Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 38

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 38
hláturinn manninn? Eða er fullyrðing Höffdings og annarra heimspekinga rétt að vitneskja og skilningur sé órjúfanlega tengt sársaukanum? Pað er sennilega þessi skoðun Höffd- ings sem liggur að baki orðum eins gagn- rýnandans sem lýsir eftir alvöru og sár- sauka í skáldsögum Péturs Gunnarsson- ar: ,,Var það ekkert sárt?“ er titill gagn- rýni Mattíasar Viðars Sæmundssonar á Persónur og leikendur. Pétur hefur svar- að spurningu Matthíasar með spurning- unni: „Yrði þá spurt um píslarsögu Jóns Magnússonar: var aldrei brosað?“ Eg er sammála Ionesco þegar hann heldur því fram að fyndnin sé ákveðin innsýn í fáranleikann. Ef einfaldleikinn og fyndnin getur hrifið okkur með hlýtur það að vera vegna þess að hún byggir á heildarhugsun og á alvöru. / Persónur og leikendur lítur Andri á sinn eigin per- sónuleika og metnað sem spaugilegan. Margir hljóta að kannast við þetta við- horf frá eigin unglingsárum. Það er varla nokkur vafi á því að bak við allt spaugið og fyndnina liggur alvarlegur undirtónn og sársauki og þennan undirtón er í raun auðveldlega hægt að koma auga á í bók- inni. Andri reynir að skrifa yfir sárin, yfir vissa vöntun sem er hinn óvé- fengjanlegi munur á hver hann eiginlega er (leikandinn) og hver það er sem hann vill vera (persónan). Það liggur kannski beint við að segja að það sé eilífðar- spurningin um tilgang og tilvist manns- ins sem hefur mest áhrif á veru Andra í heiminum. Eða með orðum Ionescos: innsýn hans í fáranleikann. I stað þess að aðgreina hlátur og skiln- ing væri nær að athuga það sem er þess- um tveim fyrirbærum sameiginlegt. Fyndnin er ekki umbúðir eða afleiðingar af ákveðnum boðskap. Þvert á móti er hún leið til að nálgast það líf sem við afneitum þegar við vinnum vísindastörf, rannsökum söguna og annað sem við teljum skynsamlegt. Wittgenstein sagði að yfir því sem ekki væri hægt að tala um André Breton RÓSRAUÐUR DAUÐI Vængjaðir kolkrabbar munu í hinsta sinn leiða bátinn með segl gerð úr þessum eina degi stund fyrir stund Þetta er lokastundin en síðan muntu finna hvernig sólin hvít og svört stígur upp í hár þitt Ur klefanum lekur vökvi rammari dauðanum Ef horft er á hann ofan í hyldýpi Halastjörnur munu styðja sig blíðlega við skógana áður en þær eyða þeim Og allt fer fram í órjúfanlegri ást Hverfi lögun fljótanna Aður en dimmir að fullu muntu sjá Silfursins langa hlé A blómguðu ferskjutré munu birtast hendur Og skrifa Ijóð sem verða að silfursprotum Þær líka og líka silfursvölur fyrir tilverknað regnsins Þú sérð sjóndeildarhringinn opnast í hálfa gátt og skyndilega er kossi heimsins lokið En um leið hverfur óttinn og ferningur himins og sjávar Svífa í vindi okkur máttugri Hvað á ég að gera með titring raddar þinnar Flökt hennar umhverfis eina lampann sem ekki fellur Tímakefli Eg mun klífa hjörtu mannanna Til hinstu grýtingar Hungur mitt hnitar hringi eins og ofskorinn demantur Það fléttar hár barn síns eldsins Þögn og líf En nöfn elskendanna munu gleymd Eins og bljúgur blóðdropi í trylltu ljósinu 36

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.