Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						unarheimilinu Sóltúni. Þessi
heimsókn var okkar hinsti fundur.
Stofan hennar var rúmgóð og
björt og þegar ég gekk inn í stof-
una blöstu við mér verk úr mynd-
listarsafni Ingibjargar, sem búið
var að hengja haganlega upp á
alla veggi. Eftir að hafa heilsað
henni varð mér að orði: ?Hér er
bara eins og fínasta gallerí?. Hún
kímdi og svaraði glettnislega: ?Já,
finnst þér ekki að ég ætti bara að
selja aðgang að sýningunni?? ?
Ingibjörg var gædd mikilli kímni-
gáfu, sem dvínaði ekki þrátt fyrir
langa og stranga þrautagöngu
veikinda og síendurtekinna spít-
alainnlagna. Þótt líkamlegur
styrkur hennar væri smátt og
smátt að þverra, þá hélt hennar
andlegi styrkur velli. 
Ingibjörg var gáfuð kona. Tón-
list var henni mikilvæg og hún
naut þess að skoða myndlist. Sjálf
var hún mjög flink og listræn og
ætíð var hún fallega og smekklega
klædd og til höfð. Hún fylgdist
mjög vel með þjóðfélagsumræð-
unni og alltaf var hún meðvituð og
skemmtileg í samræðum.
Við Ingibjörg kynntumst fyrir
hálfri öld; ? og alla tíð síðan hefur
hún verið traustur og góður vinur.
Það hefur ekki skipt neinu máli
þótt á stundum hafi liðið langur
tími án þess við hefðum samband,
því þegar það svo gerðist, að önn-
ur okkar lét í sér heyra, þá var það
alltaf kærkomið og við höfðum
mikið að spjalla. Ingibjörg var
dýrmæt vinkona. Hún var hóg-
vær, jákvæð, hlý, skýr og hrein-
skilin.
Ég sé hana nú fyrir mér þegar
við áttum okkar síðustu samveru-
stund. Hún hallaði sér upp við
upprúllaða sængina sína og ég sat
á stól alveg við rúmstokkinn hjá
henni. Við vorum alveg í návígi.
Frá henni stafaði hlýja og friður.
Hún kvartaði ekki þótt líkaminn
væri að gefa sig. Hugur hennar
var ferskur og opinn ? við röbb-
uðum saman svona í notalegheit-
um ? eitt leiddi af öðru í samtalinu
og það kom að því að við vorum
farnar að rifja upp gamlar sam-
verustundir. Við vorum farnar að
skoða okkur sjálfar í atburðanna
rás eins og maður skoðar persón-
ur á leiksviði í leikhúsi ? nema
hvað, að okkar persónur voru á
leiksviði lífsins ? og við vorum
bara sáttar. Við gleymdum tíma
og rúmi í tæpar þrjár klukku-
stundir, en þá var kominn tími til
að kveðja.
Að ferðarlokum þakka ég Ingi-
björgu fyrir hennar fallegu vin-
áttu og sendi systur hennar, dætr-
um og þeirra fjölskyldum
hugheilar samúðarkveðjur.
Sigríður Björnsdóttir.
Í dag kveðjum við Ingibjörgu
Jónasdóttur, heiðursfélaga Skóla-
hljómsveitar Kópavogs og bak-
hjarl sveitarinnar í áratugi. Hún
var konan hans Björns, stjórnand-
ans okkar, og var ein af okkur í
mörgum tónleikaferðalögum.
?Frú Ingibjörg?, eins og Bjössi
nefndi hana gjarnan með glimt í
auga, var okkur kær. Hún var haf-
sjór af fróðleik, með óborganlegan
svartan húmor og einstaklega
kærleiksrík. Heimili hennar var
okkur ávallt opið og hún fór aldrei
í manngreinarálit. Hún huggaði
okkur þegar Jónas, einkasonur
hennar og góður vinur okkar, féll
frá í blóma lífsins og gerði allt sem
í hennar valdi stóð að gera Bjössa
lífið ljúft þegar heilsan brást hon-
um. Hún handlék hækjurnar og
hjólastólinn af sömu snilld og eig-
inmaður hennar tónsprotann. Eft-
ir að hann féll frá fylgdist hún náið
með öllum gömlu félögunum, sótti
alla tónleika sveitarinnar og
gladdist yfir góðu gengi hennar.
