Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 10

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 10
f-------------------------------------:----- EZRA POUND: APRÍL Fríða Einars ‘íslenzkaði Nympharum memhra disjecta. ÞRJÁR forynjur komu til mín og ráku mig þangað sem ég lágu flakandi á grundinni: aflimað hráviði holdslitt t skininu hvita. <--------:----------------------------------/ fullar. Það var ekki mikil froða á bjómum í flöskunum, hún var lítil, af því að hann var mjög kaldur. Hún þaut upp, þegar maður hellti honum í há glösin. Ég horfði út um opinn gluggann á hvítan veginn. Trén meðfram veginum voru ryk- ug. Fyrir handan var grænn völlur og á. Það voru tré meðfram ánni og sögunarhús með vatnsknúnu hjóli. Inn um opna hlið sögunarhússins sá ég, hvar löng stórviðarsögin reis og hné. Það sást enginn starfrækja hana. Fjórar krákur voru á gangi á grænum vellinum. Fimmta krákan sat í tré og horfði á. Matreiðslumaðurinn stóð upp af stól sínu í anddyrinu og fór inn í ganginn, sem lá fram í eldhúsið. Inni skein sólin í gegnum tóm bjórglösin á borðinu. John lá fram á borðið með höfuðið á örmum sér. Ég sá í gegnum gluggann, hvar tveir menn komu upp tröppurnar að fordyrinu. Þeir komu inn í drykkjustofuna. Annar þeirra var skeggjaði bóndinn í háu stígvélunum. Hinn var grafarinn. Þeir settust við borðið undir glugganum. Stúlk- an kom inn og stóð við borð þeirra. Bóndinn virt- ist ekki sjá hana. Hann sat með hendurnar fram á borðið. Hann var í gömlum herfatnaði. Það voru bætur á olnbogunum. „Hvað eigum við að fá okkur?“ spurði grafar- inn. Bóndinn heyrði hann ekki. „Hvað viltu drekka?“ „Schnaps,“ sagði bóndinn. „Og kvart-litra af rauðvíni,“ sagði grafarinn við stúlkuna. Stúlkan kom með drykkjarföngin og bóndinn drakk snapsinn. Hann horfði út um gluggann. Grafarinn horfði á hann. John lá með höfuðið fram á borðið, Hann var sofnaður. sá hvar greinar af olívu m Veitingamaðurinn kom inn og gekk yfir borðinu. Hann spurði á mállýzku, og grafarinR svaraði honum. Bóndinn horfði út um gluggann- Veitingamaðurinn fór út úr stofunni. Bóndinn stóð á fætur. Hann tók upp samanbrotinn tlU þúsund króna seðil úr leðurveski og braut hann í sundur. Stúlkan kom. „Alles?“ spurði hún. „Alles,“ sagði hann. „Láttu mig kaupa vínið,“ sagði grafarinn. „Alles,“ ítrekaði bóndinn við stúlkuna. Hnn stakk hendinni í svuntuvasann og kom upp u1^ hana fulla af smápeningum og taldi til baka. Bóndinn hvarf út um dyrnar. Strax og hann vai farinn, kom veitingamaðurinn aftur inn í stofuna og ræddi við grafarann. Hann settist við borðið- Þeir töluðu mállýzku. Grafaranum var skernmt- Veitingamaðurinn hryllti sig. Grafarinn stóð upP frá borðinu. Hann var smávaxinn maður með yf' irskegg. Hann hallaði sér út um gluggann horfði upp veginn. „Þarna fer hann inn,“ sagði hann. „Inn í Ljónið?“ „Já.“ Þeir ræddust við aftur og veitingamaðurin11 kom að borðinu til okkar. Veitingamaðurinn vai hár maður og roskinn. Hann horfði á John, þal sem hann svaf. „Sá er þreyttur." „Já, við fórum snemma á fætur.“ „Viljið þið fá að borða bráðlega?“ „Hvenær sem er,“ sagði ég. „Hvað er í mat' inn?“ „Hvað sem þið viljið. Stúlkan færir ykkur mat' arspjaldið.“ Stúlkan færði okkur matseðilinin John vaknaði. Matseðillinn var skrifaður me bleki á bréfspjald stungið ofan í tréfót. „Þarna kemur speise-karte,“ sagði ég við John' Hann leit á það. Hann var syfjaður ennþá. (( „Viljið þér ekki fá yður að drekka með okkur’ spurði ég veitingamanninn. Hann fékk sér sseh- „Þessir bændur eru skepnur," sagði veitingamað' urinn. „Við sáum þennan við jarðarför, þegar við voi' um á leiðinni í bæinn.“ „Það var konan hans.“ „Jæja.“ „Hann er skepna. Allir þessir bændur eru skepnur." „Við hvað eigið þér?“ „Þér mynduð ekki trúa því. Þér tryðuð Þvl UÍF og US'T 10

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.