Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 13

Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 13
BALDUR GUNNARSSON LÁTUM GEYSA GADDASKÖTUNA Á lágskýjuðum góðviðrisdegi situr hann í víkinni í þungum þönkum. Hann situr undir hamrinum á lábörðum hnullungi og horfir á allt þetta grjót. Hann horfir í grjótið gráa og hráblautar fjörur og straumþung sundin og aldan stynur og kögrar hvít og sogast út og urgar í grjóti enda- laust einsog það sé eini söngur heimsins. Á bak við hann stendur brimklifið hátt og grátt með myrka skúta og hringstiginn snýst upp á hamrabrún og hann situr og bíður lengi og það syrtir í lofti og verður samfelldur dumbungur. Bráðum fer hann að rigna. Ætlar hann ekki að fara að koma? Hann hefur alltaf verið kominn um þetta leyti. Maður hefur aldrei þurft að bíða svona lengi eftir honum. Og hann reynir að stytta sér stundir við að telja steina í fjörunni. Gefst upp og byrjar aftur. Retta eru óteljandi steinar, allir úr sama efni, blásvartir og gljábrenndir, margbrotið gjall sem breiðist alla vega. Ætlar hann þá ekki að koma? Hann grípur grjót í lófann ávalt eins og egg, þongt og kalt, hann hampar því f hendi sér og býr sig til að kasta. Hvað var þetta? Skriðnaði grjót í fjörunni? Hann snýr snöggt höfðinu. Hvaða hljóð var þetta á bak við mann? Svo Isetur hann hendina síga. Þarna stendur hann Morgan undir stein- ölduhnútnum. Hann stendur við stigafótinn sem borar sér oní bergið einsog snigill úr hakkavél. Morgan er kominn í kápunni sinni síðu með spæla á öxlonum og beltið spennt og blúndukaskeitið keyrt fram á ennið. Derið er einsog framhald af augna- brúnonum. Hann stendur með hendur í vösum og horfir á mann og brosir. Þá er maður staðinn upp og tekur nokkur ósjálfráð skref upp fjöruna og er óöamála. Morgan. Óli og Maggi segja að allar sögurnar sem þú hefur sagt mér séu lygasögur. Þeir segja að þú sért lygalaupur og það sé auðséð af því að þú hefur aldrei sýnt mér eitt einasta snifsi til sannidamerkis einsog til dæmis eina pjötlu af silki og þú siglir undir fölsku flaggi og hafir málað yfir nafn og númer og heitir ekki Morgan þvíað enginn heiti Morgan og þessvegna sértu lygalaupur og allt sem þú segir haugalygi og alltaf út f Viðey afþví að það er enginn bátur til. Þeir segja að það hafi aldrei komi sjó- ræningjaloggorta til íslands og aldrei smyglaraskip og það hafi aldrei verið falið neitt I fjörunni og það sé ekkert hérna annað en grjót og hafi aldrei verið annað en grjót þetta horngrýtis grjót. Er það satt? Kapitan Morgan stendur við stigann. Brosið er frosið. Hann er mjósleginn og mórauður í framan og horfir á mann móbrúnum drengs- augum sínum. Það er truflað augna- ráð eins og þegar maður hefur séð og heyrt það sem maður ekki skilur. Og það eina sem maður skilur í því dæmi er að maður þarf að skilja þetta dæmi sem maður skilur ekki. Brosið þiðnar og gufar upp. Er það satt? Morgan kippist dálítið við en hann segir ekki neitt. Hann heldur áfram að horfa á mann. Svo kvikar þetta ráðvillta augnaráð af kússinum og hann horfir framhjá manni út í bláinn og verður á svipinn einsog hann sé hér ekki lengur viðstaddur. Fjarrænn í framan horfir kapitan Morgan út I loftið. Hvað et hann að hugsa? Hann glápir yfir hausinn á manni út I Viðey. Er hann horfinn frá þessari strönd? Er hann flúinn frá ábyrgð sinna eigin orða? Er hann floginn inn I einhvern upploginn ævintýraheim þar sem allt er I lukk- unnar standi og hann þarf ekki að svara öðrum spurningum en hann kærir sig um og hans eigin imyndun leggur fyrir hann? Eða er hann þrátt fyrir allt að hugsa um hvernig hann geti snúið dæminu sér í hag með annari lygasögu? Varla er hann svo bíræfinn. Er hann þá að hugsa um vináttu þeirra sem nú hefur runnið sitt skeið á enda? Er hann að hugsa um hvað hann sagði þegar þeir gengu saman út f Bátanaust til þess að fylgjast með nýsmiðinni? Sérðu nú þetta mikla tré, sagði hann. Svona tré finnst ekki á íslandi. Svona tré kemur sunnan úr álfum hingað uppeftir. Samt eru til steingerð akörn þessara trjáa djúpt í bergi bæði fyrir austan og vestan. En þetta kalda steinland breytti þeim I stein áður en náði að springa utan af þeim skelin. Þau náðu aldrei að spíra því hérna vantar allt til alls nema kol- svart grjót og þetta hvíta frosna vatn. Og það geta engin akörn spírað hérna. Þess vegna verður að flytja þetta allt inn. Sérðu þetta tré þarna? Það er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.