Ingibjörg var um margt lík ís-
lensku jurtunum, bognaði í harð-
indum en brotnaði aldrei. Við eig-
um henni margt að þakka. Önnu
Þóru og fjölskyldunni sendum við
hugheilar samúðarkveðjur. Bless-
uð sé minning ?frú Ingibjargar?. 
Fyrir hönd Skólahljómsveitar
Kópavogs, 
Össur og Þórunn (Tóta).
MINNINGAR
27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011
?
Sigríður
Hjálmarsdóttir
Diego fæddist í
Unuúsi í Reykja-
vík 30. júní 1920.
Hún lést að Selja-
hlíð 15. júní 2011.
Foreldrar hennar
voru Hjálmar
Diego Jónsson
bókari, f. 26.2.
1891 í Nýjabæ á
Þingeyri við Dýra-
fjörð, d. 15.9. 1970 og Hall-
dóra Friðgerður Sigurð-
ardóttir húsmóðir, f. 16.5.
1893 að Steinhólum í Grunna-
vík, d. 27.1. 1951. Systkini Sig-
ríðar: 1) Friðrik Aðalsteinn
Diego, f. 13.12. 1913, d. 15.6.
1985. 2) Þorkell Guðmundur
Diego, f. 31.5. 1916, d. 30.8.
1965. 3) Arnór Kristján Diego,
f. 30.3. 1922, d. 25.3. 1983. 4)
Sigurður Jóhann, f. 13.5. 1923,
d. í nóvember sama ár. 5) Uni
Guðmundur, f. 22.7. 1926, d.
1.1. 2004. 6) Jón Bergmann, f.
15.9. 1927, d. 18.12. 1975. 7)
Guðrún Björg, f. 7.2. 1931, d.
19.4. 2008. 8) Þorsteinn Diego,
f. 4.8. 1932, d. 25.2. 2004. Upp-
eldissystir Sigríðar er Hulda
Valgerður Jakobsdóttir, f. 4.5.
1929.
Barnsfaðir Sigríðar er Guð-
þau tvö börn, Heiðbjört á fyrir
eitt barn. b) Hjálmar Diego, f.
12.10. 1970, maki (skildu), Sig-
ríður Gyða Halldórsdóttir,
eiga þau tvö börn, þar af er
eitt látið. Barnsmóðir Hjálm-
ars er Ingiríður Blöndal Jón-
asdóttir, þau eiga tvö börn. c)
Berglind Haðardóttir, f. 11.11.
1974, maki Theodór Frið-
riksson, eiga þau tvö börn og
á Berglind einnig tvö börn
fyrir. d) Hrafn Daði Haðarson,
f. 22.1. 1983, barnsmóðir
Nanna Þorsteinsdóttir, eiga
þau eitt barn. 3) Halldór Guð-
bergsson, bifreiðarstjóri, f.
23.11. 1954, maki (skildu)
Hrafnhildur Haraldsdóttir.
Börn þeirra: a) Harpa Hall-
dórsdóttir, f. 23.8. 1974, maki
(skildu), Ólafur Kr. Sveinsson,
eiga þau þrjú börn. Barnsfaðir
Hörpu er Jósef Kim Hreinsson
eiga þau eitt barn. b) Elva
Johnson, f. 1.9. 1980, maki
Mark Johnson og eiga þau tvö
börn. Fóstursonur Sigríðar er
Eggert Hilmar Sigurðsson, f.
13.8. 1944, maki Hólmfríður
Kolka Zopaníasdóttir. Börn
þeirra: a) Zophanías, f. 31.7.
1974, maki Guðrún Halla Sig-
urðardóttir, eiga þau tvö börn
en Guðrún á eitt barn fyrir. b)
Elmar Eggertsson, f. 7.7.
1978, barnsmóðir Vilborg Sig-
urþórsdóttir, eiga þau eitt
barn. 
