Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 2

Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 2
Lausaskyttur í íslenzkum íræöum. BARÐI GUÐMUNDSSON þjóð- skjalavörður hefur á undanförnum ár- um unnið að merkilegum rannsóknum á Njáls sögu út frá nýstárlegu sjónar- miði. Nokkrar glefsur úr þessum rann- sóknum hefur hann þegar birt sem smserri ritgerðir um einstök atriði, en heildarniðurstöður vantar enn, og trú- legt, að undirbúningi sé ekki enn lok- ið. Mörgum mun þó finnast sem fræði- maður þessi hafi þegar kveikt þann vita, sem bregður fögru ljósi yfir hið forna listaverk og opnar leið um mörg sund, sem engum hefur áður komið til hugar að sigla. Barði hefur farið lífgandi höndum um rannsóknarefni sitt. Hjá honum fer saman fræði- mennska og innsýn. Þeim mun ergi- legra er, að hann skuli varla hafa frið á sér fyrir ábyrgðarlitlum lausaskytt- um, sem gera nú að honum hverja hríðina á fætur annarri. Að vísu virð- ist Barði ekki enn hafa talið ómaksins vert að dusta af sér mýið, en ekki ætti það að aftra öðrum frá að lýsa van- þóknun sinni á iðju hinna vígfúsu sjálfboðaliða. Fyrirlitningin fyrir sannleikanum. ALLT, SEM lausaskyttumar hafa um málið skrifað, ber vitni um mikla lesningu í Njálu og öðrum fomsögum, en að sama skapi bamalegan skilning og fyrirlitningu fyrir vísindalegum rannsóknum. Benedikt frá Hofteigi vill sanna, að Þorvarður Þórarinsson hafi ekki skrifað Njálu, af þvi að rangt sé farið með áttamiðanir á Austurlandi. Hann virðist ekki vita, að hvar sem komið er hér á landi, eru áttamiðan- ir manna mjög ónákvæmar og jafnvel þveröfugar og það i heimahögum við- komanda. Segja ekki Grindvíkingar og Selvogsmenn „suður í Reykjavík" og Siglfirðingar og Húsvíkingar „norður á Akureyri"? Fornmenn höfðu ekki komp- ás, og alþýða manna miðar ekki áttir eftir kompás enn í dag. Benedikt segir ennfremur, að Jón Loftsson hafi skrifað Njáls sögu. Hér sýnir hann fyrirlitn- ingu sína fyrir vísindalegri „fræði“, svo að notað sé aðalvígorð hans sjálfs. Það er fullsannað og ágreiningslaust meðal fræðimanna, að Njála var skrifuð á ár- unum eftir 1280. Þetta er svo vel rökstutt, að því er ekki unnt að hnekkja, þarna á Njálaheima í íslenzkri bókmenntasögu og hvergi annars stað- ar. Þessu er ekki hægt að breyta með einu yfirlætislegu pennastriki. Sá, sem gera vill tillögu um höfund Njálu, verður að nefna einhvern þann mann, sem var á lífi eftir 1280. Jón Loftsson dó árið 1197. Ekki munar nú meira hjá Benedikt. Helgi á Hrafnkelsstöðum segir, að Snorri Sturluson hafi skrifað Njálu. Snorri dó árið 1241. Þar {ór það. Helgi lýsir eftir skoðun prófessoranna Ein- ars Ól. Sveinssonar og Sigurðar Nor- dals og segir, að þeim muni allir trúa. Ekki viljum vér gera þessum fræði- mönnum upp skoðanir, en víst er þó, að þeir mundu segja meðal annars: Njáls saga er rituð á síðasta fjórðungi 13. aldar. Af þeirri ástæðu einni (auk margra annarra) er af og frá, að Jón Loftsson eða Snorri Sturluson hafi skrifað hana, en hugsanlegt, að Þor- varður Þórarinsson hafi gert það, því að hann dó ekki fyrr en 1296. Hrúturinn Örgumleiði. EKKI ER ÞAÐ ætlun vor að munn- höggvast meira við þá Benedikt og Helga, enda mun liklega sannast hér það spakmæli, sem Bjöm Jóhannesson sagði við Guðmund Marteinsson, að það er erfitt að diskútera við brjóst- vitið. Ást þessara manna á Njáls sögu er virðingarverð, en hún er blind, augu þeirra em haldin. Það sannast erm hið fornkveðna, að eigi veit hvar ó- skytja ör geigar, er sókn þessara blind- ingja beinist að þeim manni, sem skyggnustum augum hefur rannsakað hina fomfrægu sögu. Benedikt og Helgi eiga fleiri sameig- inleg áhugamál. Báðir em landsþekkt- ir sauðfjárræktarmenn, og heiður sé þeim fyrir það. Helgi á enn kostafé sitt, en Benedikt aðeins eina kind, hrútinn Örgumleiða (sbr. þegar Hafn- firðingar héldu, að Abba-labba-lá væri meri). Hvemig væri að hann gæfi sér frí frá Njálurannsóknum og færi með þetta metfé sitt austur í hreppa? Ekki mundi þá skorta umræðuefni, Helga og hann, og nærri má geta hvort ekki yrði litið upp í fjárhúsunum á Hrafn- kelsstöðum, þegar hrúturinn Örgum- leiði marsjeraði inn í króna. Þjóðleikhúsið. ÚTVARPSSTJÓRI gegnir ábyrgðar- mestu stöðunni í andlegu menningar- lífi vom. Næstur honum gengur þjóð- leikhússtjóri. Gott leikhús er sú upp- spretta lifandi vatns, að hver sem af drekkur, hann mun aftur þyrsta. Vér erum bókmenntaþjóð, íslendingar. Bók- menntir og leikhús er ekki eitt og hið sama (og þetta ber vel að athuga), en þó hvort öðm skylt, enda er leiklistar- ahugi mikill hér á landi. Leiklistin er þó að vonum á fremur frumstæðu stigi. En áhuginn er mikill, og margir ís- lendingar hafa sýnt ekki litla leikhæfi- leika. Hér er því hráefnið fyrir hendi, bókmenntaáhugi, leiklistaráhugi, hæfi- leikar, og úr þessu á Þjóðleikhúsið að vinna íslenzka leikhst. Áhrif þess eiga að ná til allra leikflokka, hvar sem er á landinu. fslehzkt og erlent. EINN VANDINN, sem leikhússins bíður, er að finna hæfilegt hlutfall milli íslenzks óg erlends efnis. Eflaust skipt- ast ekki skoðanir um, að það eigi sí- fellt að hafa á takteinum klassisk snilldarverk, en jafnframt verður það með vakandi huga að finna og kynna hér allar merkar leikhúsnýjungar. Fá- um við ekki fljótlega að sjá Sartre á sviði Þjóðleikhússins? T. d. snilldar- Framhald á bls. 23. 2 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.