Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 VIÐTALIÐ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Játningar mjólkurfernuskálds er fyrsta bók Arndísar Þórarins- dóttur. Arndís, sem starfar sem deildarstjóri á Bókasafni Kópa- vogs, hefur áður birt smásögur fyrir börn og fullorðna. „Sagan fjallar um þrettán ára stelpu sem var svo mikið fyrirmyndarbarn að hún orti ljóð á mjólkurfernur,“ segir Arndís. „Hún bjó í Vesturbæ Reykjavíkur en lenti í vandræðum og var rekin úr skóla. Á sama tíma neyðist fjölskyldan til þess að flytja í úthverfi borgarinnar þar sem hún byrjar í nýjum skóla. Hún kemst að því að ímynd vand- ræðaunglingsins fylgir henni og þar sem hún sér fram á að til- heyra ekki framar venjulegum krökkum ákveður hún að reyna að fóta sig með því að falla inn í hóp vandræðaunglinga.“ Mikið í húfi hjá unglingum Af hverju ákvaðstu að skrifa um vandræðaunglinga? „Þetta er saga um að vera mað- ur sjálfur og leiðirnar sem hægt er að fara að því. Stundum eru unglingar dálítið á skjön við jafn- aldra sína og samfélagið bara vegna þess að þeir hugsa hlutina öðruvísi en hinir, sem getur þó verið bráðhollt. Þannig að hinir meintu vandræðaunglingar kenna söguhetjunni ýmislegt sem henni datt aldrei í hug að hún myndi læra.“ Hvers vegna er fyrsta bókin þín unglingabók? „Það er svo skemmtilegt að skrifa um unglinga. Allar tilfinn- ingar eru svo miklu stórbrotnari hjá unglingum en fullorðnum. Þegar ég hugsa til baka eru allar veigamiklar minningar um miklar tilfinningar tengdar unglingsárun- um. Þegar maður upplifir tilfinn- ingar í fyrsta skiptið hafa þær áhrif á mann á dýpri hátt en þeg- ar þær endurtaka sig síðar á æv- inni. Það er alltaf svo mikið í húfi hjá unglingum.“ Byrjaðirðu ung að skrifa? „Ég skrifaði einhver ljóð og smásögur sem krakki, eins og ég held að flestir geri, en fór ekki að líta á það sem alvöruáhugamál fyrr en eftir stúdentspróf. Þá fór ég í bókmenntafræði og rakst á auglýsingu um vefinn rithringur.is sem er vettvangur skrifandi fólks. Mér fannst það með því asnaleg- asta sem ég hefði heyrt að á sér- stökum vef væri fólk með rithöf- undadrauma að klappa hvað öðru á bakið. Ég skráði mig á vefinn, aðallega til að geta hlegið að þess- um kjánum. En kjánarnir heilluðu mig alveg, ég fór að skrifa og er viðloðandi vefinn til þessa dags.“ Þú tileinkar móður þinni bókina, vísar í þekktar persónur úr barna- bókmenntum og segir: Með þökk fyrir allar stundirnar með Emil og Ídu, Ollu og Pésa, Fóu og Fóu feykirófu og öllum hinum. Las mamma þín mikið fyrir mig? „Hún las mikið fyrir mig, gaf mér bækur og var sílesandi sjálf. Strax sem barn kynntist ég þann- ig þeirri ánægju sem fylgir því að lesa með einhverjum öðrum, hvort sem við mamma vorum að lesa hvor sína bókina eða þá sömu. Ég held að þetta sé með því mik- ilvægasta sem foreldri getur gefið barni sínu.“ Les enn barnabækur Hvaða bækur voru það sem þér þóttu skemmtilegar sem barn? „Það voru bæði íslenskar og þýddar bækur af ýmsum toga. Ég las eiginlega allt sem ég komst yf- ir. Játningar mjólkurfernuskálds er skrifuð í fyrstu persónu vegna þess að ég hef afskaplega gaman af fjörlegum bókum sem sagðar eru á þann hátt. Gauragangur var lengi mikil uppáhaldsbók hjá mér og er kannski þekktasta íslenska unglingabókin í þessum dúr. Peð á plánetunni jörð eftir Olgu Guð- rúnu er í sama flokki. Í þessum bókum stígur sögupersónan fram ljóslifandi, sem er einmitt það sem mér fannst spennandi að reyna í þessari bók.“ Núna þegar þú ert fullorðin lestu þá ennþá barna- og ung- lingabækur? „Já, ég geri það. Stundum er það til vandræða á bókasafninu þegar krakkar koma og spyrja mig um bækur og ég bendi á ein- hverja barnabókina og segi: Þessi er frábær, ég var að lesa hana, hún er algjört æði og barnið horf- ir á mig stórhneykslað og segir: Ég er sko tólf ára! Rétt eins og það sé fásinna að einhver svo þroskaður geti notið sögunnar.“ Það hlýtur að vera gaman að fá fyrstu bókina sína í hendur? „Það er mjög skemmtilegt en líka ógnvekjandi. Ég sagði við manninn minn daginn áður en bókin kom út: Bókin kemur út á morgun. Ég veit, svaraði hann. En fólk á eftir að lesa hana, veinaði ég. Því laust skyndilega í höfuðið á mér að ókunnugir myndu lesa hana. Það er skrýtin tilfinning en skemmtileg.“ Eiga ekki eftir að koma fleiri bækur eftir þig? „Ég vona það.“ Morgunblaðið/Ómar Arndís Þórarinsdóttir Játningar mjólkurfernuskálds er skrifuð í fyrstu persónu vegna þess að ég hef afskaplega gaman af fjörlegum bókum sem sagðar eru á þann hátt. Saga um að vera maður sjálfur  Arndís Þórarinsdóttir sendir frá sér fyrstu bók sína  Saga um fyrirmyndarbarn og vandræðaung- linga  Skemmtilegt að skrifa fyrir unglinga því tilfinningar þeirra eru svo stórbrotnar, segir Arndís » Stundum eru ung-lingar dálítið á skjön við jafnaldra sína og samfélagið bara vegna þess að þeir hugsa hlutina öðruvísi en hinir, sem getur þó verið bráð- hollt. Þannig að hinir meintu vandræða- unglingar kenna sögu- hetjunni ýmislegt sem henni datt aldrei í hug að hún myndi læra.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.