Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 6

Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 6
NÍNA TRYGGVADÓTTIR: S p h i n x Glitrandi lauf við gullrauðan himin og bliltandi haf. í ffólubláum skugga fossandi œða lauztu yfir mig og sagðir: Sphinx, ég skil þig ekki, vitund min týnist í hyldjúpum titring, sem um þig fer. ------En ég sagði þér aldrei leyndarmál lifsins, þú vissir það ekki, að snerting þín fenddi hinn dularfulla neista i djúpinu milli okkar — sem er lifið sjálft. Dagsverk Ég hef verið i Hafnarfirði á sumardegi, hraunið ilmaði af þurrum fiski Ég sá húsin spegla sig i silkibláum sjónum, menn og konúr með krosslagða fœtur i strœtisvagni — — er þetta allt? Ég tók niður liti — rautt, gult og blátt og kallaði það dagsverk. Líf og dauði Ég stend á miðjum vegi, einangruð, með ekkert fram undan og ekkert að baki. Sérhver hreyfing er ný byrjun — sérhver byrjim flótti frá því sem var, hvert skref formlaus tilfinning af ósigri, ný refsing, nýr dauði, nýtt lif.

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.