Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2011 ✝ Hans Plodervar fæddur 21. ágúst 1927 í Bruck an der Mur, Aust- urríki. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi á hvíta- sunnudag 12. júní 2011. Foreldrar hans voru Franz Ploder og Julianne Ploder, fædd Koch. Systur hans eru báðar lifandi, þær Elf- riede og Liane en bræðurnir Franz, Josep og Franz Steiner sem var uppeldisbróðir þeirra eru allir látnir. Hans stundaði nám við Tón- listarháskólan í Graz og starfaði við óperuna þar í nokkur ár. Hann kom til landsins 1. febrúar 1951 fyrir tilstilli Franz Mixa og Páls Pampichler Pálssonar. Hans ákvað að prófa í nokkra mánuði og tók við stöðu fagott- leikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem var nýstofnuð. Auk þess lék hann í Þjóðleikhúsinu urríkska lýðveldisins fyrir störf sín í þágu landsins. Eftirlifandi kona hans er Jó- hanna Kristín Jónmundsdóttir og eiga þau fimm börn. Þau eru: 1) Franz, m. Sigrún Waage, hans börn eru Margrét Unnur, Haukur, Pétur Þór og Ólafur Örn, móðir f.m. Ragnheiður Sæ- mundsdóttir 2) Aðalheiður Auð- ur, m. John ONeill, dætur henn- ar eru Una Rut og Valgerður, faðir f.m. Jón Eiríkur Guð- mundsson 3) Bryndís, m. Tryggvi Hübner, dætur hennar eru Þórey og Hildur, faðir f.m. Vigfús Sigurðsson, Barn Þór- eyjar og Troels Trier er Oskar 4) Björgvin, m. Svafa Arn- ardóttir, synir þeirra eru Fróði og Sindri og dóttirin Arna sem lést 5 mánaða. 5) Jóhanna, m. Ottó Sveinn Hreinsson, þeirra börn eru Aldís, Dagmar, Franz og Egill. Barn Aldísar og Ingi- mundar Niels Óskarssonar er Óskar Hrafn. Útför Hans Ploder fer fram frá Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, mánudaginn 27. júní kl. 15. Jarðsett verður í Garða- kirkjugarði, Garðabæ. við alls konar upp- færslur, í óperum, kammermúsík, í barnaleikritum, beinni útsendingu í útvarpinu, líka ófáum barnaplöt- um o.fl. Hans stjórnaði Lúðra- sveit Hafnarfjarðar í marga áratugi, út- setti og skrifaði nótur fyrir sveitina og barnalúðrasveit Mýrarhúsa- skóla, sem hann kenndi við í nokkur ár. Hans lét af störfum vegna aldurs árið 1991. Áhugamálin voru margvísleg fyrir utan tónlistina. Hann var mikill matmaður og kokkur, ræktaði sitt salat í garðinum, smíðaði ófáa innanstokksmuni á heimilið og var heillaður af fjar- skiptum. Austria, félag Austur- ríkismanna á Íslandi, var félgs- skapur sem Hans var einn af stofnendum að og formaður fyr- ir í mörg ár. Árið 1983 var hon- um veitt heiðursmerki aust- Ég kveð með virkt Hans Plo- der, tengdaföður minn. Hann var einstakur maður og ég sagði oft að hann ætti að fara á Þjóðminjasafnið. Þar væri nefnilega ýmislegt geymt, í sérdeild, sem einungis væri til í einu eintaki og hann ætti fullt erindi í þá deild safnsins. Það vantaði þangað hreinræktaðan listamann, garðyrkjufræðing, smið, radíóamatör, klukkusafn- ara, húmorista og þverhaus – allt í einum pakka. Þjóðminja- safnið missti því miður af miklu að fá hann ekki til sín. Hægt væri að skrifa enda- laust um tengdaföður minn en við Hans þurftum aldrei að vera langorð, við skildum hvort annað vegna gagnkvæmrar væntumþykju og virðingar. Ég ætla ekki að ganga gegn þeirri venju okkar með löngum skrif- um. Mig langar