Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011
?
Ingibjörg Jón-
asdóttir fædd-
ist á Norðfirði 2.
maí 1932. Hún lést á
Hjúkrunarheimil-
inu Sóltúni 13. júní
2011. Foreldrar
Ingibjargar voru
Jónas Guðmunds-
son ráðuneytis-
stjóri, f. 1898 á
Seyðisfirði, d. 1973,
og Sigríður Lúð-
víksdóttir húsmóðir, f. 1903 á
Norðfirði, d. 1991. Ingibjörg ólst
upp á Norðfirði og í Reykjavík.
Systir Ingibjargar er Guðný Jón-
asdóttir fv. menntaskólakennari.
Ingibjörg giftist 1953 Ólafi Val
Sigurðssyni, dóttir þeirra er Sig-
ríður Ólafsdóttir hjúkrunar-
fræðingur. Maki hennar Árni
Rafnsson viðskiptafræðingur.
Börn þeirra: Ingibjörg María,
Rafn, Elmar, Árni Valur og Páll
Frímann. 
Ingibjörg giftist 1957 Birni
Ásgeiri Guðjóns-
syni hljóðfæraleik-
ara, f. 1929, d.
2003. Börn þeirra:
Jónas Björnsson, f.
1958, d. 1997, maki
Svava Sigurbjörg
Hjaltadóttir. Börn
þeirra, Kristín
Björg, Ingibjörg,
Birna Dröfn og
Atli. Anna Þóra
Björnsdóttir versl-
unarmaður, maki hennar Gylfi
Björnsson sjóntækjafræðingur.
Börn þeirra: Björn Leó, Georg
og Hinrik. 
Ingibjörg starfaði m.a. í
Landsbanka Íslands, á skrifstofu
Ríkisspítalanna, hjá Húsnæðis-
stofnun ríkisins, á Hótel Sögu og
síðast sem forstjóri Vistheimilis-
ins í Víðinesi. Einnig sinnti hún
fjölmörgum félagsmálum. 
Útför Ingibjargar fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 23. júní 2011, kl. 15.
Móðir mín kæra er farin á braut, 
til mætari ljósheima kynna. 
Hún þurfti að losna við sjúkdóm og
þraut, 
og föður minn þekka að finna. 
Vönduð er sálin, velvildin mest, 
vinkona, móðir og amma. 
Minningin mæta í hjartanu fest, 
ég elska þig, ástkæra mamma. 
Þakka þér kærleikann, hjartalag
hlýtt, 
af gæsku þú gafst yl og hlýju. 
í heimi guðsenglanna hafðu það
blítt,
uns hittumst við aftur að nýju. 
(Höf. ók.)
Í dag kveð ég elskulega
mömmu mína sem kvaddi þennan
heim 13. júní sl. Með henni kveð
ég ég mína bestu vinkonu. Okkar
samband var yndislegt og á ég eft-
ir að sakna þess mikið að geta
ekki leitað til hennar í framtíðinni.
Í gegnum huga minn streyma
ljúfar minningar, öll ferðalögin
um hinar ýmsu borgir, við saman
hlæjandi og glaðar uppteknar við
okkar uppáhaldsiðju, að kaupa fín
föt og fallega skó. Á kvöldin
kynnti mamma mig svo fyrir
menningunni. Ballett, óperur og
tónleikar í hinum ýmsu tónlistar-
húsum. Þetta elskaði mamma. Við
skemmtum okkur í New York,
Washington, París og Köben. Þar
áttum við svo sannarlega góðar
stundir saman.
Við kynntumst líka erfiðleikum
en mamma sýndi ávallt stillingu
og æðruleysi á sinn einstaka hátt.
Það var erfitt fyrir hana og okkur
öll þegar Jonni bróðir lést langt
fyrir aldur fram 1997. Erfiðleik-
ana sem fylgdu veikindum pabba
tókst hún við á ótrúlegan hátt. Það
var því sárara en orð fá lýst þegar
mamma veiktist aðeins 72 ára,
rétt eftir að vera byrjuð að jafna
sig á fráfalli pabba. Við tóku erfið
7 ár þar sem innlagnir á spítala
nálguðust 100 og veit ég um fáa
sem hafa útskrifast fjórum sinn-
um af líknardeildinni. Ég ætla
ekki að fara yfir þessi sl. ár hér
heldur vil ég minnast mömmu
eins og hún var: sterk, dugleg,
óvenju gáfuð og góð. Hún hélt í
lífsneistann sinn og gafst aldrei
upp. Það er því gott að ég gat upp-
fyllt tvær af þremur síðustu ósk-
um hennar hér á jörðu. Við fórum
í Hörpu 4. maí og hún naut þess
þótt fársjúk væri. Við komumst á
lokaverkefni Bjössa úr LHÍ en
mamma átti svo mikið í honum
með mér. Það var notalegt að
heyra hlátur hennar þar. En við
sjálfa útskriftina 11. júní var hún
orðin of veik.
