Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 2

Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 2
Listhvöt íslands. JÓN LEIFS tónskáld er í senn kunn- ur maður og litt kunnur hér á landi. Nafn hans þekkja allir, og allir hafa heyrt um hann dóma, ósjaldan harða dóma.En músik hans þekkja færri,hún er kölluð „óskilj anleg“, ef ekki eitt- hvað enn verra. Vér eftirlátum öðrum, lem færari eru, að útkljá það mál, því að það er ekki músik Jóns Leifs bein- línis, sem kemur oss til að minnast hans í þessum þáttum, heldur hitt, að tón- skáldið hefur nýlega gefið oss tækifæri til að kynnast sér rækilega, einnig þeim af oss, sem ekki erum eins og heima hjá okkur í tónlistinni — en þýzkukunnátta er hins vegar ófrávíkj- anlegt skilyrði fyrir þessum kynnum. f hendur vorar barst fyrir skemmstu bók, sem Jón Leifs hefur sent frá sér, Islands kúnstlerische Anregung heitir hún, og leyfum vér oss að kalla hana í bili Listhvöt Islands á voru máli. Þetta er í sannleika einstæð bók í bókmennt- um íslendinga, því að hún er hvorki meira né minna en trúarjátning höf- undarins. Suður og norður. í BÓK sinni lýsir Jón Leifs æsku- kynnum sínum af miðevrópskri eða suðrænni hljómlist, og hversu hann snemma vann sér þá sannfæringu, að sú list hefði þegar fullkomnað sitt skeið, tindinum væri þegar náð af hin- um miklu meisturum, og hver sá, sem reyndi sig á þeim vettvangi, væri dæmdur til að vera epigon, eftirlegu- kind, því að möguleikamir til frum- legrar sköpunar væru tæmdir. Þegar tindinum er náð, hallar aftur undan fæti, og í niðurförinni, undanhaldiiiu, vildi Jón Leifs ekki taka þátt. Heldur fara og leita nýrra landa. Og hann leit- aði ekki langt yfir skammt, heldur fór að rannsaka og lifa sig inn í íslenzk þjóðlög, og sjá, hann fann sína Ameríku, nýjan heim fullan dásemda, sem lítt eða ekki vom kunnar. Og hann ákvað að nema landið. En Jón Leifs lét sér ekki nægja að rannsaka gömul íslenzk þjóðlög.. Hann beindi athygli sinni að allri norrænni list og jafnvel sjálfri náttúm norðurs- ins. Hann sökkti sér ofan í fomíslenzk- ar bókmenntir, einkum þó skáldskap, Eddukvæði, dróttkvæði og rímur. Hann kynnti sér forna norræna skurð- list, myndlist, byggingarlist, og alls staðar þóttist hann finna vísi hins sama. Smátt og smátt öðlaðist hann þá sannfæringu, að þar sem suðrið hefði þegar runnið sitt skeið, ætti norðrið dýran vísi, sem aldrei hefði komizt til þroska. Hin norræna list, norræni andi, sem hann þóttist finna í öllum gömlum norrænum listgreinum, væri glæsilegt upphaf með stórkostlegum möguleikum, sem aldrei hefðu verið notaðir til nokkurrar hlítar, væri að- eins upphaf. Hér sér Jón Leifs hið mikla verkefni norrænnar listar, að taka upp þráðinn, sem rofinn var um 1300, og hann dreymir drauma stóra um þau stórvirki, sem fram undan kunna að vera. Sjálfur hefur hann ekki legið á liði sínu til þess að þessir draumar mættu rætast. Manni skilst, að hin „norræna uppgötvun" hans hafi ráðið i örlögum hans sem tónskálds, allt sem hann hefur gert, eigi rætur sínar að rekja til þessarar listrænu sannfæring- ar. Þannig auðnast oss löndum Jóns Leifs þá að minnsta kosti að skilja frumhugmyndina, sem hin „óskiljan- lega“ músik hans styðst við. m Svalt og bjart. VÉR beiðumst vægðar, ef höfundi bókarinnar finnst þessi örstutta grein- argerð grunnfæmisleg. Oss finnst bók- in athyglisverð og forvitnileg, og því vildum vér ekki ganga þegjandi fram hjá henni. Vafalaust er Jón Leifs'undir það búinn, að einhverjir muni vilja draga bók hans í dilk lítt þokkaðrar heimspeki með því að setja „arisch“ og „germanisch" í staðinn fyrir „nord- isch“ og „normannisch“. Ekki munum vér svara þessu fyrir hann, til þess mun hann sjálfur færastur, og gerir það þegar að nokkru í bókinni. En það er aldrei nema satt, að norðrið er svalt og bjart, enda er alls ekki laust við, að einhver gustkaldur súgur standi af list- boðun þessarar bókar. Maður heldur, að hann muni þá og þegar grípa frost. Hitt er þó fyrir oss aðalatriði, að bók- in virðist vera opinskátt plagg til að sýna þroskaferil listamanns, sem fer sínar leiðir, einn og óhræddur, eins og sannfæring hans býður. Hún er per- sónuleg, og það gerir hana læsilega, þrátt fyrir þýzkt mál og þýzka fram- setningu hugsunarinnar. Mýmörg eru þau atriði í bókinni, sem gefið gætu tilefni til umræðna — og mótmæla —, en slíks er ekki kostur hér. Sem dæmi má þó nefna draum- sýnir höfundarins um íslenzka tungu, er hann jafnvel lætur sér til hugar koma, að hún geti orðið hefðarmál „norrænna" andans höfðingja, eins og latína var alheimsmál lærðra manna fyrrum. Að láta eftir sér slíka útópíska draumóra er ekki á neinn hátt aðlað- andi, þótt vér viljum á hinn bóginn fúsir vona með Jóni Leifs, að íslenzk þjóðlög geti orðið uppspretta nýrrar tónlistar á heimsmælikvarða, eins og vér erum honum sammála um, að fornbókmenntir vorar beri í sér fræ- kom, sem enn munu verða stór tré, þegar að verður hlúð. Og það er örv- andi að heyra evrópskt menntaðan Frh. á bls. 23. 2 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.