Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 3

Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 3
RITSTJÓRAR: Gunnar Bergmann, Skeggjag. 21. Steingrlmur Sigurðsson, Barmahlíð 49. Símor: 81248 7771 AFGREIÐSLA: LÍFogLIST TÍMARIT U M LISTIR OG MEN N I NGARMÁL Laugaveg 18 Kemur út í byrjun hvers mónaðar. Ar- gangurinn kostar kr. 50.00. Ver8 I lauso sölu kr. 6.00. Sími 7771. I. orgcngur Rcykjavík, októbcr 1950 7. hefti Jfið hefðbandna ljóðform er nú loksins dautt44 Viðtal við Stein Steinarr, skáld ' ----------------------------V EF N I: Bls. BÓKMENNTIR: „Hið hefðbundna ljóðform er nú loksins dautt.“ (Viðtal við Stein Steinarr)...........3 S Ö GUR: Morðingjarnir eftir Ernest Hem- ingway....................,6 Ást þeirra (sögubrot) eftir Thor Vilhjálmsson..............14 Svona er vorið eftir Sigurjón frá Þorgeirsstöðum............21 Feðgin á skólagöngu eftir Svein Bergsveinsson............19 L JÓÐ : Ljóð eftir Stein Steinarr ... 5 Tvö smáljóðeftir Sigfús Daðason 5 „Senza speranza“ og Dagarnir eftir Thor Vilhjálmsson . . .15 LEIKLIST: Sv. B. skrifar um: „Óvænt heimsókn“ eftir John P. Pri- estley..................,16 SVARGREINAR: „Krummi krunkar úti,“ o. s. frv. eftir Thor Vilhjálmsson ... 18 Athugasemd eftir Sv. B. . .23 FRÉTTIR og fleira Fyrir kjaftakerlingar .... 15 Thor Vilhjálmsson kominn hcim (Viðtal við skáldið) eftir Ör- lyg Sigurðsson...............12 MYNDLIST: Þróun abstraktinyndar .... 11 Þ ANKAR: Á kaffihúsinu.................? F ORSÍÐUTEIKNING: Steinn Steinarr, skáld, eftir Ör- lyg Sigurðsson, listmálara V_____________________________) Við leggjuni leið okkar niður á Hressingarskála til þess að leggja snörur fyrir Stein Steinarr. Vitum, að þangað cr von á honum dag hvern um eða citir nón allan árs- ins hring, ltvernig scm viðrar. Okk- ur leikur liugur á að véla út úr honum einltvers- konar viðtal, kvæði eða jafnvel greinarstúf eft- ir sjálfan hann, ef svo byði við að liorfa. Við erum setztir við glugg- ann, scm veit út að Austurstræti, og áður en við liöfum fengið ráð- rúm til þcss að skipuleggja atlög- una að þessu væntanlega „fórnar- dýri“ okkar, er sagt: „Nú, þarna cru ritstjórarnir. Nú er annarhver maður í jtessum bæ orðinn að rit- stjóra — og cinu sinni dreymdi mig um að l'ylla þann flokk — ojæja." Og þarna er þá maðurinn sjálfur — „og feiknstafir svigna í brosi.“ „Nú er það viðtal, Steinn," segjum við. „Mikil og óvænt æra,“ segir hann. „Komið í kvöld eftir klukk- an átta. Ég er alltaf lieima." Síðar um kvöldið erum við staddir cinhvers staðar vestur á Melum í góðu kallfæri frá auð- mannavillunum og leitum að kjagga 15 14 í Kampnox. Þar býr Steinn Steinarr með konu sinni. Við þræðum ýmsar krókaleiðir og rötum að lokum hundvilltir á á- fangastaðinn með fullt af spurn- ingum, sem við dembum framan í skáldið. Húsfreyja reiðir fram te, og það er byrjað að ræða um lang- líli atómkveðskapar, bókasafnara- ástríðu, kött húsbóndans, málverk- in á veggjunum (þó undir rós: Steinn fyrirbauð að láta hafa eft- ir sér nokkuð um myndlist), ýms- ar leiðinlegar persónur, annað líf (J>. e. a. s. dulspeki eins og Víkverji og skáldið í Garðshorni töluðu um í Hveragerði), Baudelaire, Eliot og allan þremilinn. — Hefirðu miklar rnætur á Baudelaire? — Baudelaire? segir Steinn. Já, Jjað skiptir nú víst ekki miklu LÍF 0g LIST 3

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.