Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 2

Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 2
Indriðadýrkun. Þ J ÓÐLEIKHÚ SIÐ hefur nú verið vígt með bumbum og básúnum. Sú at- höfn hefur þegar kostað of mikinn pappír og prentsvertu, og biðjum vér afsökunar á, að vér leggjum enn orð í þann belg. Vígsluathöfnin var hrukku- laus að formi, en pervisin að efni. Eng- ig vígsluræða var flutt, en í þess stað nokkur stutt og eftir því mjó ávörp. Nafn Guðjóns Samúelssonar heyrðist nefnt líkt og af tilviljun. Svo kom há- tíðarsýningin, Nýjársnótt Indriða Ein- arssonar. Fyrir hina yngri menn, sem nú hljóta að dæma Indriða eftir bók- menntaafrekum hans einum, er það ó- skiljanlegt og allt að því hlægilegt, hve hóflaus dýrkun hans hefur verið þessa vígsludaga. Það er talað um Indriða eins og goðveru, honum er slöngvað upp á himin og gerður að stjömu og menn næstum því kúgaðir til að falla fram og tilbiðja stjömuna. Síðan er oss sýnd Nýjársnóttin. Hvemig víkur því við, að það er eins og gert hafi verið alls herjar lygasamsæri um þetta leik- rit? Af hverju þorir enginn að segja, að keisarinn sé nakinn? Sannleikurinn er sá, að Nýjársnóttin er lítilfjörlegt leik- rit, gert af vanefnum, barnalegt og blátt áfram leiðinlegt. I því er fátt skemmti- legt nema álfadansinn, en ballett má sýna í minni umbúðum. Leikarar vorir stóðu sig tappert að þrauka út þessa framsagnarskrautsýningu, þótt sumir væm ekki lausir við krossfestingar- svip. Persónulega hyggjum vér, að Skuggasvein hefði átt að sýna á vígsludegi leikhússins. Hann ber af Nýjársnóttinni að öllu leyti, og er auk þess merkari í íslenzkri leiksögu. Matt- hías kunni ekki að vera leiðinlegur. Þrátt fyrir þetta er þó ekki ætlun vor að deila á þá ráðabreytni, að Nýjárs- nóttin var sýnd. Það má réttlæta með því, að Indriði var forgöngumaður leik- húsmálsins og baráttumaður íslenzkrar leiklistar. f hans minningu mátti vel sýna Nýjársnóttina. En vér deilum á þá blekkingameistara, sem tala um Indriða sem guð og Nýjársnóttina sem stórt skáldverk. Indriða Einarssyni tókst að verða leikritaskáld í meðallagi, en frá- bær var hann ekki, og Nýjársnóttin er tilkomuminnst verka hans. Verður hann ekki minni maður, þótt þessi sannleikur sé sagður, og trúum vér því ekki, að það raski grafarró hins látna heiðursmanns. Hann var það merkur maður, að ekki þarf að ljúga á hann verðleikum. Hárlos á íslenzkri menningu. ÚTLENDINGAR hafa búið til orðið kúltúrsnobb. Maður af þeirri gerð heit- ir menntasnati á voru máli. Hann er óyndislegastur manna. Ekki þarf að efa, að leikhúsið orki fast á þefskynjan þessarar manntegundar. Menntasnatar munu flykkjast að því eins og hrafnar að hrossskrokk, og er þetta þegar kom- ið á daginn að nokkru. Þá varð það og bert við þjóðleikhúsvígsluna, hvílíkt eldóradó hégómans skrautgangar þess geta orðið. Hvergi er annar eins stað- ur á íslandi til að sýna orður og loð- keipar. Og það var hreinasta furða, hversu góðborgurum vorum tókst að leika látæði og siðu erlends yfirstéttar- leikhúss. Orðumar glóðu og glitruðu, og frúmar bára keiparnar á báðmn öxlum, svo að hárin risu. En því mið- ur vom þau ekki öll eins föst og skyldi í sverði sínum. Sjónarvottar kveða satt vera, að ekki sæi í suma góðborgarana fyrir orðum, en hitt einnig, að ekki sæi öllu meira í suma ódekóreraða kjól- herra fyrir hvítum og gráum mel- rakkahámm, er þeir höfðu fengið af keipum kvenna sinna og annarra. Something is rotten. Vonandi er þó þetta hárlos ekki annað en vígslufyrir- brigði, en ekki tákn um íslenzka menn- ingu eða spá um framtíð leikhússins. Þar má engin yfirborðsmennska eða rotnun þrífast. Sönn menning er eins og lifandi blóm, með safa í æðum. Hve lítið sem það er og fáskrúðugt, er það þó alltaf betra en fagurlitað pappírs- blóm. Lifi Halldór Kiljan Laxness. GJARNA VILJUM VÉR firra oss því ámæli, að vér hér á kaffihúsinu ræðmn það eitt, er miður fer, líkir þeim grammatíkó, sem hirti öll spörðin á göngu sinni, en eftir skildi berin. Ó- gjarna viljum vér láta skipa oss í hóp þeirra, sem allt vilja gera að meðal- mennsku, hossa skussanum hærra en hann á skilið og draga snilldina niður. Sigurður Grímsson leggur kollhúfur eins og kargur hestur, þegar hann á að skrifa um íslandsklukku Halldórs Lax- ness. Svona gengur það nærri honum að þurfa að viðurkenna snilldina. En vér segjum í sem stytztu máli: Halldór Laxness er hetja dagsins. íslandsklukk- an er fágætt listaverk, djúpt, fagurt, meitlað, undursamlegt sambland af rómantík og realisma, skáldlegt panó- rama. Halldór er vor á meðal sá eini, sem Jón Marteinsson talar um. „Svei attan“, segir rödd úr holtaþokunni, „hann hefur svipt oss sauðkindinni, bóndanum, útilegumanninum, og nú kvað hann vera að skrifa bók til þess að svipta oss fomkappanum.“ „Enda þótt“, svömm vér, „hann hefur gefið- oss íslandsklukkuna". Að eyðileggja hvítasunnuna. VORIÐ er öðmm árstíðum fremur tími hins foma frummannssiðar, mann- dómsvígslunnar, sem kölluð er con- firmatio eða ferming með kristnum mönmmi. Margir emm vér íslendingar menn ókristnir, heiðnir eins og sá svarti mórían. Látum þá af oss, sem kristnir em, ferma sín börn óáreitta, þeir geta gefið þeirri athöfn innihald af trú sinni. En hvað skal segja um hinn hundheiðna borgara, sem aldrei kemur í kirkju og veit ekki í hvaða sókn hann er, þegar hann trúlaus og tilfinningarlaus arkar með barn sitt í kirkju og lætur fremja á því hina undarlegu töfra, manndómsvígsluna, sem er þó næsta úrkynjuð og blóðlaus Framhald á bls. 23. 2 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.