Líf og list - 01.05.1951, Blaðsíða 11

Líf og list - 01.05.1951, Blaðsíða 11
Við þessa endurteknu spurningu mína varð hann aftur tortrygginn, gekk einu skrefi nær mér og sagði: Hva .. . hvar ég á heima . . . dirfist þín blók . . . þín skrifstofublók spurja mig hik hvar ég á heima .. . þú ert andlaus . . . pah. Það veit ég, góði minn, en ég ætla nú samt að koma þér heim. Ég er vanur að hjálpa þeim, sem ég þekki. Við vorum saman í skóla. Pah ... við ... þú ... ég saman í skóla. Svona, góði, súptu nú aftur á — einn enn — svona, þetta lagast. Ví holler pah .. . part-í. Komdu góði, ég skil ekki útlenzku. Hik . . . þín blók . . . hva . . . hvað skilur hún . . . e . . . er ég skáld eða ekki, se . . . segðu til .. . segðu til, bölvaður . . . er ég skáld eða ekki. Já, þú ert skáld, og skrifaðir ágæta grein um kommúnista. En hvað hefur komið fyrir þig. Ekki hefur prestsdóttirin sagt þér upp. Ilann starði á mig nokkra stund, riðandi á fót- um, eins og ég hefði lagt fyrir hann torráðna gátu. Svo lagði liann þvala hönd á öxl mína og sagði: Þu . . . þú kemur það það, þa . . . það hefur nefnilega ekkert komið fyrir, ekki neitt hikpali. Það gerist ekki ekki neitt . . . hvers vegna pah gerist ekki neitt? segðu mér að, haaa . .. hvers vegna . . . haaa. Hann tók um höfuðið og hélt gfram að tauta: Hvers vegna, hvers vegna geta he . . . helvítin ekki tekið eftir mér, te . . . tekur þá engnnn mark á mér? Svo hófst hann upp á nýjan leik, steytti hnef- ann og æpti: Segðu mér það . . . segðu mér það, hvers vegna gerist ekkert, ég vil stríð. Hann fór að snökta. Það voru aðskiljanleg búk- hljóð, og þar að auki nokkur sundurlaus orð þess efnis, að hann væri skáld og skammaðist sín, og svo — eitthvað smávegis um skrifstofublók. A endanum gat ég þó draujað honum heim til sín. GARÐVÍSA Ljófi eftit Jnn Jóhannessnn Minningin vakir svo mild og blá, myrkrið er flúið draumsýn j)á, sem lýsti okkur að lokum heim um langveg handan um dægrin grá. Gakk breinn á fund við hið bláa blik, fel brigð píns sefa og skuggað hik, þér grómlaus athöfnin ein sé gull, en orð og heit séu gullið ryk. Um ást og heiður pað heldur vörð, hvar hugsæ reis okkar móðurjörð, svo ung og frjáls upp af dimmri döf, einn dag í sól bak við veðrin hörð. Það kólnar líkt eins og kvöldi að, þótt kyrrt og hlýtt sé um gróinn stað. — Hér gengur valdstjórn í v'tgðan reit, og vinnur heit til að svíkja það. NOKICRUM DÖGUM SÍÐAR mætti ég hon- um í Austurstræti. Ilann var í nýjum frakka með harðan, reisulegan hatt. Hann rétti mér snyrti- lega hönd, en horfði ekki á mig ótilneyddur. Augu hans voru á sífelldu hvimi, eins og hann þyrfti að fylgjast með allri umferðinni í einu. Mig lang- aði til að stríða honum dálítið, svo að ég segi: Og \úð hittumst þá aftur hér. Dauft bros færðist yfir annað munn /ik hans, en það hjað’naði fljótt fyrir alvöru hins ábyrgðar- mikla manns. Við sleppum því, sagði ég. Jæja, hugsaði ég, svo að hann er þá hættur að skammast sín. Það er nú framför út af fyrir sig. En, meðal annarra orða, ég var að lieyra, að þú ættir að hækka í tign; el það satt? Aðeins hló hann, eins og allir lítillátir menn hefð’u gert í sporum hans, rétti mér aftur flauels- mjúka hönd sína, og leiðir okkar skildu. LÍF og LIST 11

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.