Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 13

Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 13
BOKMENNTIR Fljótið belga eftir Tómas Guðmundsson. Utgefandi: Helgafell igjjo. Tíu ár eru liðin, síðan Tómas Guð- ffiundsson sendi frá sér Stjörnur vorsins ut i vcröldina.Mörgum var orðið mál að heyra meira en tóm viðhafnarljóð, scm stöku sinnum birtust í Morgunblaðinu '— þjóðin gcrði þær sjálfsögðu kröfur, ®o skáldið hleypti Pegasusi af meiri nátt- Uru, sjálfkrafa og innblásjð af skcmmti- *egri og meir örvandi viðfangscfnum en Prcstaskóla og Áshildarmýrarsam- þykkt. Skáldið hafði áður ort um stúlk- Ufnar í Austurstræti, malbikið á götun- nni og rómantíska hulu yfir Reykjavík °§ því þótt takast vel. En hvað skyldi það taka fyrir næst? Og þá kom Fljótið *lelga. Sú bók fcykti burt leiðinlegum efascmdum hjá ýmsum bölsýnum og kröfuhörðum ljóðaunnendum. íslenzk Ijóðagcrð var ckki búin að lifa sitt fcg- Ursra, síðan Stein Steinar lcið! Davíð ötefánsson hafði raunar á meðan gefið ut ljóðabók, mistæka nokkuð, en hann Itelt velli þó. Tómas gcrir betur, því að hann hefur ekki einungis haldið velli. heldur stóaim aukið á andann. 1 stað þess að vcra dauft bergmál af gömlu ljóðunum, eins og syrgilega uiorgum skáldum hér, scm fara gcyst af stað, haettir til, kveður við dýpri raust, án þcss að hrn ljóðræna mýkt sltaldsins fari forgörðum. (Hér eru und- anskilit, stássljóðin endurprentuðu). ^fargt af því, sem hafði gert skáldið astsælt í fyrri bckunum, fellur, þegar ffarn í sækir, cins os Austurstræti, eaanna litla og öll þessi sífclldu Sjung- °ut-saidentens-lyckliga-dag-ljóð —, þessi trega- og sælukenndarljóð, scm að Vlsu eru fallega smíðuð, cn lítið annað. ^uisum af cldri Ijóðum skáldsins, er f>úa yfir meiru, eins og t. d. Hótcl förð, LÍF hefur ekki verið veitt sú athygli, sem þau verðskulda. 1 hinni nýju bók skálds- ins cr, ef til vill, ekki jafn-gljákcnndur málmur eins og í fyrri ljóðum þcss, en hann er ósviknari — dýrari — og bet- ur mótaður yfirleitt. Auk þcss eru þau fjölbreytilcgri að stemningum, hugsun og orðfari. Yndislegasta ljóðjð í bókinni er Vegurinn, vatnið og nóttin; það er hægt að fynrgefa skáldi, scm yrkir slíkt kvæði, allar syndir. — Þrátt fyrir fullorðnari hugsun cr skáldið jafnungt og það var, jafnmik- dl tignan æsku, ungs og nýs og bctra lífs. En sá er munurinn, að það leitar alvarlcgri viðfangsefna cn fyrr og tekur fastar á við guð og menn. S. S. Gamalt fólk og nýtt (tólf smá- sögur) eftir Elías Mar. — Vögguv'tsa, skáldsaga cftir Elías Mar. Utgefandi: Hclgafcll 1950. Vinur minn, sem nú er látinn, lá í næsta herbcrgi við mig. Hann sýndi mér upphaf að skáldsögu í handriti, nokkur vélrituð blöð. Þetta upphaf var skrifað á léttu og skemmtilegu Reykja- víkurmáli. Eftir nokkra daga sýndi hann mér cnn nokkur blöð, framhald. Mér var þegar ljóst, að höfundurinn kunni vel að halda á penna. Ég inni vin minn cftir honum. Hann sagði mér, að höfundurinn væri ungur, en vildi ekki láta nafns síns gctið. Höfundur- inn væri ekki víss um sjálfur, hvort honum tækist að semja boðlcgt skáld- vcrk. Og ég fékk áfram nokkur blöð til lestrar í cinu af fyrstu skáldsögu hins dularfulla höfundar. Ég hafði lesið um það bil hálfa söguna, er lciðir okkar vinar míns skildu. Um það bil ári síð- ar kom sagan út með heitinu Eftir ör- stuttan Ieik. Höfundur: Elías Mar. Aðalgildi þessarar fyrstu skáldsögu Elíasar Marar lá í því, að hann hafði tungutak sinnar kynslóðar, reykvískrar æsku, þó með þeiai fágun, sem krafizt vcrður af bókamáli. Fyrsta smásagan í Gömlu fólki og nýju er rituð í okt. 1941, síðasta á jól- um 1948. Sjö fyrstu sögurnar munu vera eldri cn fyrsta skáldsagan, en með þessum tveimur síðustu bókum hefur Elías látið fjögur skáldrit frá sér fara. Tíu sögur af tólf í þessari bók hafa birzt áður eða vcrið lesnar í útvarp. Á sögunum cr sami lipri stíllinn og ég gat um áður. Benda má á áhrif bæði frá Hcmingway og Halldóri Kiljan Lax- ness. Sumar fyrstu sagnanna cru aðeins svipmyndir. Interiör. Gömlu fólki er lýst af næmleik. Rúnunt cllinnar. Raun- um. Þó kcmur fljótlega athyglisvcrð saga: Stúlka miðar byssu. Fleiri eru af því tagi í bókinni eins og Sumum vex fiskur um hrygg og Heiman og hcim. Áður cn ég get þeirra að nokkru, er rétt að gcra sér grcin fyrir öðru. Hví fara ungjr menn að skrifa skáldsögu? Til þcss eins að verða frægir? Af fikti sér til dundurs? Eða liggur þeim eitthvað á hjarta? Það getur vel verið, að Elías Mar langi til að verða frægur eins og svo marga aðra. En honum ligg- ur líka ýmislegt á hjarta. Um það ber Stúlka miðar byssu ljóslcga vitni. Ung- ur maður lifir hann ástandsárin. Ungur rithöfundur lifir hann eftirhljómana, eft- ir ástandstímabilið. Hann er íslending- ur, sem horfir með scing í hjarta á sam- búðina við hemámsveldin og áhrif hennar. Alvara af svipuðu tagi liggur á bak við söguna Sunnim vex fiskur um hrygg. Auk þcss er hún snjöll sál- arlífslýsing, sem lætur lesendann ekki ósnortinn. Margar fleiri snjallar sálar- lífslýsingar cm í bókinni. Höfundurinn Frh. á bls. 21. og LIST 13

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.