Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 ✝ Gunnar ÓlafurÞór Egilson fæddist í Barcelona á Spáni 13. júní 1927. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Droplaug- arstöðum 22. októ- ber 2011. Foreldrar Gunnars voru Gunnar Þor- steinsson Egilson erindreki stjórn- valda, f. 9. júlí 1885, d. 14. ágúst 1927, og kona hans Guðrún Thorsteinsson Egilson, f. 5. jan- úar 1890, d. 22. desember 1961. Systkini Gunnars eru Elísabet, f. 1910, d. 2000, Ásthildur Gyða, f. 1911, d. 2005, Þorsteinn, f. 1913, d. 1983, Katrín Hrefna, f. 1916, d. 1917, Helga, f. 1918, d. 2001, Katrín, f. 1920, og Þórunn, f. 1926. Hinn 14. maí 1949 kvæntist Gunnar Ásu Gunnarsdóttur tal- símaverði, sem fæddist í Reykja- vík 21. janúar 1928. Foreldrar hennar voru Gunnar Hall- dórsson verslunarmaður, f. 24. október 1894, d. 11. júní 1962, og Svava Stefánsdóttir, f. 30. september 1907, d. 5. ágúst 1979. Fósturforeldrar Ásu voru séra Jósep Jónsson, f. 24. desem- Tónlistarskólann í Reykjavík ár- ið 1950. Það ár hóf Gunnar að leika með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands sem klarínettleikari og gegndi því starfi til ársins 1985; frá 1960 sem fyrsti klarín- ettleikari. Hann gegndi mörg- um trúnaðarstörfum í þágu tón- listar á Íslandi, m.a. sem ritari og síðar formaður Félags ís- lenskra hljómlistarmanna, for- maður Félags íslenskra tónlist- armanna og stjórnarmaður í Starfsmannafélagi Sinfón- íuhljómsveitar Íslands, auk þess sem hann sat í nefndum m.a. um málefni SÍ og um uppbyggingu tónlistarskóla landsins. Hann sat í framkvæmdastjórn Listahátíðar og var með í að stofna samtök um byggingu tón- listarhúss í Reykjavík, átti þátt í að stofna Musica Nova og Kammersveit Reykjavíkur og var virkur þátttakandi í flutn- ingi kammertónlistar í þrjá ára- tugi. Árið 1972 var hann sæmd- ur gullmerki FÍH og gerður heiðursfélagi þar árið 1982. Í janúar 1985 hætti Gunnar að leika í SÍ og gegndi eftir það starfi skrifstofustjóra hljóm- sveitarinnar og síðan tónleika- stjóri hennar auk þess sem hann stundaði kennslu. Árið 2001 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að tónlistarmálum. Útför Gunnars fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 31. október, og hefst athöfnin kl. 15. ber 1888, d. 20. júlí 1974, og Hólm- fríður Halldórs- dóttir, f. 19. febr- úar 1891, d. 4. nóvember 1979. Börn Gunnars og Ásu eru 1) Gunnar Halldór þýðandi, f. 30. nóvember 1949, maki Dagný Helga- dóttir arkitekt, f. 1949. Börn þeirra eru Helgi Gunnar, f. 1985, Ása Bryndís, f. 1986, Kári Geir, f. 1988, og Þorsteinn Örn, f. 1991. 2) Helga teiknari, f. 3. desember 1950, sambýlismaður Stefan Hansen hljóðfærasmiður, f. 1954. Sonur Helgu og Einars Jó- hannessonar klarinettleikara, f. 1950, er Daði, f. 1972. 3) Nana kennari, f. 16. október 1953, maki Gunnar Kári Magnússon fangavörður, f. 1954. Sonur Nönu með Birgi Edvardssyni er Atli Jarl, f. 1972. Dætur Nönu og Gunnars Kára eru Guðrún Sara, f. 1979, og Ása Sif, f. 1984. Gunnar hóf nám í klarín- ettleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1944 og fór síðan til Bandaríkjanna og Bretlands til frekara náms. Hann kom heim vorið 1948 og hóf kennslu við Nú er hann farinn, vinur minn og tengdafaðir Gunnar Egilson. Hvert veit enginn nema hann og hann bíður væntanlega með að tjá sig um það þar til okkar tími kemur. Þegar litið er á lífshlaup Gunn- ars Egilson virðist ævi hans nán- ast ómöguleg. Í dánartilkynning- unni má lesa: „Fæddist á Spáni 13. júní 1927.