Ég kveð mömmu mína sem var
mér svo mikið með mikilli eftirsjá
en veit að þjáningum hennar er
lokið. Ég vil þakka öllu því dug-
lega fólki sem hugsaði um hana í
veikindum hennar kærlega fyrir
og þá sérstaklega Sunnu Gunn-
laugsdóttur, Kristbirni Reynis-
syni og Pálma V. Jónssyni.
Starfsfólki Sóltúns þakka ég
einnig umönnunina.
Þín dóttir,
Anna Þóra.
Sumir eru þeim hæfileikum
gæddir að þeir hafa yfir sér ein-
hvern bjarma, eitthvert aðdrátt-
arafl sem gerir það að verkum að
allt og allir í kringum þá breytist.
Ingibjörg var ein af þessum
manneskjum. Það var sama hvað
gekk á, alltaf hélt þessi ótrúlega
kona andliti og missti hún aldrei
þessa stóísku ró sem hún bjó yfir.
Ég óska þess að ég öðlist einhvern
tímann hluta af þeim styrk sem
hún bjó yfir. Hún var svo sann-
arlega fín frú af gamla skólanum,
hafði unun af því að nostra við alls
kyns smáhluti. Þegar ég fékk
gjafapakka frá henni fannst mér
alltaf hálfpartinn synd að skemma
þessa listasmíð og fékk ég aldrei
botn í það hvernig hún í ósköp-
unum gat látið munstrið á papp-
írnum passa á samskeytunum.
Það hlýtur að hafa verið á
kennsluskránni í mannasiðaskól-
anum í Englandi. En ég veit líka
að einu sinni stakk frú Ingibjörg
af, lét sig hverfa til Frakklands og
lét engan vita. Það kom mér svo
sem ekki á óvart því ég hafði séð
glitta í þennan hluta persónu
hennar. Það var ótrúlega gaman
að fylgjast með glottinu sem
læddist fram þegar einhver sagði
krassandi sögu í kaffiboði. Hún
vissi.
Það var alltaf notalegt að kíkja í
heimsókn til hennar. Stundum
voru ofnarnir stilltir svolítið hátt
en ég mun alltaf muna hvað það
var gott að setjast niður og ein-
faldlega spjalla. Ég finn bragðið af
breskum butter-biscuits og kók-
inu í litlu grænu glösunum. Þó svo
maður kæmi með alla byrði
heimsins á öxlunum gat maður
sest innan um öll fallegu húsgögn-
in, myndirnar á veggjunum og
gleymt sér um stund.
Þessi kona markaði djúp spor í
líf okkar bræðranna og kveðjum
við nú elskulega ömmu okkar sem
studdi þétt við bakið á okkur alla
tíð. Verðum við henni ævinlega
þakklátir. 
Björn Leó, Georg og Hinrik.
Ingibjörg fæddist á Norðfirði
árið 1932 þegar heimskreppan
stóð sem hæst. Við kölluðum hana
Diddu, það var eitt gælunafna
hennar. Margir kölluðu hana
Stúllu. Ingibjörg bjó lengst af í
vesturbæ Reykjavíkur. Heimili
fjölskyldu hennar stóðu við Birki-
mel, Kaplaskjólsveg, Hagamel,
Grenimel og Grandaveg. Hún var
listelsk og hún var borgarbarn.
Hún unni tónlist, var áskrifandi að
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands frá upphafi til dauðadags,
var annt um Skólahljómsveit
Kópavogs sem eiginmaðurinn,
Björn, átti þátt í að stofna. Hún
átti fasta miða í Þjóðleikhúsið og
myndlist var henni hugleikin.
Sjálf hafði hún stundað nám við
Handíða- og myndlistarskólann.