Sigríður verður jarðsungin
frá Laugarneskirkju í dag, 23.
júní 2011, og hefst athöfnin kl.
15. 
berg Skarphéðinn
Sigurbergsson, f.
24.4. 1922, d. 3.2.
2000. Börn Sigríð-
ar og Skarphéðins
eru þrjú: 1) Sigrún
Guðbergsdóttir
húsmóðir, f. 22.9.
1944, maki Sig-
urbjartur Jóhann-
esson, bygginga-
og skipulagsfræð-
ingur. Börn þeirra
eru: a) Helga Dóra, f. 30.7.
1963, maki, Hannes Örn Jóns-
son, eiga þau þrjú börn og tvö
barnabörn. b) Rúnar, f. 27.6.
1964, maki, Kolbrún Hildur
Sigurðardóttir, eiga þau eitt
barn en Kolbrún á fyrir eitt
barn. c) Davíð Þór, f. 29.7.
1965, maki, Hulda Guðborg
Þórisdóttir, eiga þau þrjú
börn. d) Sigríður Oddný, f.
8.11. 1970, maki, Óskar Gunn-
arsson vélstjóri, eiga þau þrjú
börn. e) Hróbjartur Stígur, f.
15.7. 1974, maki, Ragnhildur
Rósa Guðmannsdóttir og á
Hróbjartur Stígur eitt barn. 2)
Soffía Auður Diego húsmóðir,
f. 3.7. 1950, maki, Höður Guð-
laugsson blikksmíðameistari.
Börn þeirra eru: a) Heiðbjört
Haðardóttir, f. 23.7. 1967,
maki, Valur Stefánsson, eiga
Með þökk fyrir allan þann
tíma, ást og kærleik sem þú
sýndir mér.
Minning þín mun lifa um
ókomna tíð.
Í dag skein sól á sundin blá 
og seiddi þá, 
er sæinn þrá 
og skipið lagði landi frá.
Hvað mundi fremur farmann
gleðja?
Það syrtir að, er sumir kveðja.
Ég horfi ein á eftir þér 
og skipið ber 
þig burt frá mér.
Ég horfi ein við yztu sker.
Því hugur minn er hjá þér
bundinn,
og löng er nótt við lokuð sundin.
En ég skal biðja og bíða þín
uns nóttin dvín 
og dagur skín.
Þó aldrei rætist óskin mín,
til hinsta dags ég hrópa og kalla,
svo heyrast skal um heima alla. 
(Davíð Stefánsson)
Hvíldu í friði, elsku amma
mín, og megi Guðs englar vaka
yfir þér.
Gunnar Magnús 
Halldórsson Diego.
Elsku besta Dídí amma mín.
Ég trúi því varla enn að þú
sért dáin. Þó svo að ég hafi haft
góðan tíma til að undirbúa mig
þá er maður aldrei tilbúinn að
kveðja þann sem er manni svo
kær eins og þú varst mér. 
Ég man eftir því þegar ég var
yngri þá var mesti ótti minn að
þú myndir deyja frá mér. 
Ég naut þeirrar blessunar að
fá að alast upp að mestu leyti
hjá þér heima á Steinhólum. 
Þegar ég hugsa til baka þá
man ég Steinhólana í smáatrið-
um, lyktina í vissum skúffum og
skápum, litina og munstrin á
veggfóðrunum í hverju herbergi
fyrir sig, dúkinn í eldhúsinu,
teppin, stigann niður í kjallara
og gamla klósettið sem manni
fannst svo gaman að sturta nið-
ur því maður þurfti að toga í
handfang sem hékk niður úr kló-
settkassanum. 
Elsku amma mín, ég fer svo
oft heim á Steinhóla í huganum
og minningarnar eru svo marg-
ar.
Ég man hvað það var gaman
að hjálpa þér og gera eitthvað
fyrir þig, því þú ljómaðir af
þakklæti og lést svo falleg orð til
mín falla.
Ég man þegar það fauk rusl á
lóðina og trén, þá baðstu mig um
að fara út að tína ruslið því þú
fengir svo illt í augu þín á að
horfa á það og auðvitað fór ég
með ánægju út því ekki vildi ég
að þú fyndir til í augunum. 
