Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 21

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 21
★ LEIKLIST jr 1 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: DÓRI Höfundur: Tómas Hallgrímsson Leikstjóri: Indriði Waage GAMANLEIKURINN DÓRI eftir Tómas Hallgrímsson var frumsýndur þ. 25. október s.l. Höfundurinn er gamalkunnur leik og leiksviði. Og enda þótt þetta sé fyrsti leikur hans á leiksviði, ber hann með sér, að höfundurinn er vel að sér í nú- tíma leikmenntun. Það er stytzt af að segja, að hér er um bráð- fyndinn gamanleik að ræða, einkum hvað tekur til samtals eða tilsvara. Leikritið gneistar víða af fyndni og hittu sumar setningamar í mark á frum- sýningunni, svo að leikhúsið glumdi af hlátri. Bezt var loka- setning 3. þáttar, og verkaði hún aftur fyrir sig, sem kastljós á allan þáttinn. Hins vegar má að leikritinu finna, einkum uppi- stöðu þess eða byggingu. Fram hjá því er ekki hægt að ganga í leikgagnrýni, þótt styðja beri íslenzka leikritun á alla lund, því að á leikrýnininni eiga menn fyrst og fremst að læra, en hvorki að móðgast né ofmetn- ast. Fyrstu tveir þættirnir voru vel hugsaðir og víða fjörglamp- ar. Þriðji þáttur var skemmti- legur, en tækifærin ekki notuð að fullu í lýsingu á störfum þingnefndar. Fulltrúar hinna ýmsu stétta ekki allir nógu að- greindir. Síðasti þátturinn var þeirra síztur. Þar varð ekki ljóst, hvað höfundurinn var að fara. Aðal- gallann má telja, að höfundur- inn slær vopnin úr höndum að- alleikarans undir lokin og gef- ur þau aukapersónu í hendur með því að láta hann lesa allt- of langan kafla úr Sturlungu, svo að aðalleikandinn fær ekki tækifæri til að skila þessum skemmtilega leik í fullri hæð, sem efni stóðu til. HARALDUR BJÖRNSSON fór með aðalhlutverkið og lék Jakob Johnsen skáld. Þetta var aðalhlutverk í fyllstu merkingu þess orðs og voru aðrar persón- ur aðeins hugsaðar sem smá- peð hjá þeirri. Haraldur hefur oft sýnt áður, að hann er kunn- áttumikill pg listrænn leikari, en aldrei betur en nú. Leikur hans var glæsilegt afrek, og hafi menn á annað borð ráð á að fara í leikhús, þá er leikur hans einn þess virði og meira en það að verja kvöldinu niðri í Þjóðleikhúsi. Það hefur stund- um komið fyrir Harald, að hann skilar ekki ölum setningum sem skyldi, en þá bætir hann það oft upp með áfbragðsgóðum lát- bragðsleik. Setningar hans eru alltaf undirstrikaðar með sterku látbragði. Hins vegar ber leik- ur Haralds það með sér, að hann fylgir eldri stefnu í leik- list en nú er farið að tíðka. Hann notar oft hin afmældu leiksviðsskref hefðbundinnar hreyfingar sem viðbrögð ákveð- inna gebrigða. En að öðru leyti Haraldur Björnsson í hlutverki Jakobs Jolinsens, skálds. var leikur hans víða magnaður af ríkum innblæstri og sterku ímyndunarafli. GESTUR PÁLSSON lék Mor- is, bónda og kaupmann. Skilaði Gestur svo hlutverki sínu, að ekki varð á betra kosið. Leikur Gests var óhefðbundinn, fersk- ur og lifandi. Vegna hins sífrjóa innlifunarhæfileika síns þarf Gestur lítið að grípa til hjálpar- tækni, sem fæstir komast af án, þótt ekki sé nema yfir dauðu atriðin. ANNA GUÐMUNDSTÓTTIR var kona hans, Vilborg. Hún gerði stuttu hlutverki mjög góð skil. Anna er örugg á sviði og traust leikkona. REGÍNA ÞÓRÐARÐÓTTIR lék Þorbjörgu konu Jakobs. Hlutverkið var veigalítið og leikurinn daufur. Höllu dóttur Jakobs lék HERDÍS ÞOR- VALDSDÓTTIR, og var leikur hennar sæmilegur í fyrri hluta leiksins, en síður nýtur hún sín ekki, enda úr litlu að spila. Titilhlutverkið Dóri er leikið af LÍF og LIST 21

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.