Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 20

Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 20
Fljðt lífsins £G HUGSA MÉR jarðlífið sem fljót. Ég sé strauma þess renna, og ég sé öldur þcss berast fram hjá mér, en ég sé ekki upptök þess eða ós. Hvaðan er það, og hvert fcr það? Maður kemur til mín. Hann bendir mér til himins, þang- að sem sólskinið stafar niður um skýjarof og segir: Þaðan kemur fljótið, sem þú sérð rcnna við fætur þína. Það kem- ur frá guði. Síðan hvcrfur hann þessi maður, og ég sit einn cftir og horfi mcð lotningu, þangað scm gcislum stafar niður. Annar maður kemur til mín. Hann fer einnig að ræða við mig um fljótið. Hann bcndir mér á lækina og lindirnar, sem glitra í fjallahlíðunum, og á cina, sem kemur undan bergi rétt hjá mér, og hann segir mér, að af slíkum lækjum sé fljótið til orðið. Hin fyrstu drög þess, segir hann, að séu örlitlar uppsprettur lengst inni í öræfum, sem aukizt hafi smám saman af því, sem við bættist, og þannig muni fljótið halda áfram að aukast allt til óss. Og enn sit ég einn eftir og hugsa um það, sem þessir tveir mcnn höfðu sagt mér, og mér virðist það vera ósættanlega andstætt hvað öðru. Enn kemur til mín maður, og einnig liann fer að tala við mig um þetta mikla fljót. Og cr ég scgi honum, hvað hin- ir fyrri höfðu sagt mér, og hvcrsu það hcfði rekizt á, þá segir hann, mér til undrunar, að báðir þeir hafi haft nokk- uð til síns máls, en hvorugur hafi þó haft alveg rétt fyrir sér. Hann scgir, að skilningur hins síðari hafi að vísu vcrið raunhæfari og nær hinni réttu byrjun, en að mikið hafi þó skort á fræðslu hans. Þetta fljót, segir hann, er að v/su til- orðið af lækjum þeim og lindum, sem sprctta upp og síast saman inni á öræfum og víðar. En þá er eftir að vita, scgir hann, hvers vegna þær lindir vcrða til. Og svarið við þcirri spurningu, segir hann, að hafi að nokkru lcgið í því, sem hinn fyrri komumaður hafi sagt mér, þó að ófullkomlcga sagt væri og villandi. Og nú bendir hann mér á skýin, þang- að sem rcgni stafar niður á einum stað, og hann segir mér, að úr skýjunum komi það vatn, sem allar lindir verði til af. En skýin, scgir hann mér, að séu vatn, sem hafizt hafi upp frá höfum jarðarinnar fyrir geislan frá sól, einmitt það, sem hinn fyrsti komumaður hafi sagt mér, að væru upptök fljótsins. Og skilurðu nú ekki, segir hann, um leið og hann kveður mig, að þctta fljót, scm þú kallar fljót lífsins, er bæði af himni og jörðu? Það hefði aldrei orðið til og gæti ekki haldið áfram að vera til án hins himneska sólaryls. Hjá sólinni cr hið fyrsta upphaf þess. Þorsteinn Jónsson á Ulfsstöðum. Mussini Oelfarbe Colinblau Bleucoerukum L istmálarari Litir, penslar, léreft o. fl. Aðeins það bezta. MÁLARINN 20 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.