“ Ok. Það er bara það að sama ár dó faðir hans, Gunnar, frá þriggja mánaða syni og sjö börnum. Þá voru engar tryggingar og hjá þeirri fjöl- skyldu fundust engir sjóðir að ganga í. Einstæð móðir með allan þennan barnaskara og sá yngsti ákvað að gerast atvinnuhljóð- færaleikari á klarinett! Gunnar lærði í Reykjavík, Los Angeles og Lundúnum! Hvernig fór hann að þessu? Af hverju fór ekki maðurinn á sjóinn? Hvað sagði mamma hans? Eða systk- inin? Ég spurði Gunnar oft út í þessa tíma er hann var í námi og fékk að vita margt, en mér var aldrei ljóst hvernig hann fór að þessu. Kannski vegna þess að hann vissi það ekki sjálfur! Þannig fór alltaf að ég gleymdi að spyrja því sagan var alltaf svo spennandi að smá- atriði eins og peningar hefðu bara eyðilagt hana. Áfram: „Lék með Hljómsveit Reykjavíkur frá 1946 og með Sin- fóníuhljómsveit Íslands frá stofn- un hennar árið 1950 …“ Bíddu við, árið 1950 voru til fleiri hest- vagnar en bílar á Íslandi. Þá var stofnuð Sinfóníuhljómsveit sem er við fyrstu sýn vitlaust stafsett! Til Íslands flækist stundum, í farteski eða vorvindum, stór og mikil fluga sem nefnd er býfluga eða humla. Það sem er merkilegt með þessa flugutegund er það að hún á ekki að geta flogið, ef vís- indin fá að ráða. Humlan veit ekk- ert um þessi vísindi og flýgur þess vegna eins og ekkert hafi ískorist. Þannig er Gunnar Egilson í mínum huga. Hann gerði hluti sem engum hafði komið til hugar af því að hann velti aldrei fyrir sér takmörkunum heldur sá hann fyrst og fremst möguleikana. Hann hafði persónuleika sem gerði honum kleift að vinna að ómögulegum hlutum að ná tak- mörkum sem engum datt í hug að hugsa um, á Íslandi árið 1950 og seinna. Ef til vill er þessi hæfileiki meira ráðandi á eyríkjum en öðr- um ríkjum, um það skal ekki velt vöngum hér. Víst er þó, að hæfi- leikinn er forsenda þróunar, þar sem lítið fer fyrir öðrum auð en vilja. Í dag hvílir eitt magnaðasta tónleikahús veraldar á hafnar- bakkanum í Reykjavík, þar sem til skamms tíma var þurrkaður saltfiskur og skreið var fermd í skip á leið til Afríku. Harpa var eitt af baráttumálum Gunnars Egilson og sem betur fer missti hann af þeirri holskeflu fyrirlitn- ingar sem á þeirri framkvæmd dundi þegar verst lét fyrir Íslandi og sem betur fer lifði hann að sjá húsið og njóta af æfingu Sinfón- íuhljómsveitarinnar í Hörpu. Fyrir mér er Gunnar Egilson Harpa og Harpa er samnefnari Humlunnar sem enginn trúir á en allir dást að, því henni tekst það sem hún ætlar sér. Elsku Ása mín, Nana, eftirlif- andi skyldmenni og afkomendur: Ég samhryggist ykkur og sam- gleðst yfir þeirri hamingju að hafa notið návista við þennan mann. Hvíldu í þínum friði Gunn- ar. Við hittumst kannski einhvers staðar annars staðar. Gunnar Kári Magnússon. Haustið skartar sínum feg- urstu litum. Þegar húmaði að kvöldi á sólríkum degi kvaddi minn kæri tengdafaðir okkur eft- ir farsælt líf. Nær þrjátíu ára gömul mynd kemur upp í