Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 17

Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 17
fullt af súrefni handa hjartanu sem berst og maður teygar þetta merki- lega efni. Það var þá allt saman satt. Hann fyllist næstum því óbæri- legum æsingi þegar hann hugsar um ævintýrið sem er í nánd. Strax og þeir Morgan hafa lokið við að smíða bátinn þá munu þeir fara til sjós undir því yfirskini að þeir ætli að stunda fiskirí ásamt sínum selskap. Síðan munu þeir taka slag fyrir Vesturey og varpa netum sínum við Kjalarnes. En óðar en þeir sjást ekki lengur frá Reykjavík þá munu þeir breyta um stefnu og sigla inn með löndum norðanmegin við Viðey og taka land á Austurey. Þá geta þeir farið að leita að gullkross- onum og bikuronum. Kafli úr óprentaðri skáldsögu GUNNAR HERSVEINN FJÖGUR LJÓÐ ÓSKASTEINAR Fjarri borgarljósum á gægjum í myrkrinu fylgist ég með stúlku sem bíður eftir stjörnuhrapi um nóttina hnígur tunglið í bogadreginni línu hún óskar sér kastar lofsteini til mín og gengur sæl á braut. ÓLJÓST ATVIK Með demantshring í eyra hverfur svartur köttur inní stein. Tunglið vex og hestur valhoppar í fjarska en ég er bergnuminn af stúlku og hún styður fingri á enni mitt og segir: álfurinn þinn! BLÁU AUGUN ÞÍN Blár á blárri grund húsin trén dýrin blá einsog hafið sólin skýin fuglarnir allt er blátt einsog himinninn og kyrrðin hún er líka blá hún er blá og allt er í kyrrstöðu allt nema kóngulóin sem vefur okkur saman með bláum þræði. KOSSAGANGUR Við göngum fram af hengiflugi . . . og á leiðinni niður þverhnípið gríp ég um Ijóst hárið og dreg hana í faðm minn finn mjúkar varir leika um andlit mitt og hvíslað: ég elska þig og jörðin kitlar okkur með kossum sínum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.