Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 37
✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, AÐALSTEINN KRISTJÁNSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð aðfara- nótt föstudagsins 28. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 3. nóvember kl. 15:00. Anna Hjartardóttir, Óskar Jónsson, Hjörtur Aðalsteinsson, Auður Jacobsen, Kristján Aðalsteinsson, Þóra Leósdóttir, Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 ✝ Kristrún Matt-híasdóttir fæddist í Skarði í Gnúpverjahreppi 22. september 1923. Hún lést á heimili sínu, Fossi í Hrunamanna- hreppi, 24. október 2011. Foreldrar hennar voru Jó- hanna Bjarnadótt- ir, f. í Glóru 3.9. 1878, d. 28.8. 1955, og Matthías Jónsson, f. í Skarði 7.11. 1975, d. 27.11. 1952. Systkini Kristrúnar voru Jóhanna, f. 1905, d. 1906, Bjarni, f. 1907, d. 1983, bóndi að Fossi, Haraldur, f. 1908, d. 1999, kennari og rithöfundur, Laugarvatni, Guðlaug, f. 1910, d. 1999, húsfreyja að Bjargi, Hrunamannahreppi, Steinunn, f. 1912, d. 1990, húsfreyja að Guðrún, og börn Steinunnar og Steinþórs Gestssonar, Jóhanna, Gestur, Aðalsteinn, Margrét og Sigurður. Hefðbundin skólaganga Kristrúnar var einn vetur í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur og í Húsmæðraskóla Reykjavík- ur 1947-48, en á heimili hennar var fróðleikur og bækur höfð í öndvegi. Kristrún skrifaði í þáttinn Íslenskt mál um langt árabil. Hún var einnig ríkur þátttakandi í byggðakvikmynd- inni „Í dagsins önn“ og oft var leitað til hennar vegna þekk- ingar hennar á þjóðlegum fróð- leik. Þau Kristrún og Bjarni seldu jörðina Foss Sigríði Jóns- dóttur og Hjörleifi Ólafssyni sem hafa búið á Fossi með börn- um sínum síðan þau fluttu þang- að árið 1982. Þau Sigríður, Hjörleifur og börn þeirra voru henni sem fjölskylda allan þenn- an tíma og Kristrún dvaldi á heimili þeirra síðustu 10 árin. Útför Kristrúnar verður gerð frá Hrunakirkju í dag, 29. októ- ber 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Tungufelli. Hæli í Gnúpverja- hreppi. Uppeld- isbræður, sem aldir voru upp í Skarði og á Fossi voru Að- alsteinn Hall- grímsson, f. 1908, d. 1933 og Jóhann Snjólfsson, f. 1927, d. 1985. Syst- urdætur Matthías- ar, Svava, f. 1917 og Jóhanna, f. 1920, d. 1996, Þórðardætur ólust þar einnig að mestu upp. Fjöl- skyldan flutti frá Skarði að Fossi árið 1936. Kristrún og Bjarni voru bæði ógift og tóku við búinu að Fossi þegar for- eldrar þeirra féllu frá. Eftirlifandi systkinabörn Kristrúnar eru börn Haralds og Kristínar Ólafsdóttur, Jóhanna Vilborg, Ólafur Örn og Þrúður Kristrún, föðursystir okkar, á Fossi er látin síðust systkinanna sem ólust upp í Skarði, Gnúp- verjahreppi. Þá er rofin sú teng- ing sem við höfðum við þann heim sem var og við systkinin kynntumst í gegnum föður okk- ar og önnur systkini þeirra. Rúna var yngst ásamt uppeld- isbróðurnum Jóa. Þau ólust öll upp við þá ramm- íslensku menningu sem var, þeg- ar kvöldvökur, kveðskapur og skemmtilegar frásagnir voru viðhafðar flest kvöld. Þau höfðu óvenju gott minni og kunnu að segja frá allskyns fróðleik og fara með kvæði og rímur. Í Skarði var bóka- og menningar- heimili eins og víða var þar um