búnaðar sem er í takt við þarfir grein- arinnar og í takt við það sem gert er fyrir aðrar atvinnugreinar. Verð á raforku til blóma- og grænmet- isræktunar hefur til dæmis lengi ver- ið ásteytingarsteinn en ljóst er að aðrar atvinnugreinar njóta mun hag- stæðari kjara en íslenskum rækt- endum stendur til boða. Samkeppnisfær erlendis með lýsingu Hundruð ársverka eru innt af hendi við framleiðslu íslensks græn- metis og plantna og því er mikilvægt að þeir sem stýra verðmyndun á raf- orku hafi skilning á mik- ilvægi garðyrkjunnar fyr- ir hið íslenska þjóðarbú. Löngu er vitað að fengist raforka til lýsingar, til dæmis á tómatplöntum, mætti framleiða hér fyrsta flokks tómata til út- flutnings sem væru á samkeppnishæfu verði við gæðaframleiðslu erlendis. Nú þegar glímt er við atvinnuleysi og lítinn sem engan hagvöxt er mik- ilvægt að horft sé til þeirra greina sem skapað geta atvinnu og útflutnings- tekjur. Þar er garðyrkjan vaxt- arbroddur sem þarf að hlúa að, eigi hún að geta byggst upp sem arðvæn- leg útflutningsgrein. Slíkt er mögu- legt sé viljinn fyrir hendi. Um næstu helgi bjóða öll fagfélög Græna geirans til garðyrkju- og blómasýningarinnar Blóm í bæ í Hveragerði. Þar gefst landsmönnum tækifæri til að sjá allt það besta sem gert er í íslenskri garð- yrkju á stærstu sýningu sem haldin er á þessu sviði árlega. Garðyrkja – mögu- leikar til framtíðar Eftir Aldísi Hafsteinsdóttur »Nú þegar glímt er við atvinnuleysi og lítinn sem engan hagvöxt er mikilvægt að horft sé til þeirra greina sem skap- að geta atvinnu og út- flutningstekjur. Aldís Hafsteinsdóttir Höfundur er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. 188 356 1666 2612 2643 3516 3998 4562 4593 4981 5405 5458 5463 7325 7347 7855 8058 8573 8801 10458 11094 11231 11762 13188 14883 14929 16201 16779 17213 17632 19262 20737 21132 21192 22084 22169 23637 25287 25947 26120 26421 26804 27104 27457 27560 28553 28916 29538 31145 31813 31835 32081 35248 35291 36033 37626 38775 38917 39807 40496 41391 42182 42320 42876 43014 43137 45172 45390 45874 46761 47880 48122 48259 48696 48800 49051 49066 51698 51769 52420 53248 55833 56887 57169 57925 58321 58426 59935 60417 61172 61491 61978 63906 64035 64130 65064 65499 66132 66200 67761 68652 69860 70041 71008 71309 71986 72308 72313 73208 78577 81601 81748 81770 81804 82688 82699 83061 85147 85222 86926 88663 88825 88850 89247 91323 92550 93139 93436 96586 97500 98601 99365 99545 101132 101135 102419 102974 103032 104164 105209 105278 106183 106784 106875 106981 107443 108425 108713 109484 110455 110806 111376 112593 112924 113965 114002 114233 114525 115297 115424 115590 115675 118083 118384 119107 119770 120613 121681 121749 122003 123822 123934 124967 125138 126527 127333 127445 127742 128859 131556 134039 134389 134803 136148 136246 136948 137405 138509 139250 140042 140718 141374 141872 142027 144095 144107 145081 145222 145630 145686 145857 146695 7565 9453 10044 23971 31028 32986 34787 39974 41033 62329 83265 86768 97327 101294 103068 122092 122763 124042 125428 126823 Vinningar Krabbameinsfélagi› þakkar landsmönnum veittan stu›ning. Handhafar vinningsmi›a framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900. Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga þann 30. júní nk. Bi rt án áb yr g› ar Chevrolet Captiva, 5.590.000 kr. 118329 Greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti 1.000.000 kr. 110604 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 200.000 kr. Sumarhappdrætti Krabbameins- félagsinsÚtdráttur17. júní 2011 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 100.000 kr. Þann 16. júní sl. barst mér bréf frá góðum Íslandsvinum, Serge Clapas- son og Heide Mittermayer í Sviss. Þetta fólk hefur komið margsinnis til Íslands allt frá því að Serge kom einn hingað til lands í hjólastól fyrir 25 ár- um. Þá var hann nýskilinn og hafði farið út á flugvöll í Lausanne og spurt: Hvert fer næsta flugvél? Hún átti að fara til Íslands, nánar til tekið beint flug til Akureyrar. Síðan hefur hann komið oft til Íslands ásamt sambýlis- konu sinni Heide. Þau eru vel upplýst um málefni þau sem efst eru á baugi á Íslandi og fjalla um þau í þessu bréfi, sem mér þykir mega koma fyrir augu fleiri íslendinga en mín – og vissulega með vinsamlegu leyfi þeirra. Úr bréfi þeirra: Varðandi Grímsvatnagosið skrifa þau: „Ísland er svo fjarri að fólk hér veit ekki mikið um gosið. Sama varðar ESB-vandamálið. Fólk hér veit varla að Íslendingar berjast gegn því að verða gleyptir af þessum gersamlega tilgangslausu samtökum. Verst er að í okkar eigin landi er fólk sem óttast jafnvel að þurfa að greiða ef við tökum ekki þátt. Þvílík heimska. Við munum borga, það er öruggt að við munum gera það, aðeins ef við göngum í „klúbbinn“. Þeir eru þegar farnir að bíða eftir peningunum okkar, eftir vatninu úr fjöllunum, ávöxtum og grænmeti sem við framleiðum og síð- ast en ekki síst bíða þeir þess að þrengja sér inn í okkar vel stöðuga vinnumarkað, til þess að tylla sínum stóra rassi (afsakið) á þýðingarmestu staði til þess að rýja öll þau fyrirtæki sem þau komast yfir til að selja þau og koma fénu undan. – Og þegar kýrin mjólkar ei meir, kasta þeir henni fyrir dýrin. Þetta verður verðið, og Guð gefi okkur og hjálpi okkur að komast hjá því. Sem betur fer og því miður höfum við hin slæmu dæmi af Írlandi, Grikk- landi og Portúgal sem hjálpa okkur vel að halda augum okkar opnum. Vonandi höldum við huga okkar líka á varðbergi. Okkur geðjast ekki að Evrópu- klúbbnum og eins og þið berjumst við gegn honum. Við erum ekki eins og Norðmenn, við eigum ekki olíu, en við munum tapa miklu og vonandi munu gin Frakklands og Þýskalands lokast áður en það verður of seint fyrir alla Evrópu. Og hvað um söguna? Við höfum séð stórmenni koma og fara – Júlíus Ses- ar, Napoleon og Hitler og rússana … Enginn þeirra hefur skilið að „smátt“ er „stærra“. Og nú er tími kominn til að Evrópa læri það. Við dáum hugrekki Íslendinga að neita þátttöku í ESB og ekki síður að neita greiðslukröfum þeirra. Skyn- samlegt fólk var ekki með fingurna í bankaviðskiptunum, aðeins þeir sem aldrei fá nóg. Hversvegna draga þeir ekki fingur sína út úr fjármálalífinu? Verður íslenska þjóðin raunveru- lega að verðlauna græðgi þeirra? – Nei. –Verið raunsæ, ef þið akið of hratt, getið þið ekki krafið nágranna ykkar um að greiða tjónið, eða hvað? Bankahrunið er það sama. Þeir óku of hratt og heimtuðu of mikið. Hver er munurinn? Ef ég byggi á Íslandi, vildi ég koma þessu í blöðin. Og ef þú ert sammála, máttu hafa mín orð um það.“ Ég þakka Serge og Heide fyrir bréfið og hér að ofan er það efni þess sem ég tel eiga erindi við lesendur Morgunblaðsins. KRISTINN SNÆLAND rafvirkjameistari. Bréf frá Sviss Frá Kristni Snæland Serge Clapasson og Heide Mittermayer. Bréf til blaðsins Morgunblaðið birtir alla útgáfu- daga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréf- um til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrir- tækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Þeir sem þurfa að senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið má m.a. finna undir Morgun- blaðshausnum efst t.h. á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóð- ina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem send- ar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.