hugann. Hann tekur á móti mér í dyra- gættinni, sportlega klæddur, handtakið þétt, brosið náði alveg til augnanna og viðmótið var ein- staklega hlýlegt. Síðan hafa sam- verustundirnar verið margar og góðar. Gunnar var skemmtilegur maður, hrifnæmur og með gott skopskyn. Hann náði afar góðu sambandi við barnabörnin, var þeim góður félagi og ástríkur afi. Mörg góð samtölin áttum við um sameiginlegt áhugamál okkar, byggingu tónlistarhússins, og þar miðlaði hann mér mörgu af sinni löngu reynslu og þekkingu. Það var því stór stund fyrir hann þeg- ar hann heimsótti húsið í sumar á æfingu sinfóníuhljómsveitarinn- ar, þá farinn að kröftum en and- inn þó enn móttækilegur. Tengdapabbi og Gunnar minn voru miklir vinir og var náið sam- band milli þeirra feðga. Þeir deildu áhuga á andlegum málefn- um og áttu sinn persónulega húmor. Það duldist engum hversu kært var með þeim Gunn- ari og Ásu og hversu mikils hann mat hana. Saman hafa þau gengið veginn í yfir 60 ár. Kaffi- og matarboðin hjá þeim voru alltaf mjög notaleg, Ása bar þar kræsingar á borð, Gunnar sat glaður og reifur og sagði skemmtilegar sögur og brandara eða spjallaði um áhugaverð mál- efni. Fjölskyldan var honum mjög hugleikin og fylgdust þau Ása alltaf mjög náið með dætr- unum og barnabörnunum búsett- um erlendis. Síðustu árin voru Gunnari erf- ið vegna veikinda og aðdáunar- vert hversu vel Ása annaðist hann þennan tíma. Mér fannst það táknrænt að dagurinn sem hann kvaddi á var enginn venjulegur dagur, 200 ára afmæli Franz Liszt. Ríkisútvarp- ið ómaði af tónlist hans og það var ljúft að hugsa til tengdapabba undir þessum fallegu tónum. Kannski valdi hann daginn sjálf- ur. Ég þakka honum fyrir langa samleið sem aldrei bar skugga á og bið honum blessunar í garð- inum hinum megin þar sem enn fegurri tónlist hljómar. Dagný Helgadóttir. Þegar ég hugsa til baka um all- ar þær góðu minningar sem ég á um afa Gunnar kemur fyrst í hug- ann hlýja röddin og skemmtilegi húmorinn sem einkenndi hann alla tíð. Afi sá til þess að alltaf var nóg af skemmtun í boði þegar við systkinin komum í heimsókn en mér fannst sérstaklega mikið sport að reyna við öll þau erfiðu púsluspil og gestaþrautir sem hann átti. Það besta var samt að hann sat oftast með og hjálpaði okkur svo þannig áttum við góðar stundir saman. Svo má ekki gleyma að kakó og pönnukökur biðu okkar eftir á, en nýbakað bakkelsi og annað gómgæti hefur alltaf einkennt heimsóknirnar þar á bæ. Ég var mörg ár í píanónámi og það var ómetanlegt að hafa sér- fræðinginn afa sem hjálparhönd og fyrirmynd. Ég laumaði oft að honum heimaverkefnum í tón- fræði og hann var alltaf reiðubú- inn að hjálpa, en hann var bæði þolinmóður og skilningsríkur kennari. Hann var líka tíður gest- ur á tónleikum hjá mér og hann sýndi píanónáminu mínu alltaf mikinn áhuga og stuðning. Ein minning sem hefur lengi staðið upp úr er þegar við sátum eitt sinn við píanóið mitt heima og ég sagði honum upp úr þurru að ég tengdi mismunandi liti við hverja nótu. Hann lifnaði allur við og útskýrði að þetta væri sjald- gæfur hæfileiki sem væri helst hjá listamönnum og ég ætti endi- lega að þroska þetta með mér. Það vildi nefnilega þannig til að hann væri svona líka. Síðan bár- um við saman bækur okkar og fundum út að aðeins ein nótan hafði ólíkan lit hjá okkur. Ég varð mjög montin af þessum sérstöku tengslum okkar afa og ég vil meina að þetta hafi verið smá- vöggugjöf frá honum. