Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011
?
Hafdís Guðrún
Hafsteinsdóttir
fæddist á Hofsósi 12.
nóvember 1959. Hún
varð bráðkvödd á
heimili sínu 12. júní
2011.
Foreldrar hennar
voru hjónin Esther
Ingvarsdóttir frá
Þrándarholti í Gnúp-
verjahreppi, f. 31.
október 1935, d. 23.
janúar 1986, og Hafsteinn Ás-
grímur Friðriksson sjómaður
frá Hofsósi, f. 21. desember
1931, d. 9. nóvember 1959. Al-
bróðir Hafdísar er Ingvar Haf-
steinsson, hans maki er Þyri
Kristjánsdóttir. Esther giftist
aftur Kristni Valgeiri Magnús-
syni, hans maki í dag er Hjördís
Árnadóttir. Sonur Estherar og
Kristins og sammæðra Hafdísi
er Ásbjörn Kristinsson, hans
maki er Sigur-
borg Örvarsdóttir
Möller.
Hafdís lætur
eftir sig eina dótt-
ur, Esther Íri
Steinarsdóttur, f.
28. maí 1978.
Hennar faðir er
Steinar Stefáns-
son, hans maki er
Guðrún Ólafs-
dóttir. 
Hafdís útskrifaðist frá tækni-
teiknaradeild Iðnskólans í
Reykjavík árið 1981 og starfaði
sem tækniteiknari um nokkurt
skeið eftir að því námi lauk. Hún
lauk einnig námi í leirlist við
Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands vorið 1991.
Útför Hafdísar Guðrúnar fer
fram frá Fríkirkjunni í Reykja-
vík í dag, 23. júní 2011, og hefst
athöfnin kl. 15.
Þegar ég hugsa um mömmu
streyma fram margar góðar
minningar. Efst í huga mér er
hver skilningsrík, víðsýn og
umhyggjusöm hún var. Hún
var klár kona með sterkar
skoðanir á flestum málum. Hún
kenndi mér svo margt gott,
víkkaði sjóndeildarhringinn
stöðugt og í raun má segja að
hún hafi kennt mér að hugsa.
Við vorum alltaf í miklum sam-
skiptum og mér fannst svo
gaman að heyra í mömmu og
ræða málin. Svo var hún líka
svo skemmtileg.
Hún var mjög listræn kona
og lærði ég einnig mikið af
henni þar. Ég fetaði í fótspor
hennar og fór í gegnum
Listaháskólann og bjó það til
enn fleiri umræðuefni og
tengdi okkur meira saman.
Elsku mamma mín, þú átt
þér stað í hjarta mínu og allra
þeirra sem þig þekktu vel. Þín
verður sárt saknað. Þú snertir
svo marga með ótrúlegri góð-
mennsku þinni, skilningi og
sérstakri sýn á lífið. Elsku
mamma, ég er svo þakklát fyrir
allar góðu stundirnar sem við
áttum sama.
Ég tel það forrréttindi að
hafa verið dóttir þín. Ég elsk-
aði þig af öllu mínu hjarta og
mun varðveita okkar góðu
stundir sem fallegar minningar
svo lengi sem ég lifi.
Takk fyrir að vera til.
Þín dóttir,
Esther Ír.
Í dag fer fram útför ástkærr-
ar systur minnar Hafdísar Guð-
rúnar Hafsteinsdóttur en hún
varð bráðkvödd á heimili sínu á
hvítasunnudag. 
Hafdís leiddist inn á grýttari
slóða í lífinu en margur óskar
sér. Hún tók þó við áskorunum
lífsins og áföllum með einstöku
æðruleysi og hélt fast í heil-
brigðar lífskoðanir sínar og ein-
lægni hvað svo sem mætti
henni í lífinu. Hún var gædd
miklum mannkostum, var með
eindæmum umburðarlynd, víð-
sýn á mannlega fjölbreytni og
átti auðvelt með að sýna þeim
samúð sem á þurftu að halda.
Hún var gjafmild og leitaðist
við að gefa öðrum það sem kom
sér vel fyrir viðkomandi, hvort
heldur sem var veraldlegar
gjafir eða það sem hún gat gef-
ið af sjálfri sér sem var mikið
því hún hafði ótrúlega stórt og
hreint hjarta. 
Þrátt fyrir margar hrakfarir
í lífinu var hún dóttur sinni
Esther Íri einstaklega góð móð-
ir þó svo að stundum hafi hún
ekki haft burði til að sinna því
hlutverki sem skyldi. Ber
styrkur Estherar Írar, já-
kvæðni, dugnaður, gott innræti
og skilningur á lífinu og tilver-
unni þess glögg merki hversu
vel og af mikilli alúð Hafdís
hlúði að þessu blómi sínu og
hversu mikla og góða rækt hún
lagði í þann gullmola sem hún
skilur eftir sig í dóttur sinni.