Alltaf var mikill gestagangur
hjá þér enda varstu vinur allra. 
Stundum fannst mér gesta-
gangurinn um of því þá óx upp-
vaskið því alltaf var allt það
besta á borðum.
Elsku amma mín, þú varst
mér sem móðir og þú ert besta
og yndilegasta manneskjan í
mínu lífi, þú verður fyrirmynd
mín alla mína ævidaga. 
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa getað verið með þér síðustu
árin og gefið þér þá ást, blíðu og
umhyggjusemi sem þú ólst mig
upp við. 
Ég veit að við munum hittast
aftur, amma mín, en þangað til
munt þú lifa í mér. 
Þín 
Harpa.
Elsku amma og langamma,
þér fannst alltaf gaman að
söngvum og sálmum og óskaðir
eftir því að það yrði mikill söng-
ur í jarðarförinni þinni, þér
fannst oft fara of mikill tími í að
tala og því viljum við kveðja þig
með þessum erindum. 
Menn vaða í villu og svíma,
veit enginn neitt um það,
hverninn, á hverjum tíma
eða hvar hann kemur að.
Einn vegur öllum greiðir
inngang í heimsins rann,
margbreyttar líst mér leiðir
liggi þó út þaðan.
Hvorki með hefð né ráni
hér þetta líf ég fann,
sálin er svo sem að láni
samtengd við líkamann.
Í herrans höndum stendur
að heimta sitt af mér.
Dauðinn má segjast sendur
að sækja hvað skaparans er.
Með sínum dauða hann deyddi
dauðann og sigur vann,
makt hans og afli eyddi,
ekkert mig skaða kann.
Þó leggist lík í jörðu,
lifir mín sála frí;
hún mætir aldrei hörðu
himneskri sælu í.
(Hallgrímur Pétursson.)
Takk fyrir öll yndislegu árin.
Berglind Haðardóttir
(Linda).
Höður Anton Diego.
Með þessum fátæklegu orð-
um langar mig að þakka ást-
kæru ?tengda?-ömmu minni
henni Dídí á Steinhólum fyrir
ánægjuleg kynni. Það var á vor-
mánuðum 1989 sem Heiða tók
mig í mína fyrstu heimsókn að
Steinhólum við Kleppsveg til
ömmu sinnar, hennar Dídíar eða
Sigríðar Hjálmarsdóttur. Þessi
kona var yndisleg strax við
fyrstu kynni og var ótrúlegt að
sjá allan þennan gestagang á
heimilinu og var Dídí stanslaust
á þönum, meira bakkelsi, hella
upp á kaffi á gömlu Rafha-elda-
vélinni, sjá til þess að allir hefðu
nóg að bíta og brenna en svo
hrökk allt í einu upp úr henni:
?Guð, ég borða bara með öllum?,
þá hafði hún sem oftar setið til
borðs og nartað með fleiri en
einum gesti því þeir komu nú í
hollum og blöskraði henni hvað
hún hafði borðað.
Dídí var mjög smekkvís kona
og bar heimili hennar glöggt
þess merki, fyrst á Steinhólum
og svo í Seljahlíðinni, og gestris-
in enda alltaf margt um mann-
inn hjá frúnni. 
Nú er hún Dídí á Steinhólum
búin að skenkja í síðasta kaffi-
bollann en dillandi hlátur og
hlýja hjartað þessarar glæsilegu
konu býr enn í brjóstum okkar. 
Hafðu hjartans þakkir fyrir
ánægjuleg kynni og alla gest-
risnina.
Valur Stefánsson.
Látin er elskuð föðursystir
mín, Dídí á Steinhólum. Hún
tengist öllum bestu bernsku-
minningunum. Í mínum augum
voru þær systur Dídí og Gurra
fallegustu og bestu frænkur í
heimi. Þær elskuðu okkur systk-
inabörnin sín, án allra skilyrða.