þó að ljúka þessari litlu kveðju til stórs manns á lokaerindi ljóðsins „Ljóðakveðja til listamanns“ eftir Tómas Guðmundsson. Sá ég sortulyng sumargrænt koma kynjavænt undan köldu svelli. Líkt mun list þess manns, sem í landsins sál sótti sýn og mál, halda síung velli. Ástar- og samúðarkveðja til ættingja og vina. Svafa Arnardóttir. Afi minn Hans Ploder var einstakur maður, yndislegur afi og langafi. Ég er þakklát fyrir þær stundir sem við fengum saman undir lokin þegar ég og Óskar Hrafn fórum upp á spít- ala til að kveðja afa þar sem við vorum á leið til Spánar í sólina. Það verður skrítið að koma út á Nes og sjá ekki afa sitja í litla herberginu sínu með öllum tækjunum og klukkunum enda- laust að laga alla hluti sem biluðu hjá okkur eða öðrum í fjölskyldunni. Hann gat lagað allt. Þar sat hann líka stundum og talaði í talstöðina sína til Austurríkis eða var að hlusta á tónlist. Seinasta sumar fórum við systkinin að hjálpa afa með garðinn, Dagmar og ég reyttum arfa á meðan Franz og Egill hjálpuðu honum að helluleggja, allir voða hjálpsamir, þarna voru líka fleiri af barnabörnum hans eins og Fróði, Haukur og Pétur Þór. En öll barnabörnin tóku eins mikinn þátt í að að- stoða eins og hægt var. Afi var þó frekar ákveðinn í hvernig átti að gera hlutina svo að hann bað ekki um mikla hjálp fyrr en eftir að hann veiktist. Þessi dagur er mér sérstaklega minn- isstæður, heitt í veðri, notalegt umhverfi og alltaf jafn gott að vera hjá afa og ömmu. Ég gæti haldið endalaust áfram að telja upp minningar um afa minn. Og ég mun segja Óskari Hrafni allt um langafa sinn þegar hann verður eldri. Hvíldu í friði, elsku afi, þín er sárt saknað. Þitt barnabarn, Aldís Ploder. Frá barnæsku var hann allt- af kallaður Hampl. Hans Plo- der, góður og kær vinur til margra ára er horfinn að eilífu. Ég kynntist Hampl árið 1942 við inntökupróf í Tónlistarskól- ann í Graz. Það hafði alltaf ver- ið ósk hans að læra á fagott og ungur fékk hann stöðu í óp- eruhljómsveitinni í Graz. Síðan kom kallið frá Íslandi þar sem hann starfaði sem fyrsti fagott- leikari í Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og stórkostlegur tónlist- armaður um áratuga skeið. Ég minnist oft með gleði tón- leika í Háskólabíói þar sem flutt var meðal annarra verka 9. sinfónía Sjostakovitsj með stóru fagottsólóinu. Baksviðs eftir tónleikana sagði stjórnandinn Daniel Barenboim við (einleik- arann) Vladimir Ashkenazy: „I have never heard such a beauti- ful sound from a bassoon“ (ég hef aldrei heyrt svona fallegan tón úr fagotti), og ég hrópaði stoltur: „Hann er vinur minn“! Og Hampl skapaði á ævi sinni fjölmörg slík listræn augnablik. Sem maður, tónlistarmaður og fjölskyldufaðir var hann alltaf 100 prósent. Elskaðri eiginkonu hans Hönnu og börnunum votta ég mína dýpstu samúð. Servus lieber Hampl, Páll Pampichler Pálsson. Í fornum bókum er getið manna sem lögðust í utanferðir til að berja á saklausu fólki og ræna eignum þess. Þeir voru kallaðir víkingar og þóttust góðir ef vel gekk að gera sem mestan óskunda. Í dagblöðum líðandi stundar má lesa um annars konar víkinga sem gera strandhögg í eigin heimahögum og valda löndum sínum búsifj- um. Um báða þessa hópa