sveitir. Sérstaklega þótti Jó- hanna í Skarði halda því merki á lofti. Rúna ávaxtaði þennan arf dyggilega og má segja að hún hafi verið fræðimaður á sínu sviði. Varð hún landsfræg af framlagi sínu í útvarpsþáttunum um íslenskt mál en að auki vann hún að varðveislu þjóðhátta og átti ríkan þátt í kvikmynd um gömul vinnubrögð og var nefnd „Í dagsins önn“. Það voru mikil og erfið við- brigði fyrir fjölskylduna að flytj- ast að Fossi en bærinn hafði ver- ið í eyði um skeið. Rúna tók við æ stærri hlut húsmóður á bæn- um og loks alfarið þegar hún var um þrítugt. Fjölskyldan á Fossi var sam- ofin lífi okkar frá fyrstu tíð. Við bjuggum hjá þeim á sumrin fyrstu æviárin og síðan í sum- arbústaðnum Brekkubæ skammt frá. Eftir að afi og amma létust tóku við þau Bjarni og Rúna og deildu búi þar til Bjarni lést. Faðir okkar, Haraldur, gekk með systkinunum að öllum bú- störfum um sumur. Við systkinin vorum síðar í sveit hjá Rúnu og Bjarna. Það var mikil lífsreynsla fyrir okkur að kynnast því að vera við heyskap og aðra vinnu. Við lærðum gildi þess að ganga rösklega til verks. Jafnframt reyndum við að hvíld, svo sem að leggja sig eftir hádegismatinn, var mikilvæg endurnæring. Við áttum því að venjast að við vinn- una féllu fróðleiksmolar frá Rúnu og nutum við stálminnis hennar þegar hún lagði fyrir okkur gátur og þrautir. Þá voru dýrmætar stundirnar, þegar hún las fyrir okkur á kvöldin, Sher- lock Holmes, og fleiri bækur. Efra loftið á Fossi var oft þétt skipað börnum og unglingum. Þó sagði Rúna frænka að hún hefði aldrei haft gaman af börnum. Það leyndi sér ekki að hún naut þess að fræða okkur og kenna og þótti ekki verra ef bræðrabörnin hennar mundu strax það sem fyrir þeim var haft. Oft var glatt á hjalla, þegar við komum með foreldrum okkar í heimsókn þangað. Í minning- unni lifa myndir af systkinum sem sátu í eldhúsinu á Fossi og rifjuðu upp spaugilegar sögur frá fyrri tíð, hláturinn ómaði um bæinn og hæst hló Jói uppeld- isbróðir þeirra. Þau rifjuðu oft upp gömul vinnubrögð og ræddu um blæbrigði íslenskrar tungu. Faðir okkar sagði jafnan að mik- il synd væri að Rúna hefði ekki farið til frekara náms og látið meira til sín taka á vettvangi ís- lenskra fræða. Við nutum þess að hitta Rúnu í gegnum árin í gamla bænum og síðan á heimili þeirra Sigríðar og Hjörleifs á Fossi en Rúna bjó í hlýju skjóli þeirra síðustu æviár- in. Sú umhyggja var ómetanleg. Jóhanna, Ólafur, Sigrún og Þrúður. Hún Rúna móðursystir mín er farin í sína hinstu för. Hún kvaddi eins og hún sjálf hafði óskað sér. Heima með fossniðinn í eyrunum, umvafin ástúð fjöl- skyldunnar á Fossi. Hún Rúna sagðist hafa verið eftirlætisbarn, hálfgerð dekurskjóða. Hún fæddist í Skarði í Gnúpverja- hreppi langyngst 5 systkina. Eins og nærri má geta var hún foreldrum sínum og systkinum sannur aufúsugestur, smávaxin, fríð sýnum, kvik á fæti og óvenju góðum gáfum gædd. Jóhanna amma sem var geysifróð og minnug ljúflingskona hlýtur að hafa notið þess að fá þessa litlu kátu stelpu í barnahópinn og kenna henni sögur og ljóð. Þótt Rúna teldi sig hafa verið eftirlætisbarn þýddi það ekki að hún hafi ekki verið látin vinna. En mig grunar að þótt afi á Fossi hafi e.t.v. verið nokkuð vinnuharður hafi hann ekki gert veður út af því þótt telpukornið dveldist löngum stundum inni við lestur og annað grúsk. Þegar Rúna var u.