Líf og list - 01.05.1951, Blaðsíða 2

Líf og list - 01.05.1951, Blaðsíða 2
Góður gestur kveður. MARTIN LARSEN, danskur lekt- or við háskólann, hefur nýlega flutt nokkur útvarspserindi, sem vakið hafa athygli vora öðru útvarpsefni fremur. Það er alltaf viðburður að heyra útlenda menn flytja mál sitt á íslenzku, en stórviðburður, að það sé gert af jafnmikili snilld og í þetta skipti. Sagt er, að Martin Larsen sé að fara héðan alfarinn. Málsins vegna þarf hann ekki að vera hér lengur, hann talar nú íslenzku eins vel og þorri íslenzkra menntamanna og betur en margir þeirra. En skaði er um svo mikilhæfan mann, að vér skulum nú sjá honum á bak fyrir fullt og allt. Það mun vera almanna- rómur, að hann sé meðal hinna svip- mestu þeirra erlendra menningar- fulltrúa, sem með oss hafa dvalizt hin síðustu ár. En hann mun nú hverfa heim til þess starfs, er hann hefur kjörið sér, og biðjum vér hann heilan fara og heilan aftur koma, ef hann fýsir hingað öðru sinni. íslenzkt mál og útlendir menn. ERINDI MARTINS LARSENS vekja margar hugsanir, þótt hér verði á fátt eitt drepið. Tunga vor, er til skamms tíma vakti áhuga út- lendinga sem skrýtinn hlutur eða forngripur, á nú nýju gengi að fagna. Þeir verða nú æ fleiri útlend- ingarnir, er með oss dveljast og virða hana og nema sem lifandi mál — og nema hana vel. Fjandinn þakki þeim, kynni einhver að segja, sama verðum við að gera, þegar við búum með öðrum þjóðum. Satt að vísu, en oss ber að muna, þótt vér elskum mál vort og virðum rétt þess, að meira er á sig lagt af erlendum mönnum að nema til hlítar þetta erfiða mál, sem aðeins gerir þeim fært að skilja og ræða við smáþjóð í úthöfum, en oss að nema auðveld- ari mál, er ljúka upp fyrir oss dyr- um stórþjóða. Það þarf mikla hug- sjónasemi til að nema ofan í kjölinn óhagnýtt smáþjóðarmál, eins og ís- lenzku, og það gerir enginn eins fullkomlega og Martin Larsen nema hann sé vandur að virðingu tung- unnar um leið og hann er vandur að virðingu sjálfs sín, Oss er því fagnaðarefni, að slíkum mönnum fjölgi, í því felst viðurkenning, sem er oss meira virði en víkingaþrugl og sögueyjarstagl. Bók, sem vantar. LARSEN gat þess, að taka þyrfti saman íslenzka sýnishomabók handa útlendingum, tína sama úrvalskafla úr íslenzkum bókmenntum frá ýms- um tímum. Eitt af því, sem hann biður um í slíka bók, er þessi klausa úr Sturlungu: „Nú er það sagt um haustið, að Þorgrímur prestur brotamaður kom norðan úr héraði og við honum Álof, kona hans. Hún var kvenna vænst, en hann var gamall. Þau kómu á Staðarhól. Hallur Þjóðólfsson var heimamaður Einars. Hann kvað það aldrei skyldu lengur, að gamall mað- ur flekkaði svo væna konu, og tók hana af honum og svo hest hans, er Máni hét, allra hesta beztur“. Já, já, þvi ekki það, þetta er á- gætt. En er það nokkuð 'betra en hundrað annarra staða úr fornbók- menntum vorum? Það er enginn högull á frábærum stíl, sem mundi skipa sinn sess eins vel og þessi sex lína langi tuttugu arka róman, sem Larsen velur sem dæmi. En nú er að vita, hver til þess verður að taka saman bókina, eða munum vér láta holl ráð vina vorra sem vind um eyru þjóta? Dautt orð EINU SINNI var til í máli voru orðið Danahatur, algengt á seinni hluta 19. aldar og hjaraði allt fram yfir 1918. Skelfing finnst manni nú á dögum þetta orð torskilið, og ótrú- legt, að það skuli nokkurn tíma hafa verið til og það jafnvel svo mjög, að Bjarni frá Hofteigi telur Dana- hatur hafa verið eina fasta punkt- inn í öllum hverfulleik Benedikts Gröndals. Að vísu mun hafa komiö fyrir á dögum Benedikts, að íslend- ingar, sem hötuðu sjálfa sig, héldu. að þeir hötuðu Dani. En raunveru- legt Danahatur var engu að síðui til. -Er það ekki kátbroslegt, að vér skulum nokkru sinni hafa hatað þessa elskulegu bræður vora við Eyrarsund? Ef vér þyrftum að hata einhvern, mætti vissulega segja- Skjót þú geiri þínum þangað, sem þörfin meiri fyrir er. . . En vonandi verðum vér ekki þeir ólánsmenn að þurfa að hata nokkra þjóð framaL og það er gott að þetta orð er dautt Fáein orð uni bænadaginn UM HIÐ MIKLA TRÉ askinn Yggdrasils, segir svo í Völuspá: Askur Yggdrasils drýgir erfiði meira en menn viti: hjörtur bítur ofan, en á hliðu fúnar, skerðir Níðhöggur neðan Hörmulegt ástand virðist hafa vei'- ið hjá tré þesu. En að sumu leyti finnst oss ekki ólíkt komið fyrir kirkju vorri á síðustu áratugum- Þetta virðast kirkjunnar menn sja og gera sér nú töluvert far um að hressa upp á hinn niðurnídda meið En ef oss skjátlast ekki, hefur þeim orðið meira ágengt við að klastra i hliðarnar og laga spellvirki hjart- arins en að reka Níðhögg frá rót- inni. Hann situr sem fastast, og a meðan mun laufkrónan varla na miklum þroska. Hvað stoðar ytra FramUald á bls. 6. 2 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.