30. júní - 01.05.1968, Blaðsíða 1

30. júní - 01.05.1968, Blaðsíða 1
BLAÐ STUÐNINGSMANNA KRISTJÁNS ELDJÁRNS — 1. TBL. — MAÍ 1968 Frá því að ljóst vai'ð um síðastliðin áramót, að hinu íslenzka lýðveldi yrði valinn nýr forseti á sumri komanda, hafa um land allt, í öllum stéttum og öllum stjórnmálaflokkufti, komið fram stcrkar óskir um, að ferskur andi mætti leika um þetta æðsta embætti þjóðarinnar. Upp af þessum almenna áhuga liafa sprottið öflug samtök, sem hafa unnið að því að fá til framboðs rnann, sem líklegur væri til að láta þessaa- óskir rætast. Það er samtökunum mikið gleðiefni, að dr. Kristján Eldjárn hefur tekið áskorun þeirra um að gefa kost á sér til forsetakjörsins, því sá íslendingur mun vandfundinn, sem betur er kostum búinn til þessa mikil- væga embættis. í sambandi við framboðið viljum við sérstaldega minna á eftirfarandi atriði: 1. Kristján Eldjáirn hefur aldrei tekið virkan þátt í stjórnmálum, en býr hins vegar yfir auðugri og lifandi þekkingu á íslenzkri þjóðmenningu og þjóðlífi að fornu og nýju. Við teljum hann manna líklegastan til að láta ferskt og óháð andrúmsloft skapast umhverfis æðsta embætti þjóðarinnar. 2. Framboð Kristjáns Eldjárns er óháð öllum stjórnmálaflokkum, enda hefur hann aldrei verið flokksbundinn neins staðar. 3. Kristján Eldjárn er af alþýðufólki kominn og er uppruna sínum trúr í lífi og háttum. Við teljum, að forseta lýðveldisins sé styrkur að slíkum eiginleikum. 4. Kristján Eldjárn hefur um tveggja áratuga skeið gegnt forstöðumannsstarfi Þjóðminjasafnsins. Þar hefur hann verið í fyrirsvari fvrir eina helztu menningarstofnun þjóðarinnar, bæði gagnvart landsmönnum sjálfum og á erlendum vettvangi, og tekið á rnóti fjölda gesta, m. a. erlendum þjóðhöfðingjum. Honum hefur farizt starf sitt vel og virðulega úr hendi, hvort heldur sem er inn á við eða út á við. 5. Það skal tekið fram, að Kristján Eldjárn gaf fyrst kost á sér til forsetakjörs eftir ítrekaðar áskoranir fólks úr öllum stéttum og stjórnmálaflokkum hvaðanæva af landinu. Við viljum skora á alla þá, sem eiga samstöðu með okkur í þessu máli, að vinna ötullega að drengilegum sigri Kristjáns Eldjárns í væntanlegum forsetakosningum. Benedilct Blöndal Guðmundur Iljartarson Halldór E. Sigurðsson Hersteinn Pálsson Iíilmar Foss Jóhannes Elíasson Jónas Árnason Karl Guðjónsson Örlygur Geirsson Kristján Karlsson Kristján Thorlacius Ragnar Jónsson Sigurður Guðmundsson Stefán Jóh. Stefánsson Steingrimur Hermannsson Svandís Skúladóttir Þorsteinn Pétursson LAHDSBÍK ASAF ó 7 9 5 21) fSLANDS

x

30. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 30. júní
https://timarit.is/publication/815

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.