Líf og list - 01.11.1950, Blaðsíða 14

Líf og list - 01.11.1950, Blaðsíða 14
sálna, sem líta björtum augum til ókominna tíma. Hitt skiptir meiru, að skáldsaga sé skuggsjá andlegrar reynslu, þverskurðarmynd a£ lí£- inu eins og það birtist í tálmynd- um sínum og hverfulleik. Eins og nafnið bendir til gerist sagan að öllu leyti vestan hafs. Ungur kennaraskólakandídat Álf- ur að nafni (það er í sjálfu sér smekklaust nafn), kemur til Bandaríkjanna í þeim fagra ásetn- ingi að nema fögur fræði — að brjóta allar brýr að baki sér — að klífa þrítugan hamarinn á vís- dómsbrautinni — og framar öllu öðru að finna sjálfan sig eins og margir aðrir ungir menn eru að stritast við með misgóðum árangri. Lífið leikur í hendi Álfs þessa. Hann sigrast á öllum örðugleik- um. Hann lýkur bachelorofarts- prófi með láði með feiknlegum hraða (enginn þarf því að fara í grafgötur um námshæfnina og dugnaðinn) Álfur er enginn flug- gáfaður ræfill, enginn misskilinn snillingur á barmi glötunarinnar. Hann er skynugt og farsælt meðal- menni, sneytt listrænu skapferli og þar að auki þrautleiðinlegur. Undarlegt tiltæki af höfundi að gera svo mikið veður út af jafn- ósjarmerandi persónu. Og hvernig honum tekst að gera Álf þennan fengsælan í kvennamálum, er eig- inlega óskiljanlegt. Álfur þessi segir sjaldnast frumlega setningu, þó að leitað sé um alla bókina. Lífsmottó hans er gömul þula: bjartar framtíðarvonir — vinna — gleyma sjálfum sér — blandast fólkinu. Það ætti sannarlega að vera óþarfi að skrifa 350 síðna skáldsögu til þess að sanna mönn- um þessi gömlu spakmæli. Hver óbrotinn taugalæknir er reiðubú- inn til þess að gefa sálsjúkum syrting (pessimista) þessi hollræði. En hvílíkt tiltæki að þurfa að rubba upp heilli skáldsögu til þess að sanna mönnum þetta gamla læknisráð við taugaveiklun. Ætti samkvæmt þessu að felast læknis- ráð við hugsýki 1 hverju listaverki, sem skapað er? Höfundur lætur óspart í það skína.að að bakisögunnar búi mik- il og örðug lífsreynsla — en hvers eðlis sú reynsla er, fær lesandinn aldrei að vita um. Tragedían um stúlkuna, sem fyrirfór sér út af Álfi, er þokukennd og ósannfær- andi, enda hljómar það atvik sem helber uppspuni og þar að auki eins og kapítuli út af fyrir sig, sem ekkert á skylt við þráðinn í sög- unni. En kannske er þetta afsak- anlegt, því að sagan er samin í eins konar sjálfsævisögubroti. Álfur er oft á eintali við sjálfan sig. Síend- urtekin eintöl sem slík spilla þó jafnan áferð skáldsögu. Sagan gæti alveg eins verið sendibréf, þar sem höfundur leysir óspart frá skjóð- unni, opnar allar flóðgáttir sálar sinnar fyrir einkavini sínum (eða fyrir sjálfum sér). Sú frásagnarað- ferð er vandmeðfarin — höfundur verður að segja skemmtilega frá — varast að vera hátíðlegur um of, án þess að missa af alvörunni. Hvert atvik verður að vera tengt öðru atviki — svo að keðjan (plottið) slitni ekki úr samhengi. Þessi saga er sundurlaus og sund- urslitin í búning sínum; þar er vaðið úr einu í annað, án sam- hengis. Þess vegna er hún formlítil og hangir í ótraustri umgerð. En höfundi er þrátt fyrir þennan þver- brest ekki alls varnað. Honum tekst stundum vel upp í mannlýs- ingum. Pólverjinn er heilsteypt persóna. Pétur Derval, fransmaður- inn, er eftirtektarverður, en Vera Lankin litlaus og gufuleg. í hverju liggur hennar yndisþokki? Kannske í gæðum hennarlll Pistlar af Pétri Derval — sjálfum mér, en svo nefnist einn kafli bók- arinnar, er eins og saminn af öðr- um höfundi, hvernig svo sem því er farið. — Höfuðveikleiki sögunnar er þó sá, að heildarsvipur sögunnar er fullkomlega listvanaður, stíllinn rislágur og persónulaus og efnis- meðferð víða klaufaleg úr hófi fram. Samtölin eru víða óþjál og klúðursleg, sums staðar virðist eins og jafnvel enskukunnátta höfund- ar standi honum fyrir þrifum. Það er hastarlegur fjandi að rekast á þennan amerísk-íslenzka soðning á fyrstu blaðsíðu bókarinnar:: „Löng ferð að baki?“ spurði hár- skerinn. Síðan kemur heillangt mál um aðferð hárþvottar og þá loks rúsínan: „Heldur“, svaraði hann spurningunni, „New Yórk, Niag- ara, síðan hingað.“ Það er ósennilegt, að höfundur þessarar bókar sé þess umkominn að kenna þessa ævibrotslýsingu við nútímann. Því niiður virðist hann lítið hafa þreifað á nútímanum — einungis vei'ið saklaus áhorfandi að ýmsu, sem farið hefir fram í kringum liann á vondum tímum. Þess vegna er leiðinlegur hræsnis- tónn í allri tragedíunni og sannast hér á höfundinn: „að þeir tala mest um Ólaf konung, sem hvorki liafa heyrt hann né séð.“ 7. nóv. 1950. Bréf fró Jóni Leifs. Reykjavík, 31. okt. 1950. Kæru ritstjórar! Þökk fyrir vinsamleg ummæli, — en blessaðir: lesið betur! Þó munuð einnig þið sjó að ég er í rauninni að reyna að sýna muninn á „germanisch" og „nord- isch" — eða þýzku og norrænu sólar- lífi. — Kærar kveðjur! Jón Leifs. 14 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.