þ.b. 15 ára flutti fjöl- skyldan frá góðbýli í þjóðbraut á heiðarbýlið Foss sem þá líktist helst ónumdu landi jafnvel á þess tíma mælikvarða. Ég minnist ferða okkar fjöl- skyldunnar á Hæli að Fossi. Þangað var tveggja til þriggja tíma ferð á hestum. Þá var gott að ríða í hlað á Fossi þar sem amma og Rúna tóku okkur opn- um örmum. Þar var hlúð jafnt að sál og líkama, rassinn var aumur eftir að sitja á hnakkkúlunni hjá pabba og spölurinn úr síðasta áningarstað, Gildurhaganum, reyndist langur. Þá var ekki að sjá frumbýlingsbrag á bænum. Þótt gömul gildi væru þar ávallt í heiðri höfð tóku þau systkinin Bjarni og Rúna nútíðina einnig inn til sín. Þar var fullkomin blanda gamalla og nýrra tíma. Ásamt því að vera afar bók- hneigð var Rúna mikil heimilis- iðnaðarkona. Ég var ásamt Steina bróður mínum vikutíma á Fossi þar sem ég átti að spinna fyrir mömmu á rafmagnsrokk sem þar var til. Hrædd er ég um að vinnan hafi að mestu lent á Rúnu því mín var auðvelt að freista með „lygasögunum“ sem Rúna bar í mig eins og Rauðu akurliljuna, Kapitólu og jafnvel útklipptar neðanmálssögur úr blöðum t.d. Festarmey forstjór- ans. Rúna hafði nefnilega oftast tvær bækur í takinu, eitthvað bitastætt og svo eina góða „lyga- sögu“. Eftir að Bjarni dó og Rúna hætti búskap urðu þær systurn- ar Rúna og Lauga hvor annarri dýmætur félagsskapur. Stund- irnar með þeim saman voru með ólíkindum skemmtilegar. Þær rifjuðu upp lífið í Skarði í gamla daga, sögur og skemmtilegar vísur oftast broslegar. Það kom að því að Rúna flutti úr litla bænum sínum. Þó ekki langt, að- eins yfir hlaðið til fjölskyldunnar góðu sem tók við búi á Fossi. Þau gerðu það ekki heldur enda- sleppt við Rúnu. Þau önnuðust hana þegar hún þurfti þess mest við. Fyrir það var hún og við frændsystkinin þakklátari en orð fá lýst. Þótt góða minninu hennar Rúnu hrakaði dálítið síð- ustu árin þá hélt hún sínum góðu eiginleikum til hins síðasta, skýrri hugsun, glaðværð og ljúf- mennsku. Og nú er bara að kveðja og þakka Rúnu fyrir samveruna. Hún og hennar kynslóð sýndi okkur í verki muninn á hisminu og kjarnanum. Fossinn syngur henni vöggu- ljóð. Jóhanna Steinþórsdóttir. Kristrún Matthíasdóttir á Fossi í Hrunamannahreppi kvaddi samferðafólkið á heimili sínu að morgni 24. þessa mán- aðar. Við urðum vinkonur í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur fyrir 64 árum. Eins ólíkar og við vor- um hefur sú vinátta enst meðan báðar lifðu. Vorið 1948 er skóla lauk bauð hún mér með sér heim að Fossi. Við fórum auðvitað með mjólk- urbílnum upp Biskupstungur – og að Brúarhlöðum kom Matt- hías Jónsson faðir hennar með klyfjahest því hann var að koma að sækja okkur og tómu mjólk- urbrúsana sem voru fluttir á klakk upp yfir „skerslin“ heim að Fossi. Þá gisti ég í tvær næt- ur um miðjan júní og sá Árnes- sýsluna í vorskrúða og þá finnst mér hún fegurst. Á þessum árum skrifuðumst við á löng og góð bréf – það var ekki hægt að ræða um lífið og til- veruna í sveitasímann, segja hvor annarri drauma