eru skrifaðar lærðar greinar af val- inkunnum fræðimönnum. Það fer hins vegar minna fyrir umfjöllun um annars kon- ar „víkinga“ eða þá sem kalla mætti aufúsugesti og þó ekki að öllu með réttu því margir hverj- ir voru gestir aðeins stuttan tíma en runnu fljótt saman við landsmenn og tóku virkan þátt í lífsbaráttu fólks og urðu mætir þegnar landsins. Í þessu sam- bandi er mér efst í huga hópur tónlistarmanna frá Austurríki, sem kvöddu ættjörð sína vopn- aðir hljóðfærum sínum og góð- um ásetningi. Hingað komnir sáðu þeir í akur, ekki alveg óplægðan að vísu, og uppskáru sífellt betri uppskeru eftir því sem árin liðu. Einn þessara manna var Hans Ploder, sóló-fagottleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands til margra ára. Hann átti ættir í Graz í Austurríki, stundaði nám í heimaborg sinni en tók mal sinn og staf ungur að árum og gerði land hinna náttlausu daga að sínu. Inn í einn slíkan dag sofnaði hann og hóf sína hinstu ferð. Fljótt veitti tónlistarfólk og aðrir því athygli að landinu hafði borist happafengur í Hans Ploder. Hann tókst á við verk- efnin af þeirri alvöru og einurð sem er hverjum hljóðfæraleik- ara nauðsyn þó ævinlega væri stutt í ljúfa gamansemi. Hann hafði óvenjulega útgeislun í leik sínum og ótæmandi hæfileika til að skapa andrúmsloft stórrar listar. Hann hélt oft miklar veislur. Ég átti því láni að fagna í áraraðir að fá að taka þátt í þessum veisluhöldum sem Ploder bauð upp á. Hann reyndist góður veislustjóri, fastur fyrir, skapstór en heið- arlegur og stjórnandahrellir af guðs náð. Í sinfóníuhljómsveitum skip- ast jafnan sæti samkvæmt langri hefð og átti ég því láni að fagna að sitja beint fyrir fram- an þéttan múr einstakra ljúf- menna, auk Ploders þeirra Vil- hjálms Guðjónssonar, Gunnars Egilson og Sigurðar Markús- sonar. Þar sannaðist hið forn- kveðna: „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“. Með þessum línum viljum við bræður kveðja gamlan vin og samstarfsmann og senda Jó- hönnu og fjölskyldu samúðar- kveðjur. Hafðu þökk fyrir kom- una, Hans Ploder. Kristján Þ. Stephensen. Hans Ploder Góður nágranni í tæplega 40 ár er fallinn í valinn, „Gullnöglin“, Ólafur Gaukur, hefur plokkað sinn síðasta streng. Undarlegur tómleiki er í Kvistalandinu þótt Fossvog- urinn haldi áfram að skarta sínu fegursta um miðsumarbil. Enginn Gaukur lengur til þess að spyrja um gamla vinsæla söngtexta, eða að spjalla við um dag og veg, allt hefur breyst. Gauk hitti ég fyrst árið 1963, þegar hann samdi fyrir mig fal- legan texta við einhverja veik- burða tóna sem ég hafði raðað saman og kallaði lag. Ekki lét hann neitt á því bera að honum þætti „tónsmíðin“ viðvanings- leg, og ég gekk lotningarfullur af fundi þessa reynda tónlistar- manns, sem ég hafði eins og svo margir aðrir hrifist af, m.a. í KK-sextettinum. Næst lágu leiðir okkar sam- an í gamla góða einrásar Rík- isútvarpinu á Skúlagötu 4, þar sem við unnum um skeið sam- tímis að dagskrárgerð. Ég kom fram í nokkrum dagskrárkynn- ingarþáttum hans og áhugi minn á söngtextum og góðri tónlist leiddi til þess að ég fékk hann oft í þætti mína og naut þess með hlustendum að hlýða á frásagnir hans, síðast um verslunarmannahelgina