Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 Í LAUGARDAL Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Laug- ardalsvelli voru frábrugðnar því sem verið hefur í bikarúrslitum kvenna undanfarin ár þegar leikirnir hafa verið spilaðir bæði á sunnudegi og þegar langt er liðið á haustið. Að þessu sinni var leikið á laugardegi og í blíðskaparveðri. Það var því synd að sjá ekki fleiri en rétt um 1.100 manns í stúkunni á Laugardalsvelli. Leikmenn létu það ekki á sig fá og það voru Valsstúlkur sem byrjuðu leikinn mun betur og það á marki eftir að- eins tvær og hálfa mínútu. Annað mark eftir klukkutíma leik tryggði þeim nokkuð sann- gjarnan 2:0 sigur og þar með bikarinn árið 2011. Þetta var þriðji bikarmeistaratitill þeirra á jafn mörgum árum sem er einstakt afrek. „Við þurfum að hafa mjög mikið fyrir þessu á hverju ári. Valsliðið er búið að vera sterkt undanfarin ár og því er þetta bara eðlilegt finnst mér,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir spurð að því hvort bikarkeppn- in væri keppni Hlíðarendaliðsins. Ekki hundgömul þrátt fyrir mikla reynslu Hún gat ekki neitað því að reynslan hafi vegið þungt en lið KR er ungt að árum og ekki með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum. „Við erum náttúrlega með mjög mikla reynslubolta. Ég er nú með þeim eldri og fyrsti bikarúrslitaleikur minn var fyrir tíu árum. Ég er samt ekkert hund- gömul,“ sagði Kristín með bros á vör. Hún hældi jafnframt ungu stelpunum í liðinu. Hildur Antonsdóttir sem byrjaði leikinn er fædd árið 1995 og er því aðeins 16 ára. Sömu sögu má segja um Elínu Mettu Jensen sem kom inná sem varamaður, en hún er einnig 16 ára. „Þær eru með mikla reynslu eftir marga leiki með yngri landsliðum og það er að skila sér vel.“ Kristín Ýr verður seint þreytt á að halda á bikurum en hún lýsti tilfinningunni eitt- hvað á þessa leið. „Hún er yndisleg í alla staði eins og alltaf. Það verður ekkert leið- inlegra með árunum þó maður vinni nokkra í röð.“ Nennti ekki að bíða eftir leiknum Bikarúrslitaleikir eru margrómaðir fyrir að vera stærsti, rómantískasti og óvæntasti leikurinn á árinu. Fleiri lýsingarorð hefði e.t.v. verið hægt að finna en það var að heyra á Kristínu að hún væri á sama máli. „Maður er hungraðri í þennan leik en marga aðra. Þetta er stærsti leikurinn á árinu og það er alltaf jafn frábært að spila hann. Ég var ekkert stressuð fyrir leikinn heldur hlakkaði mjög mikið til. Ég vildi helst byrja hann strax. Ég nennti ekki að bíða eftir hon- um. Það var mikil spenna en á réttum for- sendum. Það sást líka á því hvernig við byrj- uðum leikinn.“ Eins og áður sagði voru áhorfendur að- eins um 1.100. Spurð út í þann fjölda sagði Kristín Ýr. „Manni finnst náttúrlega aldrei nógu margir. Ég er samt rosalega ánægð með þá sem komu, þeir eiga heiður skilinn. Það er alltaf sami kjarninn sem kemur á leiki og það er alveg nokkuð góður kjarni. Þeir eru okkar tólfti maður á vellinum og við kunnum mjög vel að meta okkar stuðnings- menn og erum stoltar af þeim.“ Vildi halda áfram að spila og sleppa hálfleiknum Það eru alltaf einhverjir sem þurfa að tapa bikarúrslitaleikjum. Það kom í hlut Lilju Daggar Valþórsdóttur fyrirliða KR og Bikarmeistarar 2011 Leikmenn Vals gátu fagnað vel og innilega í leikslok þegar ljóst var að þær höfðu unnið þriðja bikarmeistaratitilinn á jafn mörgum árum. Á myndinni eru þær Rakel Logadóttir, Hall „Tilfinningin er yndis  Valur bikarmeistari í þriðja sinn á þremur árum  Kristín Ýr var þakklát fyrir áhorfendurna e Laugardalsvöllur, úrslitaleikur lauga Skilyrði: Nánast sól. Völlurinn mjö Skot: KR 10 (6) - Horn: KR 6 - Valu Lið KR: (4-5-1) M urðardóttir. Vörn dóttir, Rebekka S Valþórsdóttir, Ólö berg. Miðja: Olga sie Malone-Povoln dóttir (Elisa Berz Ásbjörnsdóttir, So dóttir (Freyja Við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.