Í þeim trega sem fylgir allt
of snemmbúinni brottför Haf-
dísar úr þessu jarðlífi sé ég
hana fyrir mér mæta móður
okkar sálugu þar sem Hafdís
brettir upp á nefið, brosir og
hallar undir flatt með útbreidd-
an arminn og móðir okkar tek-
ur á móti henni og pírir augun
með fallega brosinu sínu og
þær fallast í faðma, Hafdís seg-
ir henni fréttir af okkur sem
eftir sitjum og að allt gangi vel.
Þær ganga síðan móti ljósinu
sem bíður þeirra, tvær mæðgur
sem báðar áttu erfitt lífshlaup,
hvor á sinn hátt, en Hafdís snýr
sér við til okkar og kallar lof jú
all.
Elsku Esther Ír, við sitjum
svo eftir með fallegar minning-
ar um yndislega konu, oft ljúf-
sárar en góðar og höldum
áfram að byggja upp og sá í það
sem mamma þín lagði metnað í,
jákvæðni, umburðarlyndi og
vilja til að bæta heiminn.
Með söknuði,
Ásbjörn Kristinsson.
Hafdís Guðrún
Hafsteinsdóttir
Elsku Begga frænka. Ég er
svo rík af minningum um þig
því þú hefur fram að þessu ver-
ið hluti af öllu mínu lífi. Þegar
ég var peð í Eyjum passaðir þú
mig, þegar við fluttum í Kópa-
voginn varstu hálfgerður heim-
alningur hjá okkur. Þegar við
fluttum til Raufarhafnar fluttir
þú nokkru síðar þangað og þeg-
ar við fluttum í bæinn aftur
fluttir þú fljótlega líka. Ég fékk
að gista hjá þér þegar ég var
stelpuskott, við unnum saman í
frystihúsinu á Raufarhöfn í
endalausum bakkaþvotti og
spúli, ég bjó hjá þér um tíma á
Klifunum, auk ótal heimsókna,
afmæla, jólaballa og nokkurra
þorrablóta. Þegar ég horfi til
baka yfir mína ævi hefur þú
alltaf verið þar. Húmor, hlátur
og sítt, rautt hár er það fyrsta
sem ég hugsa þegar ég minnist
þín. Mig langaði alltaf svo mikið
að hafa svona hár eins og þú
hafðir. Ég man eftir einu skipti
sérstaklega þegar þú varst að
vaska upp í Kjarrhólmanum og
þú reyndir að troða þessu
þykka hári á bakvið eyrun en
það tolldi engan veginn þar. Ég
var alveg heilluð af þessu hári.
Manstu þegar ég þóttist ætla að
Björg 
Guðmundsdóttir
?
Björg Guð-
mundsdóttir
fæddist í Kópavogi
13. nóvember 1960.
Hún lést á líknar-
deild Landsspítal-
ans í Kópavogi 7.
júní 2011. 
Útför Bjargar
fór fram frá Kópa-
vogskirkju 20. júní
2011.
húkka mér far frá
Kópaskeri til Rauf-
arhafnar? Við vor-
um á einhverju fót-
boltamóti, minnir
mig, og ég nennti
ekki að vera þarna
og ákvað að redda
mér heim bara. Þér
leist nú ekki vel á
það í fyrstu en
samþykktir að lok-
um og sagðir mér
að vera búin að baka köku
handa ykkur þegar þið kæmuð
heim. Ekkert mál, ég ætlaði að
redda því. En kjarkurinn var
ekki meiri en svo að ég þorði
ekki að húkka mér og það end-
aði með því að eini bíllinn sem
stoppaði voruð þið á heimleið.
Ég held að þú hafir hlegið að
mér restina af leiðinni og ekki
minna næstu daga þegar ég var
með svo mikla strengi að ég gat
ekki gengið.
Það var alltaf gaman í kring-
um þig og mikið hlegið. Aldrei
varð ég vör við biturð eða reiði
sem þó hljóta að hafa verið
fylgifiskar veikinda þinna. Það
var samt óskaplega sárt að sjá
hvernig líkaminn sveik þig og
sjúkdómar þínir sigruðu bar-
áttuvilja þinn og að lokum lífið.
Ég er svo rík af minningum,
það er ekki pláss fyrir þær allar
hér enda ætla ég að eiga þær
með mér og ég brosi í gegnum
tárin þegar ég rifja þær allar
upp.