árið 2008. Það var svo á síðasta ári að Ólafur Gaukur Þórhallsson ✝ Ólafur GaukurÞórhallsson tónlistarmaður fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1930. Hann lést 12. júní 2011. Útför Ólafs Gauks var gerð frá Dómkirkjunni 20. júní 2011. ég ákvað að reyna að skrá sem allra flesta texta hans í söngtextasafn mitt, en það ágæta safn er eitt af dellu- áhugamálum mín- um. Margir textar Gauks eru á net- inu, en þó ekki nærri því allir. Ég spurði hann því oft um texta sem ég fann ekki þar og í einhverjum tilfellum sagðist hann muna þá og sendi mér í tölvupósti. En mér varð ljóst að hann hafði ekki markvisst haldið textum sínum saman, en þeir skipta hundruðum. Mikið verk er því framundan að halda þessari skráningu áfram og vonandi tekst að ná saman sem allra flestum gullkornum meistara Gauks, sem víða gætu leynst. Við þessa samantekt í fyrra naut ég einkar ljúfmannlegrar aðstoðar Svanhildar, nágranna okkar og Aðalbjargar Maríu, dóttur Gauks. Það gladdi mig mjög að þegar unnið var á síð- asta ári að safndiski með text- um og lögum þessa góða félaga míns og nágranna, gat ég lagt verkefninu dálítið lið með því að afhenda útgefendum alla text- ana í tölvutæku formi, og hafði þá áður borið þá undir Gauk og Svanhildi. Varð það til þess að margar villur, sem slæðst höfðu inn í prentaðar útgáfur text- anna í áranna rás, voru leið- réttar. Vonandi sást okkur ekki yfir margar, því eins er með þetta og önnur mannanna verk, ekkert er fullkomið. Fyrir þetta allt saman er ég þakklátur, ekki síst vegna þess að á þessum tíma vissi ég ekki að tónlist- armaðurinn snjalli hafði greinst með alvarlegan sjúkdóm. Ég trúi á ljós, sem lýsi mér á líf og kærleika á sigur þess, sem sannast er og sættir mannanna. Þessa gullfallegu kveðju samdi Gaukur við lagið sígilda, Amazing Grace. Megi ósk hans um sættir mannanna og sigur þess sem sannast er verða okk- ur öllum leiðarljós um ókomna tíð. Einlægar samúðarkveðjur úr suð-vestri í Kvistalandinu frá okkur Þurý til Svanhildar og til allra annarra ástvina Ólafs Gauks. Blessuð sé minning góðs drengs. Óli H. Þórðarson. Mig langar, með nokkrum orðum, að kveðja góðan félaga minn til margra ára, Ólaf Gauk Þórhallsson, og minnast hans með virðingu. Hann var ein- stakt ljúfmenni en þó með ákveðnar og jafnvel ósveigjan- legar skoðanir. Hann var mikill listamaður en lét þó ekki mikið á sér bera. Hann fór t.d. ekki að fá þær viðurkenningar sem hæfðu honum fyrr en hann var kominn á áttræðisaldurinn. Ég átti þess kost að vinna með honum og það voru eftirminni- legir tímar. Við gáfum út tíma- ritið Póstinn á sínum tíma, hann sem ritstjóri og útgefandi en ég sem teiknari og blaða- maður. Dóttir hans, Ingunn, vann svolítið með okkur og Svanhildur sömuleiðis. Síðar fékk hann mig stundum til að hlaupa í lítilsháttar viðvik. En hann var, fyrst og fremst, tón- listarmaður fram í fingurgóma. Einu sinni, árið 1965, þegar við vorum á fullu í útgáfumálunum og hann hafði auk þess ýmsum öðrum hnöppum að hneppa – t.d. varðandi hljómsveitina sína – vorum við að ganga niður Skólavörðustíg. Honum hafði verið falið að útsetja nýtt popp- lag sem hann hafði aldrei heyrt, svo við löbbuðum inn í versl- unina