Dídí var alltaf til staðar, ef eitt-
hvað bjátaði á, blés á bágtið,
setti plástur og þerraði tárin,
faðmur hennar var hlýr og
mjúkur, hún var alltaf góð. Það
var alltaf mannmargt á Stein-
hólum. Það voru ekki bara við
börnin sem áttum athvarf á
Steinhólum, allir voru velkomnir
í eldhúsið til ömmu Halldóru og
Dídíar, og það voru alltaf gestir,
því fleiri, því skemmtilegra.
Ég var svo lánsöm að foreldr-
ar mínir bjuggu í kjallaranum á
Steinhólum fyrstu búskaparárin
sín og eignuðust þar 3 af 5 börn-
um sínum. Við Sveinn heitinn,
elsti bróðir minn, vorum alla tíð
síðan bundin átthagafjötrum
Steinhólaheimilinu. Þá voru þar
kýr í fjósi, hænur og gæsir úti í
móa og hestar í gerði. Strætó
stoppaði fyrir utan húsið og ef
afi var ekki kominn út á réttum
tíma þá flautaði vagnstjórinn.
Amma og systurnar drifu kall-
inn í frakkann, reimuðu á hann
skóna, réttu honum hattinn og
stafinn og fengu að heyra að
þær væru ?skelfing seinar að
þessu?. Afi og amma komu ?að
vestan?, frændgarðurinn var
stór, og allir velkomnir að Stein-
hólum. Afi hafði lært bakaraiðn,
en ég man ekki eftir að hann
hafi unnið annars staðar en hjá
tollstjóra. En það var handa-
gangur í öskjunni þegar bakað
var á Steinhólum, litla eldhús-
borðið sem allir rúmuðust samt
við, var sett út á mitt gólf og
kleinudeigið flatt út og svo hafði
hann prik til að mæla með,
renndi svo kleinujárninu listi-
lega beinar línur, en ýtti að okk-
ur prikinu ef við komum of ná-
lægt, en afskurðinn fengum við.
Þetta voru bestu kleinur allra
tíma. Svo voru sendar kleinur í
mjólkurbrúsa á næstu bæi. Stór-
ar rjómatertur voru bakaðar
fyrir veislur og skreyttar með
pískuðum rjóma og sultu. Í lokin
fengu litlir munnar gúlfylli af
rjóma, fyrir að hafa verið ?til
friðs?. 
Veislurnar á Steinhólum voru
einstaklega skemmtilegar, þá
mætti allur frændgarðurinn,
fullorðnir og börn. Steinhóla-
bræðurnir, sem í barnsminni
mínu voru skemmtilegustu
menn allra tíma, voru glaðir að
hittast á æskuheimilinu og
kepptust við að segja skemmti-
sögur, svo við krakkarnir og all-
ir viðstaddir veltumst um af
hlátri. Það var alltaf sólskin á
Steinhólum í mínum bernsku-
minningum, og allir jafnir. Svo
dó amma frá öllu saman og Dídí
tók við. Það var ef til vill ekki
hennar óskastaða að taka við
Steinhólaheimilinu með öllu sem
því fylgdi. En mikið fór það
henni vel úr hendi, og sami góði
heimilisbragurinn hélst þar.
Fyrir það vil ég þakka.
Elsku Sigrún, Eggert, Soffía
og Halldór, Guð blessi ykkur all-
ar góðu minningarnar um ykkar
yndislegu móður.
Dóra Diego Þorkelsdóttir.
Sigríður Hjálmars-
dóttir Diego 
Fyrir 16 árum datt ég í lukku-
pottinn þegar ég kynntist honum
Gesti mínum því með honum
fylgdi að mínu mati besta
tengdamamman. Hún Dóra tók
mig strax inní fjölskylduna og
fann ég alltaf hvað ég var vel-
komin. Hún fylgdist með okkur
koma upp fyrstu íbúðinni, seinna
húsinu fyrir austan og eignast
börnin okkar tvö. Dóra var alltaf
tilbúin að styðja okkur og hjálpa
en þannig manneskja var hún,
hún svo falleg að innan sem utan.
Dóra hugsaði vel um sig og sína
Dóra Magga
Arinbjarnardóttir
?