London og Kaupmannahöfn voru
heimsborgirnar hennar. Í Eng-
landi hafði hún sótt skóla, sem hún
kallaði ?mannasiðaskólann?. Í
Danmörku var hún einn vetur á
húsmæðraskóla. Hún átti auðvelt
með að læra tungumál og það
gerði henni kleift að halda
tengslum við útlenda vini. Ekki er
hægt að minnast Ingibjargar án
þess að nefna hannyrðir. Hún var
einkar vandvirk við útsaum og þar
naut sín vel hennar eigið listfengi.
Hún sýndi bútasaumi áhuga og
eiga margir ættingjar fallegu
teppin sem hún saumaði.
Vinkonurnar eru sérstakur
kafli ævisögu hennar. Þær voru
margar og ólíkar, en vináttubönd-
in sterk. Á enga er hallað þó Guð-
rún Freysteinsdóttir og fjölskylda
sé nefnd sérstaklega. Guðrún var
einstök vinkona og bandamaður
Ingibjargar. Oft hafði Ingibjörg
þörf fyrir slíkan bandamann þeg-
ar á móti blés og líklega var það
líka einmitt við þær aðstæður sem
styrkur hennar sjálfrar kom best í
ljós. Ýmsir erfiðleikar í einkalífi,
missir sonarins, Jónasar, af slys-
förum á Spáni, veikindi eigin-
mannsins, Björns, af völdum MS-
sjúkdómsins og veikindi hennar
sjálfrar, reyndu mjög á hana, og
ekki var annað hægt en að dást að
styrk hennar og baráttuþreki.
Haustið 2004 kom í ljós kom að
Ingibjörg var alvarlega veik.
Sjúkdómur í brisi dró úr lífskrafti
hennar. Í sjö ár átti hún við van-
heilsu að stríða. Síðustu þrjú árin
hafa verið sérstaklega þungbær.
Læknarnir Sunna Guðlaugsdótt-
ir, Sigurður Ólafsson og Krist-
björn Reynisson reyndu að finna
ráð til að hægja á sjúkdómnum, og
það leyndi sér ekki að Ingibjörg
missti aldrei von um að hægt yrði
að finna þessi ráð. Í janúarmánuði
flutti Ingibjörg á Sóltún. Þar var
reynt að hlúa að henni eins og
hægt var. Þakka ber alla þá hjálp
sem hún naut í veikindum sínum
af heilum hug. Augljóst er að allt
reyndi þetta mjög á dætur Ingi-
bjargar. Þær Ingibjörg og Anna
Þóra voru alla tíð mjög nánar. Það
kom því í hlut Önnu Þóru að fylgj-
ast með veikindum móður sinnar,
öll þessi ár, nánast frá klukku-
stund til klukkustundar. Sigríður,
dóttir Ingibjargar, stóð einnig
vaktina með miklum sóma. Sem
hjúkrunarfræðingur sá hún oft
hliðar sem aðrir komu síður auga
á. Þeim systrum verður seint full-
þökkuð hjálpin í veikindum móður
þeirra. 
Guðný Jónasdóttir
og Jónas Haraldsson.
Meira: mbl.is/minningar
Það kom ekki á óvart, þegar
mér var tilkynnt andlát frænku
minnar Ingibjargar, Stúllu eins og
hún var kölluð. Hún var búin að
berjast hetjulegri baráttu við
langvarandi veikindi. Mæður okk-
ar voru mjög nánar systur, þannig
að leiðir okkar lágu oft saman. 
Stundum var henni ætlað að
hafa mig með sér; það henni
fannst ekki alltaf henta sér. Einu
sinni man ég eftir því, þegar ég
var tólf og hún fimmtán ára að
hún sagði við mig: ?Mundu, þegar
þú verður fimmtán ára, að það
passar ekki að vera með tólf ára
stelpu.?
Þegar við eltumst minnkaði
munurinn á milli okkar þrátt fyrir
þessi þrjú ár. Við fórum saman á
húsmæðraskóla í Danmörku vet-
urinn 1954-55. Var það mjög
ánægjulegur tími, þó að við þyrft-
um að gera allt með höndunum.
Engin heimilistæki eins og tíðkast
í dag. Við lærðum t.d. að skera
sundur kjötskrokka af nautum og
svínum og búa til ís án þess að
hafa frysti. Þó að þetta nýttist
okkur ekkert eftir að heim var
komið, höfðum við þó gott og gam-
an af þessu. 
Tíminn hefur liðið hratt. Við
giftum okkur, stofnuðum heimili
og eignuðumst börn. Þegar nóg er
að gera líður tíminn svo fljótt. 