Karnabæ þar sem hann fékk að hlusta á lagið af hljóm- plötu. Aðeins einu sinni, en það nægði honum. Síðan löbbuðum við niður á Mokka og hann bauð mér upp á kaffi. Og á meðan ég sötraði kaffið, punkt- aði hann niður lagið og hripaði niður útsetninguna á nótna- pappír. Að því búnu stakk hann verkinu í vasann og brosti þessu ljómandi brosi sínu fram- an í mig. Það bjuggu margar þver- sagnir í Ólafi Gauk. Hann var bæði einstaklega vandvirkur og vandur að virðingu sinni, en samt lítillátur. Einu sinni samdi hann gullfallegt lag, en skrifaði ungan dægurlagasöngvara fyrir því. Áratugum síðar var lagið þó skrifað á Ólaf Gauk, enda var stíllinn óumdeilanlega hans. Reyndar voru persónuleg ein- kenni hans ótvíræð í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ég sakna hans og votta Svanhildi, Ingunni, Önnu Mjöll og öðrum aðstandendum hans samúð mína við fráfall hans. Þorsteinn Eggertsson. Það var ætíð með mikilli til- hlökkun að ég mætti í tíma til Ólafs Gauks, fyrst í gítarnám og seinna í tónsmíðum. Við átt- um samleið um nokkurra ára skeið og var þeim tíma vel var- ið. Óli var frábær lærifaðir og virtist finna það á sér hvað ég ætti inni og leiddi það fram, mér oft til undrunar, og brosti síðan sínu einstaka brosi því til staðfestingar að við höfðum báðir sigrað. Hann vissi hvert hann ætlaði og átti auðvelt með að kalla það fram. Stundum þurfti líka að stugga við mér og leiða mig fram til ákveðinnar endurnýjunar en það gerði hann ávallt á þann hátt að við skildum sáttir. Hann kom alltaf vel fyrir kallaður, fullur orku og áhugasamur fyrir hverri kennslustund. Honum var annt um skólann og það var ánægju- legt að sjá hann roskinn stikla á milli ungra nemenda með stór- an gítar í fanginu. Það var gaman að tala við Óla um ýmis málefni sem við gerðum oftast í byrjun tíma og þannig fékk ég að kynnast per- sónu hans og viðhorfum sem voru skýr og heilbrigð. Það var heldur ekki ónýtt að hafa manninn fyrir framan sig sem hafði afrekað svo margt í tónlist og var tilbúinn að segja mér frá ýmsum viðburðum úr sinni tón- listarsögu. Óli var samt lítillátur og „pralaði“ ekki um eigið ágæti né um verk sín. Ég fékk einnig að kynnast yndislegum hjónum sem unnu vel saman. Ég kom stundum með upptökur sem ég hafði gert með öðrum tónlist- armönnum og vildi fá álit Óla sem ætíð kallaði á Svanhildi til að hlusta. Virðingin og traustið þeirra á milli var einstakt og sönn hlýja. Ég fékk einnig að kynnast því að vera með honum í upptökum en hann útsetti og stjórnaði upptökum á þremur lögum fyrir mig sem Álftagerð- isbræður sungu. Það verður mér ógleymanlegt hvernig hann stjórnaði af fagmennsku og lip- urð og alltaf stutt í brosið sem hann sendi svo fallega fram í kjölfar þess er hann leiðbeindi. Samantektardiskurinn Syng- ið þið fuglar er verðugur minn- isvarði um Óla góðu verk og hef ég glaður notið þess að hlusta á tóninn sem hann skapaði með gítarnum og altsaxófóninum. Ég er þakklátur fyrir að hafa rekið á sker Ólafs Gauks og fengið að kynnast einstökum manni sem hefur auðgað mína lífssýn og reynsluheim. Svanhildi og aðstandendum sendi ég mínar samúðarkveðj- ur. Þormar Ingimarsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.