Morgunblaðið - 23.08.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.08.2011, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2011 ✝ Sigrún Dag-bjartsdóttir fæddist 29. apríl 1918 á Hjalla á Vestdalseyri, Seyð- isfirði. Hún lést 14. ágúst sl. Foreldrar henn- ar voru Erlendína Jónsdóttir frá Skálateigi í Norð- fjarðarsveit og Dagbjartur Guð- mundsson, Vestdalseyri. Sigrún var næstelst af tólf systkinum. Þrjú þeirra eru á lífi, Vilborg, Páll og Þorleifur. Í uppvexti voru störf hennar að gæta systk- ina sinna, vinnumennska um fermingu og síðar síldarsöltun, einnig beitningarvinna við út- gerð fjölskyldunnar. Frá sautján ára aldri var hún kaupakona á Kirkjubóli í Norðfjarðarsveit í fimm sumur og einn vetur og við nám í Húsmæðraskólanum á maki Ingólfur Sigurjónsson, lát- inn, börn Ingileif og Iðunn b) Elsa Sæný f. 1942, d. 1974, maki Gylfi Gunnarsson, börn Ásta Sig- rún og Gísli c) Páll f .1946, d. 1990, maki Herdís Halldórs- dóttir, látin, stjúpsonur Þórir Engilbert Jónsson d) Ína Dag- björt f. 1950, maki Víglundur Sævar Gunnarsson, börn Sigrún og Dagbjört e) Hallgerður f .1952, d. 2007, maki Árni Hjart- arson, börn Sigríður, látin, Guð- laugur Jón og Eldjárn f) Friðrik f. 1953, maki Birgitta Lundberg, þau skildu, börn Gabriella og Fi- lip g) Jóhanna f. 1956, maki Vig- fús Vigfússon, börn Vigfús, Frið- rik, Jakob, Jóna Guðlaug, sonur Vigfúsar Emil Þór. h) Hulda f.1958, maki Jón Gunnar Sig- urjónsson, börn Sigurjón Gísli, Guðbjörg og Páll i) Stefanía Guðbjörg f. 1959, maki Gavin Dear, börn Zoe Cleopatra, Dag- bjartur Tor, Tanya Heiðrún, Sebastian Graham Gísli. Afkom- endur Sigrúnar og Gísla eru nú 56 talsins. Útför Sigrúnar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 23. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður á Skorrastað. Hallormsstað í tvo vetur. Sigrún flutt- ist í Seldal í Norð- fjarðarsveit haustið 1939 og hóf þar bú- skap með Gísla Friðrikssyni f. 22.10. 1909, d. 18.12. 1998. Þar bjuggu þau fé- lagsbúi við bræður Gísla, Jón og Guð- laug alla starfsævi sína. Hún var þar húsmóðir á mannmörgu sveitaheimili þar til 1986 að hún flutti ásamt Gísla út í Neskaupstað, þar varð heimili þeirra áfram miðpunktur Sel- dalsfjölskyldunnar. Sigrún var á köflum heilsulítil og var virkur félagi í Sjálfsbjörg, félagi fatl- aðra í Neskaupstað, frá stofnun þess. Hún dvaldi síðustu æviár sín á Hjúkrunardeild FSN og lést þar. Börn Sigrúnar og Gísla eru: a) Guðríður f. 1940, d. 2006, Tveir menn með hangilæri á öxl loka dyrum Efstakofans að baki sér vefja snærisspotta um nagla hnýta, lykkja í eldhúsið koma Nonni og Laugi færandi hendi dýrðarlykt af hráu kjöti suðu í potti kannski var mamma tvennt í senn ambátt sveitabýlis og níu barna bundin í báða skó en einnig prinsessa dalsins sem ekki mátti missa sín daglaun borguð í gleði og amstri hvunndaganna með blæbrigðum hátíða var þrátt fyrir allt var svo mikilvæg að ekkert mátti skorta á í aðhlynningu: Farðu og hjálpaðu móður þinni voru orð sem oft heyrðust frá pabba lá sjálfur ekki á liði sínu greip skrúbb og tusku hrærði jólaköku og franskbrauð til að hvíla brotinn, lúinn fót hennar á mínum uppvaxtarárum til að hlífa henni gegnum tíu ár af blóð- spýtingi löngu fyrir mína tíð við endalokin þegar pabbi var kominn með alzeimer á háu stigi bauð hann henni góða nótt á hverju kvöldi með þessum orðum: Þú varst alltaf fallegust og best af öllum mamma rak smiðshöggið á frásögnina Hann var nú