Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 18

Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 18
Arthur Birling (Valur Gíslason) Crott (Jón Sig- urbjömsson) Coole lög- reglufulltr. (Indriði Waage) Sibyl (Re- gína Þórð- ardóttir) Shcila (Hildur Kalman) Evu Smith, þá kemur fram meyrlyndi og samúð í rödd og svipbrigðum, sem klýfur prsónuna í tvennt og mun það tæplega vera tilætlun höfundarins. Croft er þar í leiknum aðeins hrein- skilinn, en á að vera jafnkaldrifjaður og fyrr, því að menn eru nú einu sinni annað hvort kaldrifjaðir, eða þeir eru það ekki. Jón Sigurbjörnsson hefur leikið í nokkrum hlutverkum hér áð- ur og hættir um of til að sofa á verðin- um, gleyma hvaða persónu hann á að sýna. í þessum leik var ekki lengra að fara en til sjálfs leikstjórans til að læra að sýna skýra og sterka persónu. Jón sýnir skilning í einstökum tilsvörum, en hefur enn ekki tekizt að sníða per- sónum sínum hinn rétta stakk. Og yfirleitt hvílir of mikil lognmolla yfir leik hans. Baldvin Halldórsson lék Eric, son gamla Birlings. Hann hefur féngið harða dóma í dagblöðunum, en ekki eftir því réttmæta, ef tillit er tekið til þess að hlutverkið er mjög erfitt. Má t. d. benda á, persónan, sem hann sýnir, er heilsteyptari en Croft Jóns Sigurbjörnssonar. Hann er unga kyn- slóðin, talsmaður höfundarins, sem iðrast þess óréttlætis, sem hin unga stúlka var beitt. Hann átti bágt með að finna hin réttu hlutföll í leik sín- um, var ýmist of veikur eða of sterk- ur og hafði ekki sem bezt vald yfir svipbrigðum sínum og raddbeitingu. En skilningur Baldvins á hlutverkinu var yfirleitt réttur, hins vegar hefði leikstjórinn þurft að sinna honum bet- ur. Þjónustustúlkuna Ednu sýndi Stein- unn Bjarnadóttir og. gerði vel það sem hún gerði, en það var sama og ekki neitt. Éf litið er á leikinn í heild, verður ekki hjá því komizt að minna á, að leikstjórinn verður að hafa meiri tíma, ef margir lítt reyndir leikarar eru sett- ir í hlutverk. Þjóðleikhúsi með at- vinnuleikendum er ekki hægt að hlífa, ef það vandar ekki eins vel til leiks og kostur er á. Leikurinn var góður frá höfundar- ins hendi, og allir sýndu leikararnir nokkurn lærdóm í leiklist. En ágall- arnir voru þó helzt til margir og leik- sýningin í heild hálfhrá. Eigi að síður var leikurinn hinn athyglisverðasti og vekur hugsandi fólk til umhugsunar, og þarf enginn að óttast, að hann verji aurum sínum illa með því að sjá hann, ef hann á þá til. Leiktjöld — búninga og — ljós geri ég hér ekki að umtalsefni, enda virt- ust þar ekki liggja stór verkefni fyrir hendi, þar sem ljósatæknin var ekki sérstaklega notuð til að beina athygl- inni að hinum talandi persónum á sviðinu hverju sinni, eins og kvað hafa verið gert á sýningunni í Moskvu. Gervi hins dularfulla lögreglufull- trúa var vel leyst af hendi Haralds Adolfssonar. Sveinn Bergsveinsson. „Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn.“ Þar eð tími og rúm er takmarkað, og ritið er að fara í prentun, gefst ekki færi þess að þakka verðuglega né ræða, að sinni, hina stórmerku grein Dr. Sveins Bergsveinssonar í þessu riti um svonefnd atómskáld og rakara nokkurn að nafni Sigfús Élíasson. Þar eru sögð helztu einkenni títtnefnds at- ómkveðskapar þau, að þar sé hugsun öll á næsta óskipulegu undanhaldi. Höf. nefndi dæmi, en það undrar mig nokkuð að sjá þar ekki samsetning nokkurn, er birtist í júlíhefti Lífs og Listar, en fyrir ægilegri atómsprengju hefir hugsunin ekki orðið í hernaði nokkurs atómskálds á hendur henni. Kona. Skápur. Gengið fram hjá. Aft- ur. Kona. Gömul. Eldhús. Fitlað við eldavél. 40 ára hjónaband. Skápur. Eldavél. Aftur. Aftur. Uppkomin böm. Áður. Ung. Gift. Hjóriaband. Ást. Mað- ur. Böm. Hcimili. Heimilislíf. Orka. Lífsgleði. Uppeldi. Heitur matur. . . . o. s. frv. Við lesturinn kemur manni helzt í hug, að ölvaður maður hafi setið við orðabók, og pírt með öðru auga, en vindur flett blöðum. Ekki skal höfundur vanvirtur með því að þegja yfir nafni hans, en það er Sveinn Bergsveinsson. Þeim, sem hafa hug á að kynnast frekar verkum þessa mikla skáldjöfurs, skal bent á að fletta bókmenntatímaritinu Spegillinn. T. V. 18 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.