sína og ráða þá í þann síma. Í ára vís skrifaði Kristrún mikið í útvarpsþáttinn íslenskt mál og við bárum saman málfar og orðanotkun í okkar ólíku sveitum í norðri og suðri og hafði hún ýmislegt eftir Ljósvetningi, því ég vildi ekki koma fram und- ir nafni. Aldrei gat ég lært fal- lega framburðinn á hv og æfði ég mig þó að segja hvítt og hveiti og svo hlógum við bara og eins að því hve ég „sönglaði“ í hennar eyru orð eins og mjólk og hringla o.fl. Hún Kristrún var svo bráðvel gefin til munns og handa að hún hefði held ég notið sín sem fræði- maður við háskólakennslu og hvað sem var. Hún var svo fjöl- hæf, fróð og víðlesin og vel minn- ug. Hin síðari ár urðu bréfin færri en símtölin fleiri. Núna í sept- ember ræddum við tvisvar sam- an í þennan góða einkasíma og hún var vel heima um allt frá liðnum árum, en sagðist vera orðin löt en það var hún nú ekki. Mikið óf hún Kristrún í vef- stólnum sínum uppi á lofti á gamla Fossi. Á því heimili var líka unnið úr ullinni, kembt í kömbum í höndunum og blandað sauðarlitum til að fá „settering- ar“ eða litbrigði. Ljósmórautt kallaði Kristrún músgrátt (fín- legur litur). Við vorum báðar aldar upp við mikla ullarvinnu og flest var heimaofið, bæði úr ull- arbandi og bómullartvisti sem fékkst í hespum. Einnig fékkst hör. Það voru ofin gluggatjöld, borðdúkar og efni í föt. Ég á kjörgripi frá Kristrúnu t.d. sa- lonsofið dívanteppi úr silfurgráu Gefjunar kambgarni en hvítt, sauðsvart og mórautt band í því teppi spann hún sjálf og sömu- leiðis í gimbuðu sjali sem hún gaf mér til að nota við íslenska bún- inginn. Nú stígur enginn rokk- inn og vefstólinn eða skýtur skyttunni skil. Hvílík gæfa fyrir Kristrúnu mína að Sigríður og Hjörleifur keyptu Foss af þeim systkinum rétt um ári áður en Bjarni féll frá og eins það að hún eignaðist alla þeirra fjölskyldu. Þessi val- inkunnu sæmdarhjón veittu henni kærleik og umhyggju þannig að hún fann sig eiga heima jafnt eftir að hún flutti al- veg til þeirra eins og í sínu gamla húsi. Enda mat hún þau mikils og mun vera þakklát að hafa far- ið beint fá Fossi til æðri heima. Ég veit ei hve langt er til þín, en við náum saman. Sæl að sinni, þín vinkona Áslaug Kristjánsdóttir. Okkar kæra Kristrún er fallin frá. Þegar við fluttumst að Fossi varð Kristrún hluti af okkar fjöl- skyldu og hefur alla tíð síðan verið okkur mjög kær. Það er erfitt að ímynda sér Foss án hennar. Þær eru margar minningarn- ar sem við eigum um hana Krist- rúnu okkar, svo margar að þegar við settumst niður til að skrifa þær hefðum við getað fyllt heila bók. Tedrykkja úr bollum með undirskál í eldhúsinu hennar, púkk á jólunum, svartipétur, kis- urnar hennar allar, húslestur í baðstofunni, kattartungur, köld lifrarpylsa og fjólurnar við bæj- ardyrnar eru hluti af þessum minningum. Kristrún var okkur alltaf svo þolinmóð og góð og það var svo notalegt að fara yfir til hennar í austurbæinn. Við munum sakna hennar sárt og geyma hlýjar minningar í hjörtum okkar. Elsku Kristrún: Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Halldóra, Þórunn Björg, Brynja, Bjarni og Einar Ágúst. Í dag er borin til grafar Krist- rún Matthíasdóttir sem fluttist ásamt