Austurland


Austurland - 30.10.1971, Blaðsíða 1

Austurland - 30.10.1971, Blaðsíða 1
ÆJSTURLAND Um lond oo lýði d Hjótsdalshéraði Fljótsdalshérað er „stórlega vítt“, eins og segir um annað hér- að í fraegii bók. Einlkum hefur það reynzt mörg- um sporadrjúgt til heiðannna, þar sem s>auðkindur og hreindýr kváðu lifa við betri kost en á öðr- um afréttum hér á landi, jafnvel ofgæðakost. Það er mikið land öll heiðin innan frá Vatnajökli og út á Heiðarenda nálægt Jökulsár- brú, en mun stærri er 'þó allur heiðageimurinn vestan Jökuldals ■titan frá Smjörvatnsheiði norð- ur um Möðrudai og Víðidal, vest- ur í Jökulsá á Fjöllum og suður til Kverkfjalla og Vatnajökuls. Allt það land heyrir Héraðinu til, þótt venju'ega sé talað um þ-að í þrengri skilningi. Suðvestan af Kvsrkfjöllum og norðaustur að Kollumúla við Héraðsflóa að vest- an ei-u um 170 km, og norðvestan af Biskupsöxl milli Víðidals og Grímsstað*a á Fjöllum og suðaust- ur á vatnaskil í Reyðarfjarðar- dölum röskir 100 km. Það lætur nærri að Fljótsdalshérað með öll- um sínum heiðalöndum sé 1/8 af stærð landsins alls. Loft'ínur eru fyrst og fremst landfræðileg hugtök, lengdir vega •aftur á móti félagsfræðileg. Þjóð- vegurinn gegnum Jökuldalshrepp einan frá Biskupsöxl að Sellönd- um, innsta bæ í Hlíð, er fast að 100 km. Nú skulum við hugsa okkur að Fljótsdalshérað væri einn hreppur. Hreppsnefndarfund- ir yrðu að sjálfsögðu haldnir í Valaskjálf eða loftkastala þar í grenndinni, en vel mætti láta sér detta í hug að sú tilbreyting yrði svo einu sinni gerð að halda slík- an fund uppi á Aðalbóli í Hrafn- kelsdai hjá Páli Gíslasyni — t. d. i tilefni þess að sverð Freysgoðans er nú loksins komið í leitimar. Ef Alfreð á Unaósi væri í þeirri nefnd yrði hann að aka til fundarins 200 km leið, eða áiíka og frá Reykja- vik til Búðardals í Dalasýslu. Frá Unaósi upp í Kleif í Fljótsdal eru yfir 100 km, og frá sama bæ, Unaósi, að Ketilsstöðum í Hlíð er að vísu ekki nema svo sem 20 km loftlína, en vegurinn milli þessara bæja er 110 km langur, og milkill hluti ihans — og raunar flestra vega á Héraði, ófær sökum snjóa langtímum saman á vetuma. Það er því auðsætt að víðlendi byggð- arinnar er vemlegur táimi félags- legri þróun, og enn á Héraðið eftir drjúgan spöl að því marki að verða samstæð eining og ein heild í félagslegum efnum. En í þá átt stefnir þó þróunin, og Héiaðsmönnum er það fyrir löngu ljóst að þeir era á margan máta félagsleg heild. Þess vegna talda oddvitar hreppanna 10 að tölu, fundi nokkrum sinnum á ári til að fjalla um sameiginleg mál, svo sem heilbrigðismál o. fl., og sérstakar nefndir fara með önnur, t. d. Héraðsheimilið Valaskjálf. Menningarsamtck Héraðsbúa eru í íauninni félagsleg stofnun hrepp anna til að vinna að menningar- málum. Til eru og allmörg félög sem ná yfir Héraðið allt, t. d. knattspyrnufélag, leikfélag, bændafélag, hestamann*afélag, lions- og rótaryklúbbur, stjórn- málafélög og verzlunarfélög. Önn- ur félcg þykir enn hentara að binda við sveitamörk. Langt er nú orðið síðan fólki fór að fækka í sveitum Fljótsdals- héraðs. Um 100 ár eru síðan byggðin var svo þéttsetin að fólks- fleira hefur sennilega aldrei verið. Þá var byggð Jökuldalsheiðin og fjöldi afbýla vítt um sveitir. Svo hófst flcttinn með öskufallinu 1875 og Ameríkuferðunum. Hann hefur haldið áfram síðan, en þó ekki jafnt og þétt. Nú eru íbúar Héraðsins ails 2187 (1. des. sl.), 1170 karlar og 1017 konur - mun- ur 153. í Egilsstaðahreppi voru á áðurnefndum tíma 712 en af sveit- unum var Fljótsdalur fjölmenn- astur með 201 íbúa,, en Hjalta- staðaþinghá fámennust með 125. Seinustu 20 