Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 6

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 6
Myndlistarsýningar í Reykjavík 1985 Eggert Pétursson og Kristinn G. Harðarson Við viljum í upphafí taka fram að ætl- unin er ekki að gefa tæmandi yfirlit yfir það sem hefur verið að gerast í myndlist- arlífi Reykjavíkur á síðastliðnu ári. Hér verður stiklað á stóru og auk þess er þessi umfjöllun bundin okkareigin upp- lifun á myndlistarlífi Reykjavíkur og við höfum ekki treyst okkur til þess að yfir- stíga hana með neinu móti eða reyna að taka viðfangsefni okkar fræðilegum tök- um. Sýningarsölum fækkaði um þrjá á síðast- liðnu ári. Peir voru: Listmunahúsið, Sal- urinn Vesturgötu, Listamiðstöðin Lækj- artorgi. Það er mikill missir að þessum stöðum, sérstaklega tveimur þeirra sem settu svip sinn á listalífið í bænum. Salurinn Vesturgötu var rekinn af hópi ungs myndlistarfólks og var gallerí þetta að mestu vettvangur þess. Það vantar því sal fyrir ungt fólk sem er að koma sér á framfæri eftir nám. Listmunahúsið var eini staðurinn í ætt við það sem kallað er „professional gall- ery“ í hinum vestræna heimi. Þá er átt við fyrirtæki sem sýnir verk Iistamanna, sem forráðamenn þess hafa áhuga á. Starfsmenn gallerísins sjá um uppsetn- ingu á sýningum listamannanna (oftast í samráði við þá), sendingu boðskorta, kynningu í fjölmiðlum og annað sem til- heyrir. Þeir sjá einnig um að selja verkin og fara þá yfirleitt 30—50% til fyrirtækis- ins, jafnvel meira. Flestum þótti mikil upphefð í að fá að sýna í Listmunahús- inu enda leituðust aðstandendur þess við að halda á lofti ákveðnum gæða- stimpli þó ekki hafi allir alltaf verið sam- mála um gæðamatið. Það er því minni breidd í myndlistarhf- inu hér eftir lokun þessara staða. Starfsemin í Listamiðstöðinni við Lækj- artorg var dáhtið Iosaralegri og sýningar- stefnan ekki mjög ákveðin. Fyrir vikið náði hún aldrei að verða mjög áberandi eða áhrifamikil. íslensk list, Vesturgötu, var ekki heldur mjög áberandi staður á árinu, einhverra hluta vegna. Þama hafa verið sýnd verk eftir félaga úr Listmálarafélaginu, en það er hópur „virtra" Iistmálara. Út- völdum listmálumm er boðið að ganga í félagið og þykir það víst nokkur virðing- arauki. Starfsemi Norræna hússins var dálítið gloppótt síðastliðið ár. Þó var sýning Erró þar nokkur undantekning því sýn- ingar hans em alltaf mikill viðburður fyrir hinn almenna listneytanda og sýn- ingarnar geysivel sóttar. Umræðumar um list Errós hafa líka alltaf verið mjög fjörlegar, í kringum þessar sýningar og stóryrðin ekki spömð. Síðastliðið sumar var einnig sýning á stórum málverkum (sjávarmyndum) eftir hinn merka mál- ara Gunnlaug Scheving. Þetta var góð sýning en samt hefði verið betra að sýna þau í húsnæði þar sem hærra er til lofts. Heyrst hefur að forráðamenn Norræna hússins ætli að hressa upp á sýningar- starfsemina og er það vel. Starfsemi Listasafns ASÍ virtist líka eitt- hvað losaraleg og vantar sennilega skipulagðari sýningarstefnu. Listasafn ASÍ hefur staðið fyrir útgáfu litskyggna og bóka með litprentuðum myndum um myndlistarmenn. Einn listamann vantar tilfinnanlega í bókaflokkinn, en það er Svavar Guðnason. Væri það verðugt verkefni. Einnig er orðið tímabært að gefa út bók um þær hræringar sem urðu í kringum og upp úr sýningarstarfsemi SÚM, hver sem myndi svo standa að því. Listasafn íslands hefur staðið sig allvel miðað við aðstæður. Eftirminnilegar eru sýningar á verkum fjögurra frumherja, 19 kvenna, vatnslitamynda og pastel- teikninga Gunnlaugs Scheving og verka Jóhannesar Kjarvals í eigu safnsins. Þó mætti Listasafnið sýna meira af þeim hræringum sem eiga sér stað í nútíman- um (t.d. taka fyrir tímabil og stefnur) þó að mjög mikilsvert sé að halda á lofti minningu og verkum gömlu meistar- anna. Gallerí Borg, Gallerí Grjót og Gallerí Langbrók eru staðir sem eru mitt á milli þess að vera verslanir og sýningarsalir. Gallerí Grjót og Gallerí Langbrók eru rekin af listamönnum sem selja og sýna aðallega verk eftir aðstandendur stað- anna. Gallerí Borg er rekið af nokkrum ein- staklingum sem ekki eru listamenn sjálf- ir. Taka þeir prósentur af sölu verka þannig að staðurinn er í ætt við List- munahúsið heitið nema hvað sýningar- aðstaðan er miklu verri vegna búðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.