Elsku Kristján, Stefanía, Eva
Lind og fjölskyldur, megi sá
sem öllu ræður styðja ykkur í
sorg ykkar.
Guðrún Margrét 
og fjölskylda.
?
Reynald Þor-
valdsson út-
gerðarmaður
fæddist að Nolli í
Grýtubakkahreppi
í Suður-Þing-
eyjasýslu 15. júlí
1925. Hann lést á
heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 8. júní
2011. Hann var
sonur hjónanna
Sigríðar Þóru
Björnsdóttur og Þorvaldar
Árnasonar. Hann var elstur í
níu systkina hópi. Systkini
hans eru: Hermína, Ægir, Há-
kon, Baldvina, Anna Björg,
Björgvin, Alda og Árni. Anna
Björg er látin. 
Reynald flutti ungur að
dóttir, gift Ásgeiri Vilhjálms-
syni, þau eiga þrjú börn, Rey-
nald Ormsson, maki hans er
Ásdís Brá Hrólfsdóttir, þau
eiga þrjú börn, Sigríður
Helga Ormsdóttir, hún á einn
son. Yngri dóttir Reynalds og
Sigríðar er Erna. Börn henn-
ar eru: Thelma Rut Tryggva-
dóttir, maki hennar er Hildur
Rós Hjartardóttir, Helena Ýr
Tryggvadóttir og Jón Þór
Tryggvason. Reynald og Sig-
ríður slitu samvistum. Sigríð-
ur lést 10. júní 2005.
Reynald stofnaði útgerð í
kringum Hafborg KE 54 árið
1962 ásamt Hákoni bróður
sínum og ráku þeir fisk-
verkun samhliða útgerðinni.
Sjötíu og sex ára gamall hætti
Reynald útgerð en hann var
síðustu árin með lítinn dekk-
bát sem hann gerði út frá
Keflavík.
Útför Reynalds fór fram í
Keflavíkurkirkju í kyrrþey
16. júní 2011.
Víkurbakka á Ár-
skógsströnd með
foreldrum sínum
og ólst þar upp.
Hann kunni fljótt
vel við sig á sjón-
um. Hann yfirgaf
Norðurlandið og
hélt á vertíð á
Suðurnesjunum, í
kringum 1950. Svo
flutti hann til
Keflavíkur árið
1956, þar sem hann kynntist
Sigríði Auðunsdóttur og
gengu þau í hjónaband 1959.
Þau eignuðust tvær dætur.
Eldri er Valgerður. Eig-
inmaður hennar er Einar Val-
ur Kristjánsson. Börn hennar
eru þrjú: Hulda Klara Orms-
Elsku afi. 
Ég er svo þakklát fyrir þig, þú
hefur kennt mér svo margt. Þeg-
ar ég fer yfir minningabankann
þá sitja ótal minningar í huga
mér. Þú lifðir fyrir sjóinn. Fyrir
mér varstu konungur hafsins. Ég
fylgdist oft með þér landa aflan-
um, þú varst svo duglegur. Eftir
löndun keyrðum við rólega heim
til ömmu. Þú varst aldrei að drífa
þig enda gerðum við oft grín að
því hversu varlega þú keyrðir.
Við barnabörnin komum alltaf í
hádegismat til ykkar á Skólaveg-
inn. Þar var alltaf skyr og rúg-
brauð með síld. Hádegishléin
voru einstök. Þú varst alltaf í
skúrnum að gera eitthvað og
leyfðir mér að leika lausum hala,
klifrandi upp á loft, ofan í gryfju
og þú kenndir mér á verkfærin.
Það er þér að þakka að ég er
svona sjálfstæð þegar taka þarf
til verka. Við systkinin fengum
oft að gista, við sátum saman inni
í sjónvarpsherbergi og horfðum á
sjónvarpið og ef það kom eitt-
hvert ?ljótt? atriði þá sagðir þú
alltaf að þetta væri bara tómat-
sósa en ekki alvöru blóð. Þú gast
alltaf snúið öllu til hins betra.
Sumarbústaðarferðirnar í
Þrastaskóginn eru margar. Þið
amma voruð mikið þar á sumrin,
við systurnar fórum oft með. Þá
var Nonni bróðir lítill og þið vor-
uð dugleg að létta undir með ung-
um foreldrum okkar með börnin
þrjú. Við systkinin áttum okkar
systkinaerjur sem urðu oft mjög
háværar og skrautlegar en þú
sagðir aldrei neitt. Á mínum 26
árum hafði ég aldrei heyrt þig
hækka róminn eða vera reiðan.
