Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011
Þetta eru miklir fag-
menn sem spiluðu
inn á plötuna með mér, þeir
komu bara inn... 34 
»
verkun af stað eftir að hún sótti leik-
listarhátíð í Lapplandi og kynntist
þar einum af mikilvægustu leikhús-
mönnum Tyrklands, Semih Celenk
leikskáldi og leikstjóra, en hann
hafði áhuga á að sýna verk Völu í
Tyrklandi og kom því í framkvæmd.
Eitt leiddi af öðru og leikhúsbóka-
útgáfan Mitos Boyut í Istanbul hef-
ur gefið út leikrit Völu og fjögur
þeirra verið þýdd á tyrknesku auk
eins örsagnasafns.
Vala segir að íslenski og tyrkneski
leikhúsheimarnir séu ólíkir. Leik-
arar séu stundum þjálfaðir á annan
hátt en á Íslandi og oft taki leikhúsin
að sér leikara og sjái um að þjálfa
þá. Einnig segir hún sum leikhús-
anna vera nokkuð á eftir því sem
verið er að gera á Íslandi þótt það sé
auðvitað mismunandi. Vala segir
mikla virðingu borna fyrir sér í tyrk-
nesku leikhúsi. ?Það er skrítið að
koma inn í leikhúsheim þar sem allir
vita hver ég er, hafa lesið verkin mín
og hafa allskyns skoðanir á þeim,?
segir Vala og hlær. 
Díana Rós A. Rivera
diana@mbl.is
Vala Þórsdóttir leikskáld hefur átt
velgengni að fagna í Tyrklandi að
undanförnu. Einleikur gerður upp
úr tveimur verkum hennar, Háalofti
og Eða þannig, er í sýningu í DAO-
leikhúsinu í Ankara í leikstjórn Har-
uns Guzeloglu og hefur Borgarleik-
húsið í Istanbul ákveðið að setja
Eldhús eftir máli, hversdagslegar
hryllingssögur, eftir Völu á fjalirnar
í haust í leikstjórn Yesim Kocak en
verkið naut mikilla vinsælda á leik-
listarhátíð í borginni. 
Að sögn Völu fór hálfgerð keðju-
Tveir ólíkir
leikhúsheimar 
L50098 Leikverk Völu Þórsdóttur njóta 
vinsælda í tyrkneskum leikhúsum
Virðing Frá uppfærslu á Eldhúsi eftir máli, hversdagslegum hryllings-
sögum, eftir Völu Þórsdóttur í Istanbul.
Gróska, samtök myndlistarmanna
og áhugafólks um myndlist í
Garðabæ og á Álftanesi, stendur
fyrir Jónsmessugleði í Garðabæ í
kvöld frá kl. 18:00-22:00. Jóns-
messugleðin fer fram við göngu-
stíginn Sagnaslóð við ströndina í
Sjálandshverfinu í Garðabæ. Gleðin
er nú haldin í þriðja sinn.
Á þriðja tug myndlistarmanna
sýnir verk sín þetta kvöld við
göngustíginn í Sjálandi, en Jóns-
messugleðin er þó ekki eingöngu
myndlistarsýning og fjölmargir
aðrir listamenn, tónlistarmenn og
skapandi hópar og skátar koma að
gleðinni. Allir gefa vinnu sína og
Garðabær aðstoðar með tæknimál
og skipulagningu í samvinnu við
Grósku. Einkunnarorð Jóns-
messugleðinnar eru ?Gefum, gleðj-
um og njótum?.
Bílastæði eru við Sjálandsskóla
og víðar í Sjálandinu.
Gróska er ríflega ársgömul sam-
tök, stofnuð 1. mars á síðasta ári
og skipuð myndlistarmönnum og
áhugafólki um myndlist í Garðabæ
og á Álftanesi. Samtökin hafa stað-
ið fyrir ýmsum uppákomum, haldið
samsýningar og skipulögðu Jóns-
messugleðina í Sjálandshverfinu á
síðasta ári.
Gróska Frá Jónsmessugleði í Sjá-
landshverfinu á síðasta ári.
Jónsmessu-
gleði í
Garðabæ
L50098 Gróska heldur
gleði við göngustíg
Guðný Hafsteinsdóttir opnar
sýningu á postulínsverkum í
Kaolín galleríi í Ingólfsstræti 8
kl. 17:00 í dag. Verkin eru lína
af bollum, ílátum ýmiss konar,
kertastjökum og vegg- og
borðvösum af mismunandi
stærðum og gerðum.
Guðný lauk prófi frá MHÍ
árið 1995 en hefur auk þess
stundað nám bæði í Finnlandi
og í Danmörku. Hún hefur tek-
ið þátt í mörgum sýningum bæði hér heima og er-
lendis. Á sýningunni í Kaolín eru verk sem hún
sýndi á samsýningu í Kaapeli-verksmiðjunni í
Helsinki í Finnlandi í mars.
Listhönnun
Postulínsverk í
Kaolín galleríi
Guðný 
Hafsteinsdóttir
Nú stendur yfir sýning á verk-
um Guðjóns Bjarnasonar í
Blue Star-borgarlistasafninu í
San Antonio í Texas. Talvert
hefur verið fjallað um sýn-
inguna í fjölmiðlum í Texas og
pallborðsumræður um verk
Guðjóns verða haldnar í safn-
inu 28. júlí næstkomandi, skip-
aðar þekktum listfræðingum
og safnstjórum úr bandarísku
listalífi. Rit um sýninguna
kemur út í haust á vegum safnsins sem jafnframt
lætur nú vinna að gerð heimildarkvikmyndar um
tilurð verka hennar. Áformað er að sýning Guð-
jóns verði sett upp í Chelsea í New York í haust.
