Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 15

Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 15
- FYRIR KJAFTAKERLINGAR - Agnar Þórðarson, höf- undur skáldsögunnar „Haniniv galar alltaf tvisvar“, hefir nýlokið við að semja leikrit. Viðfangsefni: Skrælingjar í Grænlandi á sögu- öldinni. Framtíðarhorfur leikrits- ins sagðar góðar. Vonum, að svo sé. ### Hannes Sigfússon dvelst í Noregi og vinnur þar sennilega að yrkingum. Fjórir rithöfundar eru starfandi blaðamenn við Al- þýðublaðið, V. S. V., Ingólfur, Helgi Sæm., að ógleymdum Lofti sífrjóa. Mætti ekki mikils vænta af blaðinu? ### Þegar Dagur A u s t a n (Vern- harður Eggertsson) heimsótti ná- Thór Vilhjálmsson: „Senza speranza" Þoka liggur um viíund vora villtir vér gripum i túmt vér sem leitum i kvöl. Þegar vér höldum að hönd sé oss rctt °g hyggjumst taka i hana hún hörfar og týnist i mistrið. í dimmu augun með dýpt allra vona oss dreymir um eilífð að h\ trfa þau deyja i sömu þoku. Hvert bros er oss sýndist var séð i fjarska við svar vort það hörfar aftur vér sjáum það aldrei framar. Allt lif vort er einleegt að leita í kvöl að Ijósi sem birt geti veginn en látlaust vér gnpum i tómt. granna sinn Sigurð Sigurðsson, listmálara, og sá þar nýtt málverk eltir húsbóndann, sagði hann: „Það kviknar eilthvað út frá þessu listaverki. Minnir á Þorgeir í Vík!“ ### Þ o r v a 1 d u r S k ú 1 a s o n er tekinn að mála hesta og hús á nýj- an leik. Einnig bregður fyrir börn- um í boltaleik í sumum nýjustu myndunum hans. ### E 1 í a s M a r er nýkominn frá Lundúnum. Ný skáldsaga í vænd- um. ### N í n a T r y g g v a d ó 11 i r fór til Parísar í sumar með manni sín- um. Dagarnir Dagar hverfa drukna i djúpi sins eigin tómleika Dagur eftir dag allir eins sofna sinum hinzta svefni Og svo er líf vort allt í einu búið. K r i s t m a n n G u ð m u n d's - son og Víkverji eru sagðir vinna saman að nýrri bók, sem fjalla á um dulspeki og sætróman- tík. Seljum þetta ekki dýrara en við keyptum. ### Von er á bók eftir G u ð m u n d Daníelsson á næstunni, sem heitir Sumar í Suðurlöndum. Snýst um íerðir skáldsins í Frakklandi og á Ítalíu. „Nú selst engin bók framar á ís- landi,“ sagði Ragnar í Smára á dögunum Eigum við að láta það viðgangast? ### Helgi Hjörvar er orðinn fastur áskrifandi að Líf og List. (Við biðjum afsökunar. Fréttir er hraðsoðin, en við vonum að hann gerist það, áður en langt um líður). ### M á n u d a g s b 1 a ð i n u lirak- ar ört. Blaðið bæði dýrt og leiðin- legt og hætt að lifa á fornri frægð Jóns Reykvíkings. ##* Kristján Davíðsson er nú orðinn allra manna íróðastur hér í sveit um sósíal-realisma í konstinni. List er alltaf fyrir fólk —■ annars er hún ekki lifi'æn. Þetta segii' Kristján. Við trúum því eins og nýju neti. ### J ó n Ó s k a r skáld heíir und- anfarið unnið að því að snara skáldsöguna La Peste, (Pestin), eft- ir franska rithöfundinn Camus á íslenzka tungu. Það hlýtur að hafa verið torvelt verk. Mál og Menning gefur bókina út. ### S v e i n n Þ ó r a r i n s s o n er sennilega eini listmálari á jarð- arkringlunni, sem hefir gerzt frí- múrari. Sennilega til eftiibreytni. Hcfði Jesús Kristur gerzt frímúr- ari? Prestastétt landsins er beðin um að svaral LÍF og LIST 15

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.