Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 14

Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 14
— Og hann sagðist ætla að berja þig núna, ef þú svo mikið sem létir sjá þig, sagði Sæti-Nási. — Aumingja maðurinn, sagði Jói. — Og hann sagði, að það hefði verið afturfótafæðing, er þú varst í heiminn bor- inn, sagði Sæti-Nási. — Sá er kjöftugur, sagði Jói. Eg settist lijá Jóa og þreifaði undir bekkinn, og ég fann, að' flaskan var á sín- um stað. Sæti-Nási stóð og horfði á mig, og ég hristi höfuðið til að gefa til kynna, að þetta væri ekki svona mikiis virði. Þetta lá í augum uppi: Danski var að dansa við hana og hann myndi hafa hana allt kvöldið. Ég hristi höfuðið á ný, og Sæti-Nási gekk fram úr stofunni. — Hvað er að honum?, sagði Jói. — Það er stelpan, Danski er eitthvað að káfa í henni, sagði ég. — Er brennivínið búið?, sagði Jói. — Nei, það er liérna undir bekknum, sagði ég. Jói lá fram á borðið og ég heyrði að liann fór að söngla í glöðum tón, og hann bjó til lagið um Ieið og hann söng: Tvibein hélt um einbein og þráði holbein, svo kom danslcbein og tók holbein wpp á einbein, en þegar tvíbein missti holbein jrá sínum einbein, varð hann ólmur og beit sitt einbein og gjörðist hjólbein. — Snotrasta kvæði hjá þér þetta, Jói, sagði ég og var í hjarta mínu þakklátur guðunum fyrir, að Sæti-Nási var farinn, áður en hann hóf sönginn. Eg blandaði í glösin og Jói fékk sér sopa. Ég hætti að hugsa um Mósu og fór að hugsa um allt annað, ekkert sérslakt, heldur allt milli himins og jarðar. Ég fór að hugsa um nýju brúna og gömlu brúna, og livernig þessi nýja brú myndi koma fram á reikn- ingum ríkisins. Og þar í yrði innifalin öll sú krónutala, er ég eyddi i brcnnivínið, sem ég var að drekka. Það yrði skráð ásamt ýmsu í kaupgjaldsliðinn. Summa. Ekkert nafn, heldur heildarsumma. Og það yrði ekkert persónulegt við summuna, og hún myndi ekki skýra frá Mósu eða Sæta-Nása eða Dóra eða séra Handan- vatna. Summan yrði aðeins ein af minni upphæðunum í útgjöldum ríkisins á þessu herrans ári. Og jafnframt því er ég hugsaði um þessa smæð, var eins og djúpur undirtónn tæki að hljóma innan í mér. Einhvers kon- ar skrýtinn saknaðartónn yfir því, að vera að skilja við allt þetta ágæta fólk. Og Mósa átti eftir að gleymast, og allt hið ímyndaða, er varðaði hana, myndi einnig gleymast. Mósa hin káta og dillandi. Mósa, sem allir vildu stíga í vænginn við. Skyldi hún hafa haldið við prestinn, þennan litla kall, sem allir sögðu skiýlnar sögur af? Hvar sem hún færi, myndu kjarkgóðir menn berjast út af henni. Og allir myndu sannfærðir um, að liún hefði karlmann, jafnvel ])ó engimi vissi neitt um það. Mósa var eins og eldur, og alla, sem sáu liana, langaði til að sænga hjá hennn Hún var ein af þessum miklu ráðgátum, með dökkgrá augu, sem maður gat horft i lengi, án þess að finna annað en enda- lausar breiður af hvítum snjó að bak1 þeim. Og það var næsla hörmulegt að geb* ekki annað en gleymt henni. Blessuð sé minning hennar. Gilhaga, í janúar 1951. INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON- FEGURÐIN Svipmynd eftir I. BUNIN ROSKINN EKKJUMAÐUR, sem vann í þjónustu ríkisins, kvæntist ungu, fögru forstjóradótturinni. Hann var þögull og feiminn, cn hún hafði mik- ið álit á sjálfri sér. Hann var hár vexti, magur og berklalegur, gekk með dökk gleraugu, talaði fremur hásri röddu, og ef hann vildi hækka róminn, þá brann fyrir. Hún var lítil vexti, líkami hcnn- ar þriflegur og hraustlegur, hún var alltaf fallega klædd og hún var hirðu- söm húsmóðir og kröfuhörð. Bláu aug- un hennar, haukfrán og fögur, tóku eftir öllu, sem á vegi varð. Það virtist á allan hátt vera jafn-Iítið í hann spunn- ið og obbann af embættismönnum rík- isins, þó hafði fyrri eiginkona hans líka verið fögur kona. Hvað sáu slíkar konur við hann? Síðari fallega eiginkonan hans ól í hugarleynum sér hatur til sjö ára gam- als sonar fyrri konu hans, og af ásettu ráði lét hún sem hann væri ekki til. Og faðirinn, sem óttaðist hana, byrj- aði einnig að láta sem hann hcfði aldrei átt son. Og drengurinn, sem var lífsglaður að eðlisfari, fór nú að verða hræddur við að segja nokkuð í návist þeirra, dró sig algerlega í hlé og virtist hverfa úr húsinu. Þegar eftir giftinguna var hann rek- inn út úr herbergi föður síns og látinn sofa á litlum lcgubekk í litlu setustof- unni, sem var full af húsgögnum með áklæði úr bláu pelli. En hann svaf °' rótt, og á hverri nóttu sparkaði hann ábrciðunni og línvoðinni ofan á golfið- Og innan skamms sagði fallega konan við þjónustustúlkuna: „Þetta er alveg vanvirða, hann er að nugga sundur allt pellið á legubekkn- um. Gerið honum hvílu á dýnunni. sem ég sagði yður að flytja burt í storu kistuna hennar húsmóður yðar sálugu á stigagöngunum“. Og drengurinn, sem var orðinn einn og yfirgefinn í heiminum, byrjaði að lifa algerlega upp á eigin spýtur, alveg skilinn frá öllum, sem bjuggu í hus- inu — þögull, einmana, án þess að nokkur veitti honum eftirtekt fra morgnj til kvölds; hann settist kyíT' látur út í stofuhornið, teiknaði mynóu' af húsum á reikningsspjald, eða las aft- ur og aftur, hvíslandi atkvæðin, sömu myndabókina, er móðir hans framliðna hafði gefið honum; hann smíðaði járn- brauúr úr eldspýtustokkum og starði út í gluggann.... Hann svaf á gólfmu milli legubekkjarins og kers, sem pálmaviður óx í. Hann hreiðraði um sig sjálfur á kvöldin, og á hverjum morgni vafði hann dýnunni saman °g setti hana í kistu móður sinnar á stiga- göngunum. Og þar faldi hann einnig allar eigur sínar. ★ 14 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.