Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 4

Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 4
Milan Kundera Hlátur Guðs Ávarp flutt við móttöku Jerúsalem verðlaunanna í bókmenntum 1985 Mér viröist það ekki stafa af tilviljun, lieldur af langri hefð, að stærstu bók- menntaverðlaun ísraels skuli vera ætl- uð bókmenntum allra þjóða. t>að eru einmitt hinir fremstu meðal Gyðinga, aldir upp fjarri ættjörð sinni og utan við ástríður þjóðernismetnaðar, sem hafa alltaf sýnt óþjóðbundinni Evrópu sér- stakan skilning, þegar litið er á hana sem menningarheild en ekki landsvæði. Jafnvel þótt Evrópa hafi brugðist gyð- ingum svo hörmulega, hafa þeir samt sem áður verið trúir evrópskum heimsborgarahætti, og ísrael, þetta litla land þeirra sem þeir hafa loksins endur- heimt, kemur mér því fyrir sjónir sem hið eiginlega hjarta Evrópu, undarlegt hjarta, staðsett utan við líkamann. Ég er djúpt snortinn þegar ég tek í dag við verðlaunum þeim sem bera nafn Jerúsalem og mark þessa mikla heimsborgaraanda gyðinga. Ég tek við þeim sem skáldsagnahöfundur. Ég und- irstrika, skáldsagnahöfundur, ég segi ekki rithöfundur. Samkvæmt Flaubert er skáldsagnahöfundur sá sem vill láta sig hverfa á bak við verk sitt. Að hverfa á bak við verkið merkir að vera ekki í sviðsljósinu. Það er ekki auðvelt nú á dögum þegar hvaðeina sem einhverju máli skiptir verður að fara um óþolandi upplýst svið fjölmiðlanna sem, andstætt við ætlun Flauberts, láta verkið hverfa bak við myndina af höfundi þess. Við þessar aðstæður, sem enginn fær fylli- lega varast, virðist mér athugasemd Flauberts vera eins konar viðvörun: við það að stíga fram í sviðsljósið teflir skáldsagnahöfundurinn verki sínu í tví- sýnu, því að það getur átt á hættu að vera skoðað sem hreinn viðauki við athafnir hans, yfirlýsingar og viðhorf. En það er ekki nóg með að skáld- sagnahöfundurinn sé ekki málpípa nokkurs manns, heldur gengi ég jafnvel svo langt að segja að hann sé ekki einu sinni málpípa sinna eigin hug- mynda. Þegar Tolstoj skrifaði fyrsta uppkastið að Önnu Karenínu, var Anna óviðfelldin kona og hörmuleg endalok hennar aðeins réttlát og sann- gjörn. Endanleg gerð skáldsögunnar er allt önnur. En ég held ekki að Tolstoi hafi í millitíðinni breytt siðferðishug- myndum sínum. Mér þykir sennilegra að þegar hann skrifaði söguna hafi hann hlustað á aðra rödd en rödd sinn- ar eigin siðferðilegu sannfæringar. Flann hlustaði á það sem ég vildi nefna visku skáldsögunnar. Allir sannir skáld- sagnahöfundar hlusta á þessa ópersón- bundnu visku, sem skýrir það að meiri háttar skáldsögur eru alltaf svolítið gáf- aðri en höfundar þeirra. Skáldsagna- höfundar sem eru gáfaðri en verkin ættu að hverfa til annarra starfa. En hver er þessi viska, hvað er skáld- sagan? Gyðingar eiga ágætan málshátt: „Maðurinn hugsar, Guð hlær“. í anda þessarar setningar ímynda ég mér gjarnan að Fran$ois Rabelais hafi dag nokkurn heyrt Guð hlæja og að þannig hafi fæðst hugmyndin að fyrstu evr- ópsku skáldsögunni sem eitthvað kvað að. Sú tilhugsun þykir mér skemmtileg að skáldsagnalistin hafi komið í heim- inn sem bergmál af hlátri Guðs. En hvers vegna skyldi Guð hlæja þegar hann horfir á manninn hugsa? Vegna þess að maðurinn hugsar og sannleikurinn gengur honum úr greip- um. Vegna þess að því meir sem menn- irnir hugsa, því meir fjarlægist hugsun eins þeirra hugsun annars. Og að lok- um vegna þess að maðurinn er aldrei það sem hann heldur að hann sé. í birtingu nútímans kom í ljós þessi grundvallarstaða mannsins, þegar hann kom út úr miðöldunum: Don Kíkóti hugsar, Sansjó hugsar, og ekki aðeins sannleikurinn um heiminn, heldur einn- ig sannleikurinn um þá sjálfa gengur þeim úr greipum. Fyrstu evrópsku skáldsagnahöfundarnir skildu þessa nýju stöðu mannsins og á henni byggðu þeir hina nýju list, skáldsagnagerðina. Frangois Rabelais fann upp mörg ný- yrði sem öðluðust fastan sess í frönsku og öðrum tungumálum þegar fram liðu stundir. Eitt þessara orða hefur þó gleymst og er það miður. Það er orðið agélaste sem komið er úr grísku og merkir þann sem stekkur ekki bros, sem hefur ekki snefil af skopskyni. Ra- belais fyrirleit agelasta. Ffann óttaðist 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.