Líf og list - 01.04.1951, Blaðsíða 2

Líf og list - 01.04.1951, Blaðsíða 2
Kvenfrelsismaður OS?j ER fyrir bamsminni, hve skrý'áð oss þótti þetta orð: kvenfrels- iskrjna, í fyrsta skipti sem það lagði í feyru vor. Voru þá ekki allar konur i.cvenfrelsiskonur? Vildu ekki allar konur, að konur væri frjálsar? Minnistæður er oss einnig sá svipur, sem var á andliti hinna fullorðnu, þegar þeir ræddu um þessa kynja- veru: kvenfrelsiskonuna. Á fullorð- ins árum átti þó fyrir oss að liggja að verða eindreginn, kvenréttinda- maður, og lýsum vér yfir því með stolti, að vér teljum hvem þann laga- staf eða siðvenju, sem gerir konum og körlum misjafnan rétt til þeirrar ytri aðstöðu, sem hverjum einum er nauðsynleg til hamingju, ómenningu og villimennsku. Þessi réttur allra, án alls tillits til kynja, virðist oss raunar svo sjálfsagður, að skoplegt sé að þurfa að ræða hann á miðri tuttugustu öld. Kvenstýrð veröld SEM BETUR FER er það líka svo, að minnsta kosti á voru landi, að kon- um standa yfirleitt opnir sömu ham- ingju- og þroskavegir og körlum. Kvenfrelsiskonur hafa unnið sigur í sínu réttláta stríði, og það er gott. Hitt kynni að þykja undarlegt, að hinn sigrandi her hamast áfram grár fyrir jámum og bitur í skjaldar- rendur, eftir að andstæðingurinn hefur kapitúlerað og gengið að frið- arskilmálunum. Maður spyr, hvort baráttan sjálf sé markmið þeirra kvenna, sem vikulega sigla hrafn- istubyr „á öldum ljósvakans", eða hvort fyrir þeim vaki að herja kannske spottakom norður fyrir 38. breiddarbauginn. Og því þá ekki að leyfa það? Oft hefur það hvarflað að oss, að reynandi væri veröldinni til bjargar að fá konum stjóm henn- ar í hendur. Maður er nefndur Teódóras Bieli- ackinas, lettúískur maður landflótta, menntaður og fjölfróður og lék sér að hugmyndum. Hann dó hér í Reykjavík skömmu eftir stríð. Teó- dóras var kattavinur eins og Steinn Dofri og hélt því fram, að bezta ráðið til að bjarga heiminum væri að láta ketti taka við stjórn hans. Hér er þó seilzt um hurð til loku, meðan ekki hefur verið reynt að láta konur annast heimsstjórnina. Karl- ar hafa stýrt heiminum frá örófi alda, og hver dirfist að segja, að þeir hafi gert það vel? Enginn mundi geta gert það verr, og líkast til mundu konur gera það miklu bet- ur. Tilraunina ætti að mega gera, því að engu er að tapa. Heimurinn hefur engu að tapa, eins og allir vita, og karlarnir hafa engu að tapa, því að þeir geta hvenær sem er tekið völdin aftur og neytt þess, að þeir hafa sterkari arm og (að sjálfra þeirra sögn) sterkara höfuð, og hneppt konurnar aftur í það eldhús- fangelsi, sem þeir hafa haft þær í frá sköpun heimsins. Og víkjum nú ögn að afrekum kvennanna í fanga- vistinni. Morgunstemning STUNDUM þegar vér losum svefn á morgnana, lætur oss í eyrum ein- arðleg kvenmannsrödd: „Hjörtun eru þvegin vel og þerruð með klút. Himnurnar eru skornar innan úr, þegar hjörtun eru búin að liggja í bleyti dálitla stund. Pétursseljan er þvegin vel og látin innan í, ásamt saltinu og piparnum". — Drottinn minn sæll, ó þá náð að mega sofna aftur, vér byltum oss á hina hliðina. — En þá hækkar röddin: „Hjörtun eru bundin saman (nú þetta er þá póesí, hugsum vér og sperrum eyr- un) og brúnuð móbrún í tólginni (ójá, ójá). Dálitlu af heitu vatni er hellt á þau og hjörtun soðín 1 klst. Hjörtun eru borin á borð heil og borðuð með kartöflum." Nú stökkvum vér fram úr rúminu, enda flökurt. Húsmæðratími morg- unútvarpsins hefur orkað því, sem enginn angalangur hefði getað: Kom- ið oss úr bólinu fyrir miðjan morg- un. Bókmenntasamanburður FYRIR ÞETTA erum vér þakk- látir. Þó þykir oss meira um vert, að einn morgun í svefnrofunum feng- um vér vitrun. Það laukst upp fyrir oss, hvaðan hinn sérkennilegi stíU matreiðslubóka er runninn. Hann er eldri en Kvennafræðarinn og eldri en allar kokkabækur. Hann er af- brigði af galdraformúlum. Tökum dæmi til sönnunar, hversu gera skal huliðshjálm af surtarbrandi, manns- blóði, hrafnsblóði og mannsístru: „Blanda skal saman níu dropum af mannsblóði þannig: Þremur drop- um úr vísifingri á vinstri hendi, þremur úr græðifingri á hægri hendi, tveimur úr hægri geirvörtunni og einum úr þeirri vinstri. Þessu næst skal taka lifandi hrafn og stinga hann í hjartað og láta renna sex blóðdropa saman við mannsblóðið. Siðan skal bræða saman heilann úr hrafninum og mannsístru og blanda því saman við blóðið. Síðan skal rista stafinn með segulstáli á surtar- brand. Seguljárnið verður áður að hafa verið þrisvar hert í mánnsblóði, og mun þá stafurinn geta hulið þig, þegar þú vilt“. Berið þessa „uppskrift" saman við uppskriftir t. d. í bók Helgu Sigurð- ardóttur „Lærið að rnatbúa" (sem sumir halda ranglega að heiti „Að matbúa lærið), og skyldleikinn mun ekki leyna sér. Hvernig sem honum annars er farið, þá er hann þarna, og er hér raunar skemmtilegt og merkilegt rannsóknarefni (takk fyrir lánið) handa fræðimönnum vorum í menningarsögu og bókmenntasam- anburði. Frh. á.bls. 23- 2

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.