Við frænkurnar höfum alltaf
verið í góðu sambandi, en þó mest
á seinni árum eftir að Stúlla flutti í
Sóltún. Þá reyndi ég að koma til
hennar í hverri viku. Áttum við
þar notalegar stundir yfir kaffi-
bolla og rifjuðum upp gamla daga.
Stúlla hafði einstaklega góða frá-
sagnargáfu. Var oft gaman að
heyra hana segja frá og færa í
búning.
Kæra Stúlla, vil ég þakka fyrir
þína vináttu.
Guð geymi fjölskyldu þína.
Þín frænka, 
Margrét.
Didda móðursystir mín er látin
eftir langvinn veikindi. Eflaust
hvíldinni fegin. Að sögn þeirra að-
standenda sem dvöldu hjá henni
var friður yfir henni er hún kvaddi
okkur.
Allt fram á unglingsár var ég
tíður gestur á heimili Diddu og
Bjössa og vildu þau allt fyrir mig
gera. Ófáar voru vídeómyndirnar
sem ég horfði á með þeim og ekki
leiddust mér veitingarnar sem
voru á boðstólum, einkum þó
vöfflurnar hennar Diddu. Vænt-
umþykju Diddu fann ég alla tíð og
síðar einnig gagnvart dætrum
mínum. Síðast heimsótti Didda
okkur fyrir tæpu ári á afmælum
dætra minna og naut hún sín þar
vel.
Í veikindum Diddu stóð Anna
Þóra sem klettur við hlið móður
sinnar. Er aðdáunarverður sá
dugnaður, væntumþykja og fórn-
fýsi sem hún sýndi móður sinni á
þessu veikindatímabili. Önnu
Þóru og öðrum aðstandendum
votta ég alla mína samúð.
Jónas Þór Jónasson.
Kynslóðir koma og fara. Ekki
fer hjá því að tilfinningar saknað-
ar og einmanaleika fylgi viðskiln-
aðinum þegar við sjáum á bak
ættingjum, vinum og kunningjum
sem hafa verið lifandi umhverfi
okkar um langan aldur. Nú er
Ingibjörg Jónasdóttir frænka
okkar horfin á braut. Hún hefur
alla ævi verið hin jákvæða, sterka
og sjálfbjarga kona, sem kunnað
hefur ráð við hverjum lífsins
vanda og aldrei lagt árar í bát.
Síðustu árin hefur hún háð bar-
áttu við heilsubrest, svo að fyrir
löngu var búizt við að hún legði
niður vopn í því stríði, en það varð
ekki fyrr en nú, því að lífslöngunin
var sterk og viljastyrkurinn óbug-
aður. 
Að Ingibjörgu standa sterkir
stofnar. Faðir hennar, Jónas Guð-
mundsson, gat sér orð á vettvangi
stjórnmálanna, þegar hann sem
ungur maður snemma á öldinni
gerðist kennari austur á Norðfirði
og eggjaði verkafólk til að taka
höndum saman í baráttu fyrir
bættum kjörum. Hann skipulagði
þá baráttu og tók málin í sínar
hendur. Sumir segja að Jónas sé
fyrirmyndin að Arnaldi í Sölku
Völku Halldórs Laxness. Á
kreppuárunum stofnsetti hann
sem oddviti Norðfjarðarhrepps á
vegum sveitarfélagsins ýmiss
konar atvinnurekstur ? svo sem
útgerð og fiskvinnslu ? til að út-
vega verkafólkinu vinnu. Síðan
varð Jónas þingmaður Alþýðu-
flokksins á fjórða áratug aldarinn-
ar og fluttist þá ásamt fjölskyldu
sinni til Reykjavíkur. En eftir
varð rauði bærinn Neskaupstaður
sem Lúðvík Jósefsson og félagar
tóku við. Seinna varð Jónas ráðu-
neytisstjóri í félagsmálaráðu-
neytinu. Það var fátt mannlegt
sem hann lét sér óviðkomandi.
Eiginkona hans, Sigríður Lúð-
víksdóttir og móðir Ingibjargar,
var einstök ágætiskona sem
studdi mann sinn í blíðu og stríðu.
Á heimili þeirra var alltaf opið hús
fyrir yngstu kynslóðina, þar sem
mjólk og smákökur voru á boð-
stólum. Og margt varð Sigríði til-
efni til að kalla saman hinn stóra
hóp systkina frá Norðfirði og fjöl-
skyldur þeirra til samkvæmis og
samfagnaðar. 