Þegar við keyrðum um landið, þá
vissir þú nöfnin á öllum fjöllum
og hólum sem við keyrðum
framhjá. Þú varst einstaklega
fróður og vel lesinn. Ég leit upp
til þín og reyndi að leggja þetta
allt á minnið. Þú gerðir allt fyrir
okkur. Þegar við vorum veik þá
hringdum við í þig og þú komst
með kókómjólk og snúð með
karamellu. Þú og amma hugsuð-
uð vel um barnabörnin ykkar.
Það er mér minnisstætt þegar ég
vildi fá nýtt hjól. Ég kom til þín
grátandi því ég fékk ekki hjól, þú
tókst utan um mig, bleyttir
þvottapoka og þerraðir tárin og
sagðir svo: ?Afi skal kaupa nýtt
hjól.? Við systurnar fórum með
þér að velja ný hjól, síðan hjól-
uðum við hamingjusamar heim á
meðan þú keyrðir rólega á eftir
okkur. Þú varst einstakur. 
Elsku afi, þú varst aldrei feim-
inn við að sýna tilfinningar þínar.
Það situr fast í mér þegar ég kom
til þín á spítalann nýlega. Ég sat
við rúmstokkinn tárvot og sagðist
óska þess að ókomin börn mín
fengju að kynnast þér því þú vær-
ir svo einstakur og góður afi, þú
fórst að gráta og við grétum sam-
an. Okkur leið báðum betur eftir á
og þú sagðist vera mér þakklátur.
Þessi stund er mér dýrmæt. 
Elsku afi, nú ertu farinn frá
okkur, eftir erfið veikindi. Við vor-
um hjá þér síðustu klukkustund-
irnar sem þú lifðir, það var erfitt
að horfa á þig fara en ég er þakk-
lát fyrir að hafa haldið í hönd þína
þessi síðustu andartök. Þú varst
svo friðsæll og fallegur þegar við
skildum. Ég var nýbúin að snyrta
hár þitt og augabrúnir, þú leist vel
út eins og alltaf. Elsku afi, nú hef-
ur amma tekið á móti þér og þið
hafið loks sameinast á ný. Elska
þig. 
Þín
Thelma Rut.
Reynald 
Þorvaldsson
?
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
PÁLMA JÓNSSONAR,
Skólabraut 3,
Seltjarnarnesi,
áður bónda að Bergsstöðum
á Vatnsnesi.
Ingibjörg Daníelsdóttir,
Hjálmar Pálmason, Guðlaug Sigurðardóttir,
Gylfi Pálmason,
Hólmgeir Pálmason, Ingibjörg Þorláksdóttir,
Bergþór Pálmason, Sigrún Marinósdóttir,
Ásgerður Pálmadóttir, Guðjón Gústafsson,
Svanhildur Pálmadóttir, Sigurður Ámundason,
afa- og langafabörn.
?
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður, tengdaföður, afa og lang-
afa,
LOFTS MAGNÚSSONAR,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð,
Kópavogi, mánudaginn 6. júní.
Aðalheiður Steina Scheving,
Guðjón Scheving Tryggvason, Sigrún Stefánsdóttir,
Jón Loftsson, Jóhanna Björgvinsdóttir,
Hreinn Loftsson, Ingibjörg Kjartansdóttir,
Magnús Loftsson, Gunnar Ásgeirsson,
Ásdís Loftsdóttir, Guðmundur Sigurbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
?
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HALLDÓRU ÖNNU TRAUSTADÓTTUR
frá Grímsey,
Mýrarvegi,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar Akureyrar
fyrir einstaka alúð og umhyggju í veikindum hennar.
Óli Hjálmar Ólason,
Óli Bjarni Ólason, Supattra Singsuto,
Kristín Óladóttir, Helgi Haraldsson,
Sæmundur Ólason, Guðrún Ásgrímsdóttir,
Sigrún Birna Óladóttir, Birgir Pálsson,
ömmu- og langömmubörn.
?
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
RAFNS KRISTJÁNSSONAR,
sem lést á hjúkrunarheimilinu að Skógarbæ
sunnudaginn 5. júní.
Sérstakar alúðarþakkir fá starfsmenn
Skógarbæjar fyrir frábæra umönnun og hjúkrun Rafns.
Ingibjörg Rafnsdóttir,
Magnús Rafnsson, Arnlín Óladóttir,
Sigríður Rafnsdóttir, Rafn Jónsson,
Auður Rafnsdóttir, James Bett,
Hjördís Rafnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á
forsíðu mbl.is og viðeigandi efn-
isliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). 
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist.
Minningargreinar

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40