Dóra Magga
Arinbjarnar-
dóttir fæddist á Ísa-
firði 29. ágúst 1940.
Hún lést á deild B-2
á Landspítalanum í
Fossvogi 9. júní
2011.
Dóra Magga var
jarðsungin frá Víði-
staðakirkju í Hafn-
arfirði 20. júní
2011.
og var dásamlegt að
heimsækja þau
hjónin og fá pönnu-
kökurnar hennar
Dóru. 
Það var fastur
liður á jólunum að
fara í hádegismat til
Sigga og Dóru og fá
hangikjöt, við
hlökkuðum ávallt til
að koma heim til
þeirra. Linda, dóttir
Dóru, sagði að Dóra væri topp-
urinn á pýramídanum í fjölskyld-
unni og það er sko rétt. Dóra hélt
fjölskyldunni vel saman og var
hrókur alls fagnaðar þegar fjöl-
skyldan hittist og verður erfitt að
venjast því að Dóra verður ekki
meðal okkar lengur. Þó er ég viss
um að hún mun mæta í anda og
fylgjast vel með öllu. Dóra var
klár í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur og eigum við mikið af
handverki frá henni sem hún hef-
ur lagt alúð og ást í. Börnin
hlökkuðu ávallt til að fá gjafirnar
frá Dóru ömmu því í þeim leynd-
ist oft prjónafatnaður.
Dóra var toppurinn og þegar
hún lá á spítalanum þá skiptust
börnin hennar á að sitja hjá
henni og var hún aldrei ein allan
þann tíma sem hún lá. Börnin
hennar eru hetjur í mínum aug-
um en það hvað þau hugsuðu vel
um hana segir allt um þá fjöl-
skyldu sem Dóra og Siggi hafa
komið upp, hún er samrýnd og
allir standa saman í gegnum erf-
iðleika. Við vorum öll hjá Dóru
þegar hún dró síðasta andann og
var erfitt að trúa því að hún vær-
ir farin frá okkur, við héldum
ávallt í þá trú að allt myndi
lagast og Dóra myndi opna aug-
un og brosa til okkar.
Dóra var tekin fljótt frá okkur
og er missirinn mikill, hún var
baráttukona, það kom vel í ljós
þegar hún barðist fyrir lífi sínu
en varð á endanum að láta í
minni pokann. Það eiga margir
um sárt að binda og er hugur
minn hjá tengdapabba, honum
Sigurði sem hefur misst stóru
ástina sína, og börnum þeirra
sem voru mjög náin móður sinni.
Eftir andlát Dóru var mér send
setning sem hefur mikið sann-
leiksgildi: ?Það líf, sem náttúran
gefur oss, er stutt, en eilíf er
minningin um líf, sem vel er var-
ið.?
Elsku Dóra mín, við munum
halda minningunni um þig lifandi
og varðveita þig í hjörtum okkar.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem við höfðum og er ég betri
manneskja eftir að hafa kynnst
þér, Dóra mín.
Íris Huld Guðmundsdóttir.
Í dag kveðjum við þig, Dóra
Magga félagskona okkar, sem
hefur verið með okkur í Slysa-
varnadeildinni Hraunprýði í
mörg ár, alltaf boðin og búin til
að taka þátt í öllu með okkur og
síðast var það kaffisalan okkar
11. maí. Þú, ásamt öðrum fé-
lagskonum okkar, varst kosin í
ferðanefndina hjá okkur á síð-
asta aðalfundi, en allt í einu fáum
við símtal um að þú sért lögð af
stað í ferðina löngu, án alls und-
irbúnings, og eftir sitjum við öll,
harmi slegin.
Elsku Dóra Magga, við óskum
þér góðrar ferðar og þökkum þér
innilega fyrir samverustundir
liðinna ára. Við sendum Sigga og
fjölskyldunni allri innilegar sam-
úðarkveðjur og biðjum góðan
Guð að styrkja ykkur á þessum
erfiðu tímum.
F.h. Svdk. Hraunprýði,
Kristín Gunnbjörnsdóttir
formaður.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40