árin 'hefur fólki fjöigað á Héraðinu öilu um 450, og veldur því að sjálfsögðu til- koma Egilsstaðakauptúns sem taldi þá aðeins 142 íb. Hins vegar hefur fæikkað um 120 í sveita- hreppunum á sama tíma, cg mörg er því í auðn jörðin, þar sem fyrir s.kömmu gekk fólk um garða. En það er bct í máli að vita til þess að jarðirnar eru þó og verða kyi'i ar og bíða þess tíma sem hef- ur not fyrir kjöt þeirra og mjólk í matarþurfandi heimi. Áður var Fljótsdalshérað ein- göngu landbúnaðarhérað, nánar trltekið sauðfjárræktarhérað, beljur aðeins til heimilisafnota og eitbhvert rusl af mislitum hænsn- um. Einu sinni heyrði ég sagt að Uppsveitamenn þyrftu aðeins fang á kind í vetrarfóður, en Út- sveitamenn tvo og þó helzt þrjá bagga. Þó væru heil lömb á Út- sveitum álíka þung og annað lærið af Jckuldalslömbunum. Þetta eru auðvitað stórýkjur. Nú er sauðfé fcðrað á mjöli sjávardýra og út- lendum jurtaaldinum og töðu og aíurðir pr. á jafnari en fyrr og stórum meiri a. m, k. á Útsveitum. Landbúnaðarframleiðslan er líka orðin fjölbreyttari en áður var, mjðlk og egg komin á innleggs- ncturnar. Margt af sveitafólkinu stundar vinnu utan heimilis mik- inn hluta árs, svo sem verzlunar- cg þjónustustörf, bygginigarvinnu vé’avinnu, verkamannavinnu í vegagerð og við línulagnir o. s. frv. 1 miðju Héraði vex höfuð- staður þess ihratt og tekur við tcluverðum hluta af fólksfjölgun- inni, og Héraðsmönnum þykir gott að vita af stað innan sinna fjalla færan um að veita lífsskil- yrði því fólki sem efcki virðist rúm fyrir í sveitum. -Á. H. Frá blaðinu Á aðalfundi kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins í sumar var lagt fyrir ritnefnd Austurlands, að gefa hverju Alþýðubandalagsfé- lagi í kjördæminu kost á, að heiga sér eitt blað af Austurlandi. Sú braut, sem hér er farið inn á, er mjög athyglisverð og gæti orð- ið gagnlieg bæði fyrir blaðið og hin einstöku félög. En hvort sá árangur næst, sem að er stefnt, fer vitanlega eingöngu eftir því, hvernig hin einstöfcu Alþýðu- bandalagsfélög bregðast við. Ritnefndin tók þann kjost, að gefa þessi blöð út sem aukablöð og gaf Alþýðuibandalaginu á Fljótsdalshéraði kost á fyrsta blaðinu. Brást það vel við, og raun ar betur en því var ætlað, því Al- þýðubandalagsmenn þar efra reyndust svo ritglaðir, að þeim dugði ekkert, minna en tvöfalt blað. Þeir leituðu fanga nokfcuð út fyrir sitt félagssvæði — til Borgarfjarðar, en þar er efckert Alþýðubandalagsfélag — og gerðu góða ferð, eins og lesendur munu sannfærast um. Og nú láta hin Alþýðubanda- lagsfélögin væntanlega fordæmi Héraðsmanna verða sér hvatn- ingu til þess að þiggja boðið um að helga sér eitt blað af Austur- landi hvert um sig. Ritstj. Hausi á Héraði Ásarnir, brim landsins, brotna ekki né hníga eins og bylgjurnar við Héraðssanda. Nú standa þeir bránir og bíða vetrarins og stara í augu tjarnanna, sem igerast dökk með haustinu eins og í ástfanginni stúlku af Jökuldal. En ær sem enginn mátti vera að rýja í vor hópast í heimalönd og fcroppa sáðgresið meðfra n veginum, þessa iðrun og yfirbót vegagerðarinnar, og gamla reyfið hleypur í barða í haustrigningunum, aldrei fer það í lopapeysur á túiista eða Síberíurússa, ætli því verði ekfci bara troðið meðfram dyrastaf í vetur þegar Hann fer að hríða? Og ekki má gleyma kúnum, þessum þolinmóðustu skepnum sem Drottinn lét sér detta í hug að skapa, og dragnast um hagana liðlangt sumarið með allt þetta júgur, þaðan sem Smjörfjallið kemur, þarna drolla þær á túnunum og ganga sér til húðar á Guðs giasi fyrir mjólkurbúið á Egilsstöðum. Galti.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.