Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 26

Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 26
 Fegurð heimsins eftir MARKUS ÁRELIUS í augum þess manns, sem sanna innsýn hefir í hið rétta eðli al- heimsins, er sérhver tilbreyting, sem verður á hverju því, sem i honum er og honum heyrir til, heppileg og unaðsleg. Brauðhleif- urinn, sem ofbakazt hefir, svo að hann springur og gliðnar sundur, hefur ekki lagið, sem bakarinn æskti eftir, en eigi að síður er hann í sjálfu sér fagur og girnileg- ur til átu. Fíkjur, sem rifna full- þroska, olífur, sem komnar eru að rotnun, eru eigi að síður sérkenni- lega fagrar, þótt sundrazt hafi. Hreykt kornskrýfi með lafandi punti, fax Ijónsins, hvoftur villi- galtarins löðrandi í froðu, og fjöldi annarra hluta af sama tagi auka á fegurð alheimsins og blása mönnum í brjóst ánægjukennd sem ómissandi partar alheimsins, skaptir af hinni guðlegu veru, þó að í sjálfu sér megi þeir naumast teljast fagrir. Segja má því, að kunni maðurinn að meta tilgang alheimsins og bresti ekki innsýn í hann, er varla sá hlutur til, sem ekki virðist á vissan máta geta veitt ánægju. í þessum skilningi er hinn opni skoltur villidýranna engu ó- girnilegri til fróðleiks en eftirlík- ingar hans í heimi listarinnar. Þar sem fer öldungurinn, mun honum gefast að sjá hinn fulla þroska og útlit, er honum samir, og hinn ljúfa blóma æskunnar getur hann virt fyrir sér án þess að losta- full ástríða dragi ský á augu hans. Þessu líkt mun honum farast Markus Árelius um fjölmarga hluti, sem ekki kunna í allra augum að sýnast við- felldnir, en munu vissulega gleðja hvern þann mann, sem er sannur skoðari náttúrunnar og handverka hennar. Hreinum er o ISfr hreinfr Eftir MARKUS ÁRELIUS í hug hins hjartahreina og góða manns mun ekki finnast nein spilling eða saurgun og ekki nein illkynjuð skemmd. Gagnstætt leik- aranum, sem yfirgefur sviðið áður en hlutverki hans er lokið, er líf slíks manns fullnað, hvenær sem dauðann ber að höndum. Hann er hvorki ragur né ofdirfskufullur; ekki fjötraður við lífið eða skeyt- ingarlaus um kvaðir þess. Og í hon- um verður ekkert fundið, sem ber að fordæma og ekki neitt smánar- legt. Prófið með rannsókn, hversu á- gætt er líf hins góða manns — mannsins sem gleðst við þann hlut, sem honum er réttur af hinum veraldlegu gæðum og býr fullsæll við hann; réttlátur í öllum háttum og ljúfur við alla menn. Þetta er siðræn fullkomnun: Að lifa hvern dag sem væri hann hinn síðasti; að vera hugrór, einlægur, en þrátt fyrir það ekki skeytingar- laus um örlög sín. Á kaffihúsinu Framh. af bls. 2. er. Mætti einnig lesara vorum auðnast að lifa hófsamleg jól, matast í hófi og drekka alls ekki áfenga drykki. Það er ófagurt að éta mikið, það er allt að því viðbjóðslegt, en að drekka sig full- an á jólunum er bæði ljótt og óguðlegt. Ef lesarinn fylgir þessum fátæklegu ráðum vorum, mætti svo fara, að hann vaknaði upp á þriðja dag jóla með meiri frið í sál og hraustari maga en a Þorláksmessu, og þá hafa jólin verið honum gleðileg jól. Þér blöskrar, kæri lesari, að heyra þessa rödd úr kaffihúsi. En hvað sögð- um vér ekki í upphafi, eftirvænting jólanna er alls staðar, hún seitlar jafn- vel inn í hin myrkustu skúmaskot, þar sem rónar sitja í skytningi. 22 LÍF og LlST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.