Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 16

Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 16
Sherwood And- e r s o n getur hik- laust talizt á meðal þeirra höfunda, ame- rískra, sem lýst hafa lífinu í borgum og bæjum af hlífðar- lausu raunsæi, og tekur hann til með- ferðar atburði úr eig- in lífi eða samferða- manna sinna. Hann fæddist 1876 í Cam- den í Ohio, af fá- tæku fólki kominn, byrjaði að vinna fyr- ir kér tólf ára gam- all. Hann var orðinn verzlunarstj. í máln- ingarverzlun, þegar það kom yfir hann að helga sig ritstörf- um.*Bókin, sem færði honum fyrst frægð, var Winesburg, Ohio, kom út 1919. Úr henni er tekin sagan, sem hér birtist. Ein af bókum Andersons hefir komið út í ís- lenzkri þýðingu, Dimmur hlátur (Dark Laughter), íslenzkuð af Karli ísfeld, rit- stjóra, og útgefin af Helgafelli. Anderson lézt á leið til Suður-Ameríku árið 1941, og féll með honum í valinn brautryðjandi hinna svokölluðu „harðsoðnu" amerísku rithöfunda. Furðulegt atvik Smásaga eftir SHERWOOD ANDERSON Lisa Hindman hafði átt heima í Wineshurg alla sína ævi og var orð- in tuttugu og sjö ára. Hún var inn- anbúðar í kramvörubúðinni hjá Winney og bjó lijá móður sinni, sem nú var gift í annað sinn. Stjúpi Lísu var bílamálari og drykkfelldur. Ævi hans var skrýt- in. Hún á skilið að færast í frá- sögur einhvern tíma. Þegar Lísa var sextán ára, og áð- ur en hún fór að vinna í búðinni, var hún í Jnngum við ungan mann. Hann hét Ned Currie og var eldri en Lísa. Hann hafði atvinnu hjá Fréttablaðinu í Winesburg og löngum lieimsótti liann Lísu og hverju kvöldi. Þau gengu tvö sam- an í skjóli trjánna eftir götum bæjarins og töluðu um það, sem þau ætluðust fyrir. Lísa var þá mjög lagleg stúlka og Ned Currie tók hana í fang sér og kyssti hana. Hann komst í geðshræringu og sagði ýmislegt, sem hann ætlaði ckki að segja, og Lísa, sem varð fyrir vonbrigðum, af Jjví að hún þráði eitthvað fallegt inn í sitt til- breytingarsnauða líf, varð einnig æst. Hún fór líka að segja sitt af hverju. Skurnin utan um líf henn- ar, einurðarleysið og hlédrægnin, brotnaði, og hún sogaðist í ólgu ástarinnar. Um haustið fór Ned Currie til Cleveland, J)ar sem hann gerði sér von um að fá stöðu við stórborgardagblað og komst til vegs í veröldinni. En þá vildi hún fara með honum. Titrandi röddu sagði hún lionum, livað henni bjó í brjósti. „Ég ætla að vinna eins og Jm,“ sagði liún. „Ég vil ekki íjoyngja þér með óþörfum útgjöld- um lianda mér. Gifztu mér ekki núna. Við getum komizt af án þess, og við getum verið saman. Jafnvel þótt við búum saman í húsi, mun enginn segja neitt. í borginni er- um við óþekkt og fólk veitir ojkkur ekki athygli." Ned Currie komst í vanda út af ákvörðun unnustu sinnar og hún snerti hann djúpt. Hann hafði vilj- að stúlkuna fyrir fylgikonu, en skipti um skoðun. Hann vildi vernda hana og sjá fyrir henni. „Þú veizt ekki, livað þú ert að tala um,“ sagði liann snöggt. „Þú getur ver- ið viss um, að ég læt þig ekki gera neitt slíkt. Undir eins og ég fæ góða atvinnu, kem ég til baka. Fyrst í stað verður Jjú að vera kyrr hér. Það er það eina sem við getum gert.“ Kvöldið áður en Ned Currie hélt brott úr Winesburg til að hefja sitt nýja líf í stórborginni, fór hann að heimsækja Lísu. Þau löbbuðu um göturnar eina stund og síðan óku þau upp í sveit. Tunglið kom upp og þeim reyndist ógerningur að 16 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.