Ingibjörg eignaðist tvo eigin-
menn sem báðir hafa verið merk-
ismenn í lífi sínu, hvor á sína vísu.
Fyrri maður hennar var Ólafur
Valur Sigurðsson, skipherra hjá
Landhelgisgæzlunni, mikill
íþróttamaður, sem m.a. hélt uppi
landslögum í þorskastríðunum af
miklum myndugleika. Þeirra dótt-
ir er Sigríður hjúkrunarfræðingur
sem um margt líkist móður sinni,
dugandi, lífsglöð og vinamörg.
Síðari eiginmaður Ingibjargar var
Björn Guðjónsson, afar vinsæll
tónlistarmaður, sem um áratugi
lék á trompet í Sinfóníuhljómsveit
Íslands og síðar kom á fót og
stjórnaði Lúðrasveit Kópavogs
við góðan orðstír. Hann er látinn
fyrir nokkrum árum. Þeim varð
tveggja barna auðið, Jónasar sem
fetaði í fótspor föður síns sem tón-
listarmaður, en féll frá fyrir aldur
fram, og Önnu Þóru, sem er at-
gerviskona eins og systir hennar
og móðir. Hún hefur undanfarin
ár rekið gleraugnabúð við Lauga-
veginn og staðið í broddi fylkingar
í baráttunni fyrir menningarlegri
miðborg. 
Við vottum dætrunum Sigríði
og Önnu Þóru og svo Guðnýju
systur Ingibjargar og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð.
Lúðvík og Sigurður 
Gizurarsynir.
Didda móðursystir mín var
mér afar kær. Hún var eldri en
mamma og stundum minnti hún
meira á ömmu en frænku. Aldur
finnst mér samt afstæður þegar
ég minnist Diddu, því að hún var
ung í anda. Hún fussaði líka sjálf
yfir því hvernig komið væri fyrir
sér þegar hún var sem veikust.
Didda var mér alltaf hlý og góð og
lagði sig fram um að sýna mér sín-
ar bestu hliðar. Hún var bóhem í
sér, listhneigð fram í fingurgóma
og hafði gengið í Myndlista- og
handíðaskólann á sínum yngri ár-
um. Handbragðið leyndi sér ekki í
því sem hún tók sér fyrir hendur,
hvort sem það var rithöndin eða
útsaumurinn. Hún hafði líka gam-
an af hönnun og þá helst danskri
hönnun og sjálf átti hún marga
fallega hluti. Listalífið heillaði
hana og henni fannst listamenn
upp til hópa líflegt og skemmtilegt
fólk. Björn maðurinn hennar var
vinsæll tónlistarmaður og margar
sögur voru sagðar af skrautlegum
listamönnum á götum Reykjavík-
ur eða Kaupmannahafnar. Didda
var vinmörg og félagslynd. Tónlist
átti stóran þátt í lífi þeirra hjóna.
Didda átti fastan miða á Sinfón-
íutónleika og lét sig ekki vanta á
þá. Þó hún lægi þungt haldin á
spítala þá reif hún sig upp og
mætti á tónleika á fimmtudags-
kvöldum. Hún mætti einnig fár-
veik á opnunartónleika Hörpunn-
ar. Hún ætlaði sér aldeilis ekki að
missa af þeim. Við mamma gátum
ekki annað en brosað að þessari
seiglu. Manni fannst stundum of-
urmannlegt hvað hún bar sig vel,
þegar maður vissi hversu alvarleg
veikindi hennar voru. Didda hafði
kynnst mótlæti í lífinu, m.a. missti
hún son sinn af slysförum. And-
streymið virðist hafa hert hana.
Ég mun sakna Diddu og afmæli
og hátíðir verða tómlegar án
hennar. Stórt skarð stendur eftir í
minni nánustu fjölskyldu. Ég
votta dætrum hennar og fjöl-
skyldu samúð mína.
Valgerður Jónasdóttir.
Það er komið að kveðjustund.
Margs er að minnast eftir áratuga
vináttu. Stúlla var ein af mínum
elstu og bestu vinkonum. Leiðir
okkar lágu fyrst saman í Miðbæj-
arbarnaskólanum, þar sem við
sátum saman í þrettán ára bekk.
Eftir barnaskóla fór Stúlla í Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar. Þrátt
fyrir góðar gáfur hélt hún ekki
áfram námi að gagnfræðaprófi
loknu, en fór út á atvinnumark-
aðinn. Við áttum ekki samleið í
skóla, eftir að barnaskólanum
lauk, en töluðum saman nær dag-
lega, það sem eftir var ævinnar.