aldrei neinn smekkmaður blessaður hversdags sinnti hún tungumálakennslu las fyrir stíla eða upphátt úr bók fyrir okkur krakkana sagði sögur réð sjálf danskar og íslenskar krossgátur til dægrastyttingar í síðdegisblundi og dott hér og þar milli anna sótti hún sér hvíld og næringu mér lærðist smám saman að lífið og tilveran þurftu ekki stórkostlega atburðarás að gleðin tók á sig einföldustu myndir við sinningu daglegra skyldustarfa bóklestur og sögur mamma bjó í söguveröld og við með henni þar fór minna fyrir kóngum og drottn- ingum heldur en hversdagsfólki í hversdags- búningum sem var hluti af persónulegri vegferð hennar og varð mikilvægara í augum okkar barnanna en kóngafólkið er við runnum saman við þessa veröld veðrabrigði náttúrunnar sköpuðu stemmingu í takt við daglegt líf og hefðbundnar há- tíðir gestir komu og fóru en við sátum kyrr fram á manndómsár fyrir rúmu ári leit ég frá Dalseli í mynni Seldals inn í dalinn þetta var einn af þessum seiðandi dög- um snjóflekkir og frosin svell á víð og dreif rökkrið hafði lagst yfir eins hlý sæng í kulinu við Fíi bróðir stóðum hlið við hlið og horfðum inneftir vorum komin frá Ástralíu og Svíþjóð til að vera hjá mömmu mikið veikri aftan við okkur voru Ína og Lundi að rísla við að loka húsinu það logaði ljós í eldhúsglugga og veröld sem var horfin lifnaði við um stund við vissum sem var að karlarnir væru í fjósinu myndu fljótlega lalla heim í glampandi kvöldkyrrðinni gleypa í sig matinn sem mamma beið með í eldhúsinu kannski voru það kjötbollur kannski hrísgrjónagrautur kannski bara hafragrautur einu sinni enn hurfum við til hlýrrar nærveru þessara fjórmenninga hlustuðum á gamalkunnugt háreysti og hlátur blandast árniðnum og þögninni í daln- um. Kæra fjölskylda. Þið hafið í langri fjarveru minni sinnt þeim skyldum sem ég hefði kosið að taka meiri þátt í en ekki getað vegna fjarlægðar. Hafið þið þökk fyrir. Innilegu þakklæti vill ég líka koma á framfæri til starfsfólks öldrunardeildar Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupsstað. Inni- haldsríkri og gjöfulli vegferð er lokið. Orðin eru smá, en dýrar eru minningarnar. Þær búa yfir helgi og ljóskrafti, verða vegnesti til leiðarloka. Með óumræðilegu þakklæti kveð ég þig, mamma mín, og óska þér yndislegrar veg- ferðar á vit kærra ástvina sem horfnir eru. Stefanía Gísladóttir, Vestur-Ástralíu. Það var árið 1984 sem ég kynntist konunni minni og fljót- lega var ákveðið að fara austur á Neskaupstað í heimsókn. Fyrsti viðkomustaður var Seldalur þar sem Sigrún amma og Gísli afi hennar voru með búskap ásamt bróðir Gísla honum Nonna. Fljótlega eftir að við komum þangað var mér ljóst að þarna var á ferð einstakt fólk og strax á fyrstu mínútunum var manni farið að líða eins og heima hjá sér. Sig- rún búin að hlaða borðið kökum og Gísli farin að segja sögur og fara með ljóð. Þarna sat ég og át á mig gat og reyndi að svara öllum þeim spurningum sem dundu á mér ásamt því að reyna að hlusta á sögur, allt í einu, það var víst til siðs að allir töluðu í einu þarna í Seldal og þar sem ég var nýr þá fékk ég alla athyglina. Það er engin leið að lýsa því hversu góð kona Sigrún var, það var sama hver átti í hlut, allir voru góðir fallegir og velkomnir. Sigrún, ég þakka þér fyrir að fá að kynnast þér og hversu góð þú varst við mig og börnin mín. Þú átt stað í huga mínum og barna minna með öllum þeim góðu minningum sem við eigum um þig og allt það góða sem umlukti