Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 18

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 18
AÐ GERA EKKI NEITT! eftir J. B. PRIESTLEY ÉG DVALDIST eitt sinn í litlu húsi vinar míns uppi í hálendum Yorkshire, um það bil tíu mílur frá járnbrautarstöð. Þessi vinur minn fæst við fagrar listir og er skemmtilega latur fugl. Við höfðum verið svo heppnir að hitta á einstakt góð- viðri, og því lögðum við af stað á hverjum morgni, völdum fyrsta stíg, sem lá upp á lyngheiðarnar, klifum brattann í hægðum okkar, þangað til við komumst eitthvað um það bil tvö þúsund fet yf- ir sjávarmál, og þar vörðum við löngum, sólrík- um síðdögum, lágum á bakinu — og gerðum ekki neitt. Enginn hvíldarstaður er betri en lyngheiði. Hún er eins konar nakinn forsalur að himna- ríki. í fábreytni hennar, sem veitir enga fljót- tæka örvun, engan tæmandi harmleik í hljóm- um og litum, felst dulin margbreytni í hinum hæg- breytilegu sýnishornum af skýjum og skuggum og lituðum röndum við sjóndeildarhringinn, sem nægir til þess að halda huganum glaðvakandi allan liðlangan daginn. Yfirborð lyngheiðanna, sem er vaxið mjúku, fíngerðu hálendisgrasi á víð og dreif, býður hverjum ró og frið. Svo af- skekktur sem staðurinn er, svo sífellur, svo ó- háður hann hefir verið manninum um ómuna- tíð, og því, sem manninn varðar, hlýtur að hvíla og hreinsa sálina. Allur skarkali heimsins drukkn- ar í einu tilbreytingarlausu velli heiðaspóans. Á HVERJUM DEGI þindarlaust lágum við þarna á bakinu, horfðum upp í himininn eða störðum í draumi á hinn fjarlæga sjóndeildar- hring. Það er að vísu ekki alveg satt, að við gerð- um ekki nokkum skapaðan hlut, því að við reykt- um fimin öll af tóbaki, borðuðum brauðsneið- ar og litlar súkkulaðistengur og drukkum úr köldum, freyðandi uppsprettum, sem hvergi eiga sér upptök, en streyma nokkra metra og hverfa svo aftur. Stundum létum við einstöku athuga- semdir falla. En sennilega komumst við eins ná- lægt því að gera ekki neitt og tveir menn af þjóðerni okkar geta. Við gerðum ekki neitt, ekki svo mikið sem bollaleggingar; ekki nokkur hug- mynd komst að í kollinum; við létum ekki einu sinni eftir okkur að grobba af snilli okkar, sem títt er, að tveir góðir vinir geri, sér til dægra- dvalar, þegar þeir hittast. Einhvers staðar langt í burtu voru vinir okkar og ættingjar að ysja og þysa, móta og finna upp, bollaleggja, karpa, kaupa, eyða. En við vorum eins og guðir, örugg- lega önnum kafnir við ekki neitt, og sálir okkar flekklausar í iðjuleysinu. En þegar við höfðum slæpzt og slórað um hríð og gengum ofan úr hæðardrögunum í síðasta sinn, rjóðir í framan eins og sól, sem er að ganga til viðar, komum við aftur inn í þennan heim manna og blaðaeigenda, aðeins til þess að uppgötva, að við hefðum ný- lega verið forsmáðir af hr. Gordon Selfridge. Ekki veit ég, hvenær og hvar hann hefur verið að forsmá okkur. Ekki veit ég heldur, hvaða gleði- samkunda hvatti hann til þessarar umsagnar og hlýddi á hana. Skrýtnir hlutir gerast um þetta leyti, þegar hinir ókunnuglegu sólskinsdagar magna sérvizku vora. Það er ekki lengra síðan en í fyrra eða árið þar á undan, að atorkumikil mann- persóna, sem hafði skipulagt ferðalag við leiðsögn til meginlandsins, ráðstafaði sem beitu á hina andlega sinnaðri menn úr hópnum, að ýmsir nafn- togaðir rithöfundar héldu fyrirlestra á ýmsum viðkomustöðum á ferðinni. Iiinir lánsömu ferða- langar héldu svo af stað, og fararstjórinn stóð við orð sín, því að viti menn — á fyrsta viðkomu- staðnum hélt hr. dómprófastur Inge tölu yfir fólk- inu um skemmtanafíkn nútíðarfólks. Ekki veit ég, hvort herra Selfridge hefur verið að beina máli sínu að hópi manna á skemmtiferðalagi eða að alvöruþrunginni ráðstefnu sölumarkaðseig- enda; hins vegar veit ég fyrir víst, að hann hat- aði leti meira en nokkuð annað undir sólinni og taldi hana mestu synd í heimi. Ég hygg líka, að hann hafi kveðið upp einhvem dóm yfir mönn- um, sem sóa tímans arði, en ég hefi gleymt, hvaða ástæður og dæmi hann benti máli sínu til sönn- unar, og í frómleika sagt, myndi ég telja það sví- virðilega tímasóun að reyna grafast fyrir það. Hr. Selfridge nefndi okkur ekki með nafni, en tæpast er hægt að efa, að hann hefur haft okk- ur í huga í árás sinni á tímasóun. Ef til vill hef- ur hann haft hræðilegar sýnir af okkur, þar sem 18 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.