Margt skemmtilegt gerðum við
saman, fórum á tónleika, í bíó og
vorum í skátastarfi. Fyrstu utan-
landsferðina fórum við til Edin-
borgar, þá 17 ára. Síðustu árin
fórum við oft í leikhús. Stúlla var
mikill fagurkeri og naut þess að
fara á tónleika, leiksýningar og
hvers kyns listaviðburði. Henni
var margt til lista lagt, hún var af-
burðahannyrðakona, saumaði og
málaði á postulín, einnig spilaði
hún á píanó á yngri árum.
Stúlla átti stóran vinahóp, hún
laðaði fólk að sér með glaðværð
sinni og átti auðvelt með að halda
uppi samræðum við hvern sem
var. 
Allt frá því að ég kom lítil stelpa
á heimili foreldra Stúllu, þeirra
ágætu hjóna Sigríðar og Jónasar,
fyrst á Miklubraut og síðar Reyni-
mel, var ég þar heimagangur.
Árin liðu og við Stúlla urðum
ráðsettar húsmæður, börnin
fæddust eitt af öðru, en alltaf töl-
uðum við saman og hittumst nær
daglega. Þegar ég flutti til Lúx-
emborgar með fjölskyldu minni
kom Stúlla oft í heimsókn og
minnist ég margra skemmtilegra
stunda með henni þar.
Vinátta sem aldrei bar skugga
á er orðin löng og minningarnar
allar ljúfar og góðar.
Manni sínum Birni Guðjóns-
syni reyndist hún stoð og stytta í
starfi hans sem stjórnanda Skóla-
hljómsveitar Kópavogs og síðar í
veikindum hans. 
Síðustu æviár Stúllu voru henni
erfið vegna veikinda og dvaldi hún
langdvölum á sjúkrahúsum. Síð-
ustu mánuðina bjó hún á Hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni, þar fór vel
um hana, með marga fallega muni
sem hún tók með sér að heiman,
en Stúlla átti mjög fallegt heimili.
Við Garðar og stelpurnar okkar
minnumst elskulegrar vinkonu
með söknuði og sendum Siggu,
Önnu Þóru, Svövu og fjölskyldum
þeirra hjartans samúðarkveðjur.
Guðrún.
Kær vinkona mín, Ingibjörg
Jónasdóttir, er látin eftir langvar-
andi erfið veikindi sem hún tók á
með ótrúlegu æðruleysi.
Ingibjörg var mjög sterkur
persónuleiki, minnug og sérlega
skemmtileg. Hún hafði oft frá
mörgu að segja, t.d. eftir að hún
hafði lesið góða bók sem hún vildi
ræða um.
Við vinkonur hennar, sem vor-
um 5 skólasystur, höfðum stofnað
svokallaðan saumaklúbb þegar
hún kom inn í hópinn. Sjaldnast
var nokkur með handavinnu nema
Ingibjörg enda var hún listahann-
yrðakona. 
Samverustundir okkar voru
alltaf mjög skemmtilegar og mik-
ið hlegið. Aldrei urðum við ósáttar
þó við værum ekki alltaf sammála
um hlutina. Vinátta okkar hefur
nú staðið í yfir 60 ár.
Ingibjörg og Björn maður
hennar áttu mjög fallegt heimili
sem gott var að koma á. Tónlistin
var þeirra sameiginlega áhuga-
mál. Björn spilaði lengi með Sin-
fóníuhljómsveitinni og síðar
stjórnaði hann Skólahljómsveit
Kópavogs.
Ingibjörg tók það mjög nærri
sér þegar Björn þurfti að fara á
hjúkrunarheimili, en stóra sorgin
í lífi þeirra hjóna var þegar Jónas
sonur þeirra fórst af slysförum.
Eitt af því besta á lífsleiðinni er
að eignast góða vini, en þeim mun
sárara er að skilja við þá. Efst í
huga mér er þakklæti til Stúllu
vinkonu minnar fyrir vináttu
hennar.
Ég vil votta Önnu Þóru, Sigríði
og allri fjölskyldunni mína dýpstu
samúð.
Svala Magnúsdóttir.
Hinn 5. maí sl. heimsótti ég
mína kæru vinkonu, Ingibjörgu
Jónasar, þar sem hún bjó á hjúkr-
Ingibjörg 
Jónasdóttir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40