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt svona mörg góð ár með elsku afa og mun lengi ylja mér við góðar minningar. Ása Bryndís. Kæri afi. Frá því ég man eftir mér hafa matarboðin og ferðirnar til ykkar á Dunhaganum staðið upp úr. Það var ekkert skemmti- legra en að vera lítill polli og koma í heimsókn, fá góðan mat og horfa á teiknimyndir með þér og ömmu. Ég gæfi mikið til þess að fá að upplifa þá tíma aftur. Sem dæmi um hvað ég leit upp til þín þá reyndi ég alltaf að standa fyrstur upp þegar kallað var til matar til þess eins að reyna að ná sætinu við hliðina á þér. Það var alltaf ávísun á góða skemmt- un því það var alltaf hægt að grín- ast með þér. En svo hafðir þú áhrif á líf mitt á marga vegu. Ein af þeim er að ég ákvað að læra á klarínett að stórum hluta út af þér. Ég hafði vonast til að með því að velja klarinett gæti ég fengið að læra hjá þér og hitta þig oftar. Sú varð þó ekki raunin en þú bættir það upp með því að gefa mér mitt fyrsta klarínett og alltaf bauðstu fram aðstoð þína þegar ég þurfti á henni að halda og gat ég þá komið yfir til ykkar í pönnu- kökur. Mikil gleði og húmor hafa allt- af einkennt þig í huga mínum. Það var erfitt að sjá hversu mikið þér hrakaði seinustu ár en þrátt fyrir það náðirðu svo oft að koma brosi á andlit mitt með nærveru þinni eins og þú hefur gert öll þau 23 ár sem ég hef deilt með þér. Ég veit að þú ert kominn á betri stað núna. Þinn vinur og barnabarn, Kári Geir. Þegar ég kvaddi afa fyrir fimm vikum, rétt áður en ég lagði af stað út á flugvöll, grunaði mig að ég gæti verið að kveðja hann í síð- asta sinn. Þótt það hafi því miður verið raunin vil ég rifja upp glað- legar minningar sem fyrir mér hafa ávallt einkennt hann. Þegar ég var yngri sótti afi mig stundum í pössun og þá var alltaf komið við í bakaríi og keyptur kleinuhringur eða snúður sem var sannarlega hápunktur dags- ins á þeim tíma. Ekki voru heim- sóknir til þeirra afa og ömmu í Dunhaganum síðri því þar var alltaf í boði skál með súkkulaði, lakkrís og öðru gómgæti auk snúða sem voru, eins og hefðin var, alltaf skornir í fjóra eða átta bita. Við krakkarnir lékum okkur einnig stundum með lítið keilu- sett úr plasti sem þau áttu og átti það til að dreifast um allt gólf. Auk þess var í miklu uppáhaldi að Gunnar Ó.Þ. Egilson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR EMIL ÁGÚSTSSON Fyrrverandi lögregluvarðstjóri lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli, laugardaginn 29. október. Jarðarför auglýst síðar. Kristín Sigurðardóttir, Greta Sigurðardóttir, Hermann Sigurðsson, Alexis Boyanowski, Guðjón Sigurðsson, Sigríður Pálsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Sigurður Harðarson, Barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA BJÖRNSSON Neshaga 17, Reykjavík lést þann 29.okt. Sesselja Þorbjörnsdóttir, Ívar Ragnarsson, Ragnhildur Þorbjörnsdóttir, Bjarni Jarlsson, ömmu- og langömmubörn. Kveðja frá vini Þorkell Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.