Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 14

Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 14
ÁST ÞEIRRA (Sogubrot) Flórenz 19. 6. 1948 Hún hataði hann fyrix það að hún hafði svikið hann. Hún hat- aði hann fyrir það að hún hafði níðzt á ást sinni á honum, hatur hennar var eins heitt ogásthennar, hatur hennar var ást hennar. Hún naut þess hvernig eldur þess tærði sál hennar og naut næstum losta- fullt sársauka síns að sjá hvernig hatur hennar nísti hann, hvernig hann kvaldist undan svipuhöggum þess. Hún naut Jæss með æpandi sársauka að sjá það sem var ást þeirra heilagt mulið troðið fótum liennar. Sársaukinn fyllti hana djöfullegum unaði nístandi hryll- ingi og sjálfsviðbjóði sem liún naut eins og maður bergir eitraðan lost- fengan drykk og nýtur lians til hins ýtrasta því að maður veit að maður deyr af honum. Og stund- um þegar hún var ein var svipur hennar kaldur harður þegar hún gekk að bókaskápnum til að lesa um manninn sem drap konuna, sem hann elskaði, af því að: each man kills the thing he loves og las þangað til hún hugsaði: bækur, af hverju les maður bækur, hfið er alveg eins ósatt og bækur. Og hún saknaði nautnarinnar, saknaði þess að geta ekki alltaf verið nálægt honum til að sjá hann engjast af sársauka inni í sér nístan og sundurslitinn inni í sér af sársauka, sem hún ein gat séð af því, að hún elskaði hann svo mikið, elskaði hann meira en nokkru sinni hafði verið elskað TIJOR VILHJÁLMSSON: fyrr. Þess vegna þráði hún að geta alltaf verið að eyðileggja ást þeirra, fundið bruna þess tæra sig, bara vera aldrei búin að því af því að þá er ekkert. En stundum þegar hann var al- einn og horfði út í myrkrið í ó- segjanlegum sársauka sínum, þá kom hún til lians og fann þögult óendanlegt myrkrið sem hrópaði ómálga á hjálp inni í honum og hún fylltist trega hans og hugsaði: ég má aldrei missa þig, ég elska þig svo mikið, fyrirgefðu mér, það er af því að ég elska þig svo mikið, — og þetta hugsaði hún af því að hún fann inni i sjálfri sér djúpa tóna dimmrar ásökunarinnar í augum hans og hann vissi það ekki, bara augu hans sögðu það inn í sál hennar. Og hún kom þá til hans út í rnyrkur hans og strauk hár hans, blítt og sefandi, augna- blik nutu þau aftur tregans mikla ljúfa sára sára sem fyllir mann og einn getur sameinað tvær stórar ó- líkar sálir og gert þær eitt. Þau horfðu þá stundum sam- an á silfraðan strauminn á hinu dökka fljóti streyma framhjá með eilífðina sem blóð æða sinna, töfr- aðan straum sinn, tímalaust. Samvera þeirra var þá þannig að }>að varð friður yfir öllu og lágu lengi lengi saman utan við tímann og fundu að þetta eitt skipti máli, að þau höfðu aldrei áður verið til og nú myndi allt verða öðru vísi frá þessari stundu, hún myndi spcnna yfir allt sem kæmi á eftir og lita það friði sínum og fegurð. En þegar þau vöknuðu var aft- ur sami grái dagurinn sem fyrir þessa töíruðu nótt og sama stríðið. Og aftur stóðst liún ekki hina djöf- ullegu freistingu að brjóta það sem þau höfðu eignazt um nótt- ina, höggva á böndin, hrinda hon- um frá sér þegar hún hafði sagt komdu og hann kom . . . . . . Ást hans var honum vít- isdómur sem tærði hann smám saman, saug kraft lians, hann fann sig lamast, smátt og smátt afl sitt renna úr æðum og hann fann lam- andi afl eyðileggingarinnar vaxa og vaxa og vaxa. En hann gat ekki losað sig. Hann var vafinn fjötr- um og íjötrarnir læstust inn í hold hans, brenndu sér leið gcgnum hold lians inn að beini og brátt myndu þeir merja þau líka. — Hún var svo sterk, svo djöfullega sterk, svo óræð, svo dularfull og óskiljanleg eins og Síinx og hann svo háður henni og veikur að hann gat ekki losað sig. Hún var eins og söngur sírenanna sem seiða og sefja svo að maður togast til þeirra, upp að ægilegum svörtum hömrum þeirra og maður togast þangað til maður getur ekki hreyft sig, getur ekkert fullur af tryll- andi ægilegri nautn söngsins, sem hefur töfrað mann, ekkert nema beðið augnabliksins sem maður skellur á klettunum og verður að malaðri formleysu og liættir að vera. Sogast svona áfrarn án þess að geta spyrnt á móti en hrópar inni í sér: Nei nei, lof mér að losna, lof mér að lifa, lof mér að sjá sólina altur, heyra fuglana, finna ilminn á vorin, — en sogast sogast sogast varnarlaus. Yfir er myrkur, sjórinn er dimmur og klettarnir sem mala þig bráðum eru svartir, svo svartir og þeir eru svartari en nóttin og sjórinn. Svona var ást þeirra. 14 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.