Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lķf og list

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lķf og list

						
um, hvað hún ætlaði að gera, hljóp
hún niður í myrkrinu og út í rign-
inguna. Þegar hún stóð á gras-
blettinum fram við húsið og fann
kalt regnið á líkama sínum, varð
hún haldin af óðri löngun til að
hlaupa nakin eftir strætinu.
Árum saman hafði hún ekki ver-
ið svo þrungin af æsku og hug-
rekki. Hana langaði til að stökkva
og hlaupa, að finna einhverja aðra
einmana mannveru og faðma hana.
Á gangstéttinni framan við húsið
var maður að staulast heim á leið.
Lísa byrjaði að hlaupa. Það fór um
hana tryllingur. „Mér er alveg
sama, hver hann er. Hann er ein-
samall eins og ég, og ég ætla að fara
til hans," hugsaði hún, og án þess
að gera sér grein fyrir afleiðingun-
um, sem þetta æði kynni að hafa,
kallaði hún. „Bíddu! Farðu ekki
burt. Hver sem þú ert, verðurðu að
bíða."
Maðurinn á gangstéttinni nam
staðar og stóð hlutsandi. Hann var
gamall maður og nokkuð heyrnar-
sljór. „Hvað? Hvað segurðu?" kall-
aði hann.
Lísa datt á jörðina og lá þar
skjálfandi Hún var svo skelfd af til-
hugsuninni um það, sem hún hafði
gert, að þegar maðurinn var farinn
leiðar sinnar, þorði hún ekki að
rísa á fætur, heldur skreið á hönd-
um og hnjám í grasinu heim að
húsinu. Þegar hún var komin upp í
herbergið sitt, setti hún slagbrand
fyrir hurðina. Hún skalf af hrolli
og hendur hennar titruðu svo, að
henni veittist erfitt að komast í
náttfötin. Þegar hún var komin í
rúmið, gróf hún andlitið niður í
koddann og grét beisklega. „Hvað
gengur að mér?" hugsaði hún og
sneri sér til veggjar og reyndi að
horfast í augu við þá staðreynd, að
margur maðurinn verður að lifa og
deyja einsamall, líka í Winesburg.
JÓHANN JÓNSSON:
SÖKNUÐUR
Hvar hafa dagar lifs þins lit sínum glatað?
Og Ijóðin, er putu um þitt blóð frá draumi til draums,
hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó barn, er þig hugðir
borið með undursamleikans
eigin þrotlausan brunn þér i brjósti!
Hvar.....?
Við svofelld annarleg orð,
sem einhver rödd lœtur falla
á vorn veg — eða að þvi er virðist,
vindurinn bhcs gegnum strœtin,
dettur oss, svefngöngum vanans, oft drykklanga stund
dofinn úr stirðnuðum limum.
Og sþwiahljóð tómleikans lœtur i eyrum vor lœgra.
Og leiðindin virðast i úrx/inda hug vorum sefast.
Og eitthvað er svefnrofum likist, á augnlok vor andar,
vér áttum oss snöggvast til hálfs, og skilningi lostin
hróþar i allsgáðri vitund
vor sál:
Hvar?
Ó hvar? Er glatað ei glatað?
Gildir ei einu um hið liðna, hvort grófu það ár eða eilifð?
Unn þú mér heldur um stund, að megi ég muna,
minning, hróþaði rödd,
ó dvel!
En œ, hver má þér með höndum halda,
heilaga blekking!
Sem vœngjabliji svifandi engla
i augum vakandi barna
ert þú hverful oss, hversdagsins þrœlum ....
Og óðar en sé oss, það Ijóst, er undur þitt drukknað
i æði múgsins og glaumsins.
Svo höldum vér leið vorri áfram, hver sina villigötu,
hver i sinu eigin lifi vegvilltur, framandi maður;
og augu vor eru haldin og hjörtu vor trufluð
af hefð og löggrönum vana, að Ijúga sjálfan sig dauðan.
En þei, þei, þei — svo djúpt sem vor samvizka sefur,
oss sönglar þó allan þann dag
við eirðarlaus  eyrun
eitthvað þvi likt sem komið sé hausthljóð i vindinn,
eitthvað þvi líkt sem syngi vor sálaða möðir
úr sjávarhljöðinu i fjarska ....
Og eyðileik þrungið.
hvíslar vort hjarta
hljótt út i bláinn:
Hvar? . . . Ó hvar?
LÍF og LIST
19
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24