Myndlist
Guðjón Bjarna-
son sýnir í Texas
Guðjón 
Bjarnason
Í dag hefst meistaranámskeið í
fiðluleik í Selinu á Stokkalæk
undir handleiðslu Lilju Hjalta-
dóttur. Nemendur verða úr
Allegro Suzuki-tónlistarskól-
anum og Tónlistarskólanum í
Reykjavík, en námskeiðinu lýk-
ur með nemendatónleikum á
sunnudag kl. 16:00. 
Aðgangur að þeim tónleikum
er ókeypis og öllum heimill. 
Lilja Hjaltadóttir hefur áður
staðið fyrir meistaranámskeiðum í Selinu á Stokka-
læk sem lokið hefur með fjölsóttum tónleikum.
Veitingar verða á tónleikunum. Miðapantanir
eru í síma 864 5870 og 487 5512
Tónlist
Meistaranám-
skeið í Selinu 
Lilja 
Hjaltadóttir
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Barokkhátíð Barokksmiðju Hóla-
stiftis verður haldin á Hólum í
Hjaltadal í þriðja sinn í vikunni og
hefst á morgun. Á dagskránni er
meðal annars tónlist, dans, fræðsla,
barokkmessa og hátíðartónleikar.
Hátíðin hefst með barokknámskeiði
kl. 10:00 á morgun og henni lýkur
með tónleikum kl. 14:00 á sunnudag.
Á hátíðinni verður m.a. meistara-
námskeið í barokksöng undir stjórn
Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur,
ókeypis barokkdansnámskeið undir
leiðsögn Ingibjargar Björnsdóttur,
fyrirlestrar og hádegistónleikar. Að-
gangur er ókeypis að tónleikum og
fyrirlestrum á hátíðinni. Fyrirles-
arar eru Eyþór Ingi Jónsson, sem
fjallar um það hvernig barokktón-
skáld fléttuðu inn í tónlist sína tölur
með trúarlegt tákngildi, Hjörleifur
Arnar Jónsson flytur erindi með
tónlist í um slagverk og slagverks-
leik á barokktímanum og Michael
Jón Clarke ræðir um tónlistarsög-
una og þátt geldinga í þróun söng-
tækninnar.
Ýmsir tónleikar verða í boði há-
tíðardagana. Fyrstu tónleikarnir
verða hádegistónleikar í Hóladóm-
kirkju á morgun kl. 12:30 til 13:15 í
umsjón Daníels Þorsteinssonar org-
elleikara sem flytur verk eftir hol-
lenska tónskáldið Jan Pieterzoon
Sweelinck sem var organisti við
Oude Kerk í Amsterdam. Annað
kvöld kl. 23:00 flytja Marta G. Hall-
dórsdóttir og Örn Magnússon
Kvöldsöng úr Oden und Lieder eftir
Gabriel Voigtländer frá 1642. Aðrir
hádegistónleikar verða í Auð-
unarstofu kl. 12:30 til 13:15 á föstu-
dag í umsjón Judithar Þorbergsson
og þá verður blásturshljóðfærið
krumhorn kynnt og leikið á mis-
munandi raddir þess.
Um kvöldið kl. 20:00 verður
kvöldvaka undir stjórn Þóru Krist-
jánsdóttur sem ræðir um íslenska
myndlist á fyrri öldum með áherslu
á barokktímann. Ingibjörg Björns-
dóttir verður líka með fróðleik um
dans og tónlistarfólk fléttar tónlist
inn í dagskrána.
Hádegistónleikar verða í Auð-
unarstofu á laugardag kl. 12:30 til
13:15 og þá leika Lára Sóley Jó-
hannsdóttir fiðluleikari og Eyþór
Ingi Jónsson orgelleikari barokk-
tónlist á alþýðuvegu undir yfir-
skriftinni ?Fiðlan og fótstigið?.
Barokkmessa verður svo haldin á
sunnudag kl. 11:00 í Hóladómkirkju
og lokatónleikar Barokkhátíðar-
innar verða í kirkjunni kl. 14:00.
Efnisskráin er blanda af fyrirfram
æfðu efni og afrakstri hátíðarinnar
sem hljómsveit leikur undir stjórn
Sigurðar Halldórssonar. Flutt verða
ýmis verk frá barokktímanum auk
þess sem söngnemendur af söng-
námskeiðinu koma fram.
Barokklistir í hávegum
á Hólum í Hjaltadal
L50098 Barokktónlist,
dans, fræðsla 
og fleira í boði
Ljósmynd/Eyþór Ingi Jónsson
Hólahátíð Frá síðustu Barokkhátíð á Hólum í Hjaltadal þar sem sumir þátttakenda bjuggu sig á viðeigandi hátt.
Nú stendur yfir
tónlistarhátíð í
Hallgrímskirkju,
Alþjóðlegt orgel-
sumar, sem List-
vinafélag Hall-
grímskirkju
hefur haldið í
nærfellt tvo ára-
tugi. Kl. 12:00 á
miðvikudögum í
sumar heldur
Schola cantorum hádegistónleika í
kirkjunni þar sem kórinn flytur ís-
lensk og skandinavísk kórlög og
þekkt verk frá endurreisnartím-
anum. 
Á fimmtudögum eru svo hádeg-
istónleikar orgelleikara og í dag
verða fyrstu slíku tónleikarnir þegar
Guðný Einarsdóttir, organisti Fella-
og Hólakirkju, leikur á stóra Klais-
orgelið kl. 12:00.
Orgel-
tónleikar
Guðný 
Einarsdóttir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40