fjölskyldu sinni að Fossi í Hrunamannahreppi árið 1936. Þar bjó hún síðan, lengst af með Bjarna bróður sínum. Síðustu árin var hún til heimilis hjá Sig- ríði og Hjörleifi, sem tekið höfðu við búi af þeim systkinum árið 1982. Þar undi hún hag sínum vel umvafin stórri fjölskyldu þeirra. Við sem þetta skrifum vorum allar með henni í saumaklúbb, sumar búnar að vera með í rúm 50 ár, aðrar skemur. Kristrún stofnaði einmitt þennan klúbb árið 1958 ásamt fimm öðrum konum í uppsveitinni. Þær hitt- ust öðru hvoru, til skiptis á bæj- unum, á miðjum degi og áttu skemmtilegar stundir yfir hann- yrðum og veitingum þar sem Kristrún var hrókur alls fagn- aðar. Seinna fjölgaði í klúbbnum, farið var að halda hann á kvöldin og áherslan á hannyrðir minnk- aði á seinni árum, allavega hjá sumum okkar. Kristrún var víðlesin, hafsjór af fróðleik, hafði sterka nærveru og sagði skemmtilega frá. Hún tók virkan þátt í umræðum um búskap og bókmenntir, en leidd- ist ef ungu mæðurnar þurftu að dásama afkvæmin of mikið. Minnisstæð eru saumaklúbbs- kvöldin á Fossi, sérstaklega eitt skipti, þar sem við sátum allar í stofunni hjá Kristrúnu. Það var þröng á þingi, húsakynnin ekki stór og hópurinn taldi 12 konur. Heimiliskötturinn, stór og loð- inn, trítlaði inn og var svo óhepp- inn að sveifla skottinu í kerta- loga. Kettinum varð svo um að hann stökk með logandi skottið undir sófa og þær sem sátu þar fyrir spruttu upp með tilheyr- andi hljóðum. Sem betur fór slokknaði fljótt í kisa og ekki hlaust alvarlegur skaði af nema sviðalykt sem lagði um stofuna á eftir. Mikið var hlegið að óförum kisa og þessi stund oft rifjuð upp þegar við hittumst. Hin seinni ár fækkaði komum Kristrúnar í saumaklúbba hjá okkur en alltaf hittum við hana á Fossi hjá Sigríði og var þá ým- islegt spjallað. Við þökkum góðri konu sam- veruna gegnum árin og kveðjum með söknuði, ríkari af kynnum við hana. Fyrir hönd saumaklúbbsins, Marta. Kristrún Matthíasdóttir ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, HREFNA ÞORVARÐARDÓTTIR, andaðist á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi fimmtudaginn 27. október. Jarðarförin auglýst síðar. Hannes K. Gunnarsson, Sigurborg Kristín Hannesdóttir, Ingi Hans Jónsson, Gunnar Hannesson, Guðrún Hjartardóttir, Lárus Ástmar Hannesson, María Alma Valdimarsdóttir, Freyja, Hrefna Rós, Arna Ösp, Halldóra Kristín, Anna Soffía og Valdimar Hannes. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGÞÓR SIGURJÓNSSON veitingamaður, Brúnalandi 21, Reykjavík, lést á krabbameinslækningadeild 11E á Landspítalanum að morgni 26. október. Kristín Auður Sophusdóttir, Sophus Auðun Sigþórsson, Hjördís S. Björgvinsdóttir, Kristín María Sigþórsdóttir, Ben Moody og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ERLENDSDÓTTIR, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 26. október. Sigurlína Magnúsdóttir, Grétar Hrafn Harðarson, Magnús Haukur Magnússon, Valborg Kjartansdóttir, Styrmir Grétarsson, Berglind Elíasdóttir, Björk Grétarsdóttir, Magnús Hrafn Magnússon, Vaka Rögnvaldsdóttir, Margrét Sjöfn Magnúsdóttir, Hekla Magnúsdóttir, Tinna Þórðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.