Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 27

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 27
Atvik í eilífðinni Talað við Tuma Magnússon Tumi Magnússon er fæddur árið 1957 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá MH 1976 og stundaði nám í MHÍ á árunum 1976—78 en í Enschede í Hollandi frá 1978—1980. Þá tók hann á sig krók og fór til Spánar að læra spænsku og dvald- ist í Granada um eins árs skeið. Undan- farin ár hefur hann búið á Englandi. Tumi sýndi fyrst árið 1978, en síðan hef- ur hann sýnt oft, einn og með öðrum, heima og erlendis. Meðal annars sýndi hann ásamt öðrum íslendingum í Fodor safninu í Amsterdam 1983 og einnig í Malmö konsthall sama ár. Og í Basel í Sviss 1984. í Nýlistasafninu í Reykjavík sýndi hann 1985 og vakti sú sýning nokkra athygli meðal áhugamanna um myndlist og hlaut auk þess góða dóma hjá gagnrýnendum. Skömmu eftir sýn- inguna var Tumi tekinn tali og krafinn skýringa á framferði sínu. Kaflar úr því samtali fara hér á eftir. Viðmælendur, auk Tuma sjálfs, voru: Gunnar Harðarson, Ingólfur Amars- son, Kristinn G. Harðarson og Sólveig Aðalsteinsdóttir. /ngólfur: Við skulum bara byrja á byrj- uninni: Af hverju gerirðu svona myndir? Tumi: Ja, náttúrlega, ef maður er með pensil og blað, þá kemur eitthvað úr penslinum. Krístinn: Hvað finnst þér um gagnrýnina sem þú fékkst hjá Guðbergi, að þetta væri hlutaheimur? Gunnar: Og að ef þetta væru bókmennt- if væru þær kallaðar á mörkum draums og veruleika? Tumi: Er þetta ekki bara klisja sem er alltaf sögð um bókmenntir? Gunnar: En nú segir hann þetta af því að þetta eru hversdagslegir hlutir sem eru málaðir í sterkum litum. Tumi: Ég hélt að þetta væri nú bara brandari hjá honum. Annars er voða erfitt að vita hvað er brandari hjá honum og hvað ekki. Ingólfur: En þessi meginhugmynd sem kom fram hjá honum, að þetta væri eins konar leikur með hlutveruleikann, eða eitthvað svoleiðis, er ekki svolítið til í því? Tumi: Mér fannst þetta nú bara skemmtileg krítík, sko. Kristinn: Maður sér nú það í myndun- um, að þessir hlutir koma á óvart þó að þetta séu venjulegir hlutir. Jafnvel þótt þeir séu ekki neitt teygðir til eða skrum- skældir, þá einhvern veginn, kannski lit- irnir, og bara hvernig þeir eru settir á myndflötinn. Ingólfur: Oft fannst mér þetta nálgast það sem mætti kalla bara einfalda upplif- un á hlutunum, eins og það sé verið að leika sér, án þess að það sé kannski saga eða brandari. Tumi: Mér finnst það ekki endilega þurfa að vera saga, eða ég hugsa það ekki þannig. Ég byrja yfirleitt bara á einhverjum einum hlut og yfirleitt verð- ur hann eitthvað öðruvísi en svoleiðis hlutir eru yfirleitt, af einhverjum ástæð- um. Mér finnst erfitt að láta svona hlut standa einan, en ég byrja yfirleitt ein- hvern veginn svoleiðis, teikna þarna einn hlut en svo spinn ég eitthvað í kring- um það. Gunnar: Vinnan umskapar hlutinn? Tumi: Ha? Ingólfur: Mér finnst titillinn á einni myndinni hjá þér eiga vel við ef maður hugsar hann ekki of alvarlega, það er “Atvik í eilífðinni". Mér finnst hann gæti vel verið nafn á sýningunni í heild, ef maður tekur “atvik“ í fleirtölu. Kristinn: Þegar þú ert að vinna myndim- ar og þú byrjar nteð einn hlut og svo seturðu hann í samband við eitthvað annað, bætir við öðrum hlut og svo framvegis, gerirðu það yfirvegað eða læturðu það bara ráðast af hendingu? Tumi: Ég geri það yfirvegað eða þannig, það er ekki sama hvað er málað. Kristinn: En með litina? Gunnar: Pað er einmitt eitt höfuðatriði við þessa sýningu, það er að segja hvað liturinn virðist skipta ntiklu máli. Tumi: Hann gerir það. Hann er, náttúr- lega, sko, ég tek kannski einhvern einn hlut, og mála hann, og liturinn er alveg jafn mikill þáttur í þessari umbreytingu á hlutnum eins og hvað annað, eins og til dæmis að taka hlut og setja í samhengi við annan hlut eða breyta laginu á hon- um. Ég nota litinn alveg jafn mikið til þess að breyta laginu á honum eða ekki endilega breyta honum, stundum kemur hann bara svona út úr myndinni. Kristinn: Reynirðu að balansera mynd- irnar eins og gömlu abstraktmálararnir gerðu? 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.