þig. Í hjarta okkar geymum við minningu um einstaklega góða konu. Þín verður sárt saknað. Lúðvík, Guðmann Rúnar og Eva María. Amma í Seldal er dáin. Það verður skrítið að geta ekki heim- sótt þig, talað við þig og hlustað á allar vísurnar sem þú kunnir ógrynni af. Það koma upp margar góðar minningar þegar maður hugsar til baka. Allt frá því við munum eftir okkur var amma stór hluti af okk- ar lífi. Það er varla hægt að minn- ast ömmu án þess að minnast á þær stundir sem við áttum saman í Seldal og ekki má nú gleyma Gísla afa, Nonna og Lauga en amma er sú síðasta sem fer yfir af þessu einstaka fólki sem þau öll voru. Það var alltaf gott að koma til þín í dalinn og í Miðstrætið eftir að þið fluttuð þangað, þar voru alltaf allir velkomnir enda yfirleitt alltaf fullt hús af gestum, bæði ungir og aldnir höfðu unun af því að heim- sækja ykkur. Þú hafðir einstaklega gaman af börnum og ljómaðir alltaf þegar þau komu, hafðir líka sérstaklega gott lag á þeim. Gafst okkur óend- anlegan tíma þegar við komum í heimsókn, spilaðir við okkur, sagðir okkur sögur og lést okkur alltaf finna hversu einstök við vor- um hvert og eitt. Þó börnin væru að rífast og slást byrstir þú þig aldrei, sagðir bara: „Elskið friðinn og strjúkið kviðinn.“ Þú sagðir ávallt að enginn væri ljótur, fólk væri bara misjafnlega fallegt. Ekki gleymum við því hvernig þú tókst á móti þeim sem minna máttu sín, við búum að því ævinlega. Á fyrsta degi í himnaríki hefur þú örugglega verið sett í móttöku fyrir alla sem koma upp himna- stigann. Þar muntu sjá um að öll- um finnist þeir velkomnir, að hugsað sé vel um þá og að nóg sé til af mat og drykk. Það hafa orðið fagnaðarfundir þegar þú hittir alla þá sem á und- an eru gengnir, líklega eru enn veisluhöld í Himnaríkis-Seldal. Takk, elsku amma, fyrir að vera þú, og fyrir allt það góða sem þú kenndir okkur. Þín verður sárt saknað en minningin mun lifa í hjörtum okkar að eilífu Ingileif og Iðunn. Amma mín var góð manneskja, vingjarnleg, fyndin og svona manneskja sem er auðvelt að láta sér líka við. Ég heimsótti hana nokkrum sinnum frá Ástralíu og hún talaði mikið við mig, en hún sofnaði líka oft. Þegar amma og Nonni bjuggu í Miðstræti gaf hún mér alltaf sælgæti og kökur. Eftir að hún fór á spítalann spilaði hún stundum við mig á spil og hún grínaðist mikið og stundum sagði hún aftur og aftur sömu hlutina af því að hún var farin að gleyma. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast ömmu, en það er rosalega sorglegt að hún skuli vera dáin. Ég á eftir að sakna ömmu minnar. Ég vona að hún sé hamingjusöm þar sem hún er núna. Sebastian Gavinsson, Vestur-Ástralíu. Nú sit ég hérna við eldhúsborð- ið og er að hugsa um hana ömmu mína. Þegar maður er svona langt í burtu, finnst manni svo óraun- verulegt að hún sé farin. Ég man eftir ömmu þegar ég var mjög lítil. Við fluttum til Íslands frá Ástralíu þegar ég var 9 mánaða og mamma og pabbi tóku við að reka Seldal. Amma, afi og Nonni bjuggu þar með okkur í smátíma. Ég man eftir að á morgnana skreið ég alltaf inn í rúm ömmu og afa og var alltaf tekið á móti manni með gleði og faðmlagi. Þegar þau fluttu í Miðstrætið, þá fórum við þangað oft og ef við fórum ekki þangað, hringdi ég í ömmu til að spjalla. Amma var mjög sérstök kona sem vildi allt fyrir alla gera og hún sá alltaf það besta í fólki. Við vorum oft í eldhúsinu hennar, þar sem hún spilaði á spil við okk- ur eða sagði allskonar sögur eða