Líf og list - 01.04.1953, Blaðsíða 14

Líf og list - 01.04.1953, Blaðsíða 14
[ TÓNLIST ] JULIAN HERfíAGE: Er núrtma-tónlist torskilin? Margir kvarta undan því, að tónlist nútímans sé ek ki eins góð og aðgengiJeg og hún var „í gamla daga.“ Þessu fólki vildi ég ségja, að hún var það ekkert fremur í gamla daga. Meira .að segja er því blákalt haldið fram að nútímalist- in sé ekki jþess virði að komast til botns í henni. En slíkar fullyxðing- ar eru sannarlega ekki ný bóla og ekki svaraverðar. Þeim, sem hinsvegar vilja skilja nútímatónlist, ætla ég að benda á nokkur atriði. Fyrst verðum við að gera okkur Ijóst, að það virðist loðandi við flest fólk að rcyna að spyrna gegn upprunalegum nýjum hugmyndum. Heimspekingar og vísindamenn hafa um aldaraðir orðið fyrir ofsóknum fyrir nýjar hugmyndir. Tökum dæmi um tónlistina „í gamla daga“. Þegar Monteverdi gaf út „Mishljómaker£i“ sitt, fyrir þrjú hundruð árum, risu gagnrýn- endur sem einn maður gegri hon- um. Ekki leið þó á löngu unz kenningar hans urðu fastur liður í tónæfingum og kennslubókum jafnvel fhaldssömustu skóla. Tón- list langflestra mikilla tónskálda hefur mætt slikri tortryggni og tuddaskap fyrst í stað, og skal þá fyrst fræga telja. Beethoven, Wagn- er og Debussy. En siðan þá leið, hafa óteljandi tónskáld stælt og tileirikað sér stíl og sérkenni þess- ara skálda. Það kann þó sjaldan góðri lukku að stýra. Slík endur- tekning hlýtur oftast að verða eins og undanrenna. Þegar samtfðar-tónskáld okkar halda inn á ókannaðar slóíSr tón- tjáningar, verður sífellt hið sama upp á teningnum — hin fhaldssama andspyrna gegn öllu ókunnugu. Sagan endurtekur sig í hinu sleitu- lausa strfði hinna gömlu sjónar- miða gegn nýjum hugmyndum. Vitaskuld eru hugmyndir ekki góð- ar fyrh' jþað citt, að þær eru nýjar. Við eigum ekki færri slæm tónskáld og loddara en kynslóðirnar á und- an okkur, ef til vill fleiri. T. d. er mikil tækni í tónsmíðum sára sjaldgæf á okkar dögum. Meiri ringulreið er uppi meðal lista- manna nú en áður var, það er tog- azt á um fleiri hugmyndir og stefn- ur. En þetta mun tíminn jafna. Komandi kynslóðir munu greina kjarnann frá hisminu og samlagast straum og streng þeirra tónlista- verka nútímans, er menn nú hundsa. Annars ráðlegg ég þeim, er þyk- ir nútíma-tónlistin torskilin að sökkva sér niður f tónlist „gömlu daganna." Þannig verður hugur manna sveigjanlegri og skyggnari. Þannig öðlast menn einnig lykilinn að leyndardómum nútíma-tónlist- ar. SIGURÐUR V. FRIÐÞJÓFSSON. TÓNASEIÐUR í nótt, í nótt gengur í dansinn drótt. Tónarnir seiða, svella sál mína í dróma fella, laða, lokka og ginna, leikandi sigur vinna, láta mig gleyma, gleyma, gott er að mega dreyma drauminn dýra um þig, stíg dans við mig. Léttstíg við svífum saman, sárljúft er tónagaman, eldur í æðum brennur, ólgandi blóðið rennur, þín vil ég faðmlög finna, fagnandi sigur vinna yfir þér unga mær, ástvina kær. Tónarnir trylltir stíga tælandi mjúkir hníga, ekkert slíkt yndi léði 'afeng er dansins gleði, barmur að barmi hnígur, blóðið til höfuðs stígur, eggjandi unga mær þín ásýnd hlær. Ilár þitt og hörund anga, hlýr roði litar vanga og undir brúnaboga blikandi stjörnur loga, mýkt votra vara þinna vildi ég mega finna, það mest ég þrái hnoss, þinn ástarkoss. Töfrar mig tær og heiður tónanna mjúki seiður, ljúft er að mega líða, lögmálum þeirra hlýða, bundinn í faðm þinn bjarta bærast finn ég þitt hjarta, ég vil það verði mitt veit mér já þitt. í nótt, í nótt myrkrið er heitt og hljótt. 14 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.