vísur. Mér fannst alltaf svo gaman að vera þar. Amma mín hefur gef- ið mér svo mikið gegnum tíðina og kærleikurinn frá henni á eftir að búa í hjarta mér alla mína æfi. Ég segi bless amma mín og vonandi kemur þú og dansar með okkur hérna í Ástralíu. Zoe Gavinsdóttir Dear, Vestur-Ástralíu. Sigrún Dagbjartsdóttir frá Sel- dal í Norðfirði hefur lokið langri og farsællri lífsgöngu sinni, göngu sem hófst árið 1918 á Vestdalseyri við Seyðisfjörð þar sem foreldrar hennar bjuggu. Þau hétu Dag- bjartur Guðmundsson og Erlend- ína Jónsdóttir en hún var ömmu- systir mín. Stefanía amma mín bjó á Kirkjubóli í Norðfjarðarhreppi og vorið 1935 ritaði hún sendibréf sem átti eftir að verða afdrifaríkt fyrir Sigrúnu. Fyrir nokkrum ár- um rifjaði hún upp þessa tíma í bréfi til mín og sagði: „Stefanía skrifaði móður minni bréf, þar sem hún biður um að fá mig sem kaupakonu á Kirkjuból og þangað kom ég 5. maí um vorið og var þar í fimm sumur og einn vetur og leiddist þar aldrei. Þar var gott að vera, bæði hvað viðurværi varðaði og atlæti.“ Aðalbjörg móðir mín var þremur árum yngri en Sigrún og þær frænkurnar bundust traustum vináttuböndum sem héldu ævilangt. Unglingarnir brölluðu margt í Norðfjarðarsveit á þeim árum: héldu tombólu, dönsuðu í fjósinu á Kirkjubóli og stofnuðu framsóknarfélag til að geta spilað framsóknarvist! Sam- félagið var gjörólíkt því sem við þekkjum nú. Fyrsta sumarið, sem Sigrún dvaldi á Kirkjubóli, gengu flestir um á sauðskinnsskóm en ári síðar var stigið mikið framfara- spor í orðsins fyllstu merkingu þegar gúmmískórnir komu til sög- unnar og síðan gúmmístígvélin. „Það var allt annað líf, sagði Sig- rún, þá blotnaði maður ekki í fæt- ur, nema einstöku sinnum ef menn lentu í forarmýri …“ Sigrún festi ráð sitt í Norðfirði og giftist Gísla Friðrikssyni í Sel- dal. Þar bjuggu þau um áratuga- skeið og eignuðust níu börn. Gísli lést árið 1998 en þá voru þau Sig- rún flutt niður í Neskaupsstað. Seldalur er í eyði en börn þeirra hjóna hafa ásamt fjölskyldum sín- um endurbætt og viðhaldið íbúð- arhúsinu og útihúsum af miklum myndarbrag. Atvikin hafa hagað því þannig að ég skrifa þessar lín- ur í Seldal þar sem Sigrún átti svo mörg sporin og las jörðinni sín ljóð. Í dag bylgjast grösin á tún- unum þar en sumri hallar og brátt verða þau hrímköldu haustinu að bráð. Snorri Hjartarson orti: Blessað veri grasið sem grær kringum húsin bóndans og les mér ljóð hans, þrá og sigur hins þögula manns. Blessað veri grasið sem grær yfir leiðin, felur hina dánu friði og von. Ég votta öllum aðstandendum samúð mína. Bjarki Bjarnason. Sigrún Dagbjartsdóttir ✝ Bergþóra Krist-insdóttir fædd- ist í Sigtúnum á Staðarbyggð í Eyja- firði 27. ágúst 1934. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 13. ágúst 2011. Foreldrar hennar voru Kristinn Jóns- son, f. 1911, d. 1971, flugumdæmisstjóri og forstjóri Flug- félags Íslands hf. á Akureyri og Ástþrúður Jónína Sveinsdóttir, f. 1904, d. 1978, húsfreyja. Systkini Bergþóru eru Sveinn Kristinsson f. 1936, Sigurður Kristinsson f. 1938, Bryndís Kristinsdóttir f. 1940, Arnheiður Kristinsdóttir f. 1940, Unnur Kristinsdóttir f. 1942, Jón Kristinsson f. 1943 og Kristján Kristinsson f. 1947. Son- ur Bergþóru og dr. James Abner Gwaltney jr (1932-2008) er Krist- inn Jónsson f. 1960, sambýlis- kona hans er Rakel Hugrún Ey- vindardóttir f. 1965 og eiga þau saman eina dóttur, Kristrúnu fædda 2000. Bergþóra ólst upp á Akureyri á stóru og barnmörgu heimili og gekk í Barnaskóla Ak- ureyrar. Að barna- skólaprófi loknu fór hún í Mennta- skólann og fékkst hún við ýmis störf, samhliða námi sínu við MA, en þaðan lauk hún stúdents- prófi árið 1955. Leið hennar lá í Há- skóla Íslands í viðskipta- fræðideildina og lauk hún þaðan cand. phil. 1956. Bergþóra starfaði m.a. hjá flug- málastjórn á Keflavíkurflugvelli frá 1957-1959. Þaðan flutti hún til Akureyrar, þar sem Kristinn sonur hennar fæddist 1960. Hún hóf störf við Hótel KEA árið 1962-1963. Síðan hjá fulltrúa sýslumanns í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeta á Akureyri árið 1963 til 1970, en þá lá leið þeirra mæðgina til Reykjavíkur og starfaði hún þar á skrifstofu borgarfógeta frá 1970 þar til hún lét af störfum 1994. Útför Bergþóru fer fram frá Áskirkju í Reykjavík í dag, 23. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Ég veit það eitt, að enginn átti Aðra eins móður; feðra góða. Safnaði guð, af ástar efni aldin spratt, og feðra valdi. Svo er orðin í Eyjafirði ættin mín, að frændur þína lengi mun, meðan lífið yngist, landið kjósa sér að hrósi. Ég þakka þér allt; og enn þó ekki alaugun sjái leiðir háar sonanna bestu, sem að treysta sannlega verði að þjóðarranni, veit eg og skil eg samt, í sveitum svo muni vakna öld, að rakni hnúturinn versti og börnin bestu blessi landið, firrist grandi. (Jónas Hallgrímsson.) Kristinn, Rakel Hugrún og Kristrún Fallegar minningar eru dýr- mæt gjöf sem gott er að leita til á sorgarstund. Þegar á unga aldri hófust kynni okkar og Gígí- ar móðursystur en Kristinn son- ur hennar, þá ungur drengur var mikið inni á heimili okkar, þar sem Gígí frænka þurfti að vinna. Við vorum einnig tíðir gestir á heimili þeirra, sem á þeim tíma mátti líkja við leikfangasafn, en þar voru Legokubbar í þúsunda tali og áttum við systkinin þar margar góðar stundir. Eftir að þau mæðginin fluttu til Reykjavíkur var afar spenn- andi fyrir okkur úr dreifbýlinu að koma í heimsókn á mölina, ekki síst til þess að fara með frænku í mjólkurbúð og fá kókó- mjólk í hyrnum, sem þá þekktist ekki fyrir norðan. Gígí boðaði komu sína norður, nánast á hverju vori, en hún hafði ein- staklega gaman að því að ferðast um landið og rækta þannig frændsemina. Koma hennar norður var eins konar vorboði í lífi okkar og miðaðist allur und- irbúningur við að sem best færi um Gígí. Sögur hennar að sunn- an voru kærkomnar þar sem Gígí var bæði greind og afar fróð og hafði einstaklega gaman að því að segja frá á sinn einstaka hátt. Sögur af hennar eigin kynslóð voru henni sérstaklega hugleikn- ar síðustu árin og vísaði hún þá gjarnan til dansleikja í Mennta- skólanum á Akureyri þar sem herrarnir buðu ungmeyjum upp í polka eða ræl. Hún útfærði sög- urnar í smáatriðum og hló mikið. Eitt sinn hafði hún svo orð á því að gaman væri að skrifa bók með skemmtisögum frá þessum tíma og varð dreymin á svip. Smá saman færðu veikindi Gígí frænku inn í heim, sem við hin þekkjum ekki. Hún virtist þó sæl og glöð í þessari ókunnu til- veru og varð Hjúkrunarheimilið Skjól hennar samastaður síðustu árin, þar sem einstaklega vel var hugsað um hana. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Að lokum biðjum við Guð að styrkja og blessa Kristin, Rakel og Kristrúnu ömmustelpu á þessum erfiðu sorgartímum. Arnheiður Kristinsdóttir, Bryndís Arnardóttir, Birgir Örn Arnarson, Ragnar Arnarson. Bergþóra Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.