Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 40

Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 40
ROLAND BARTHES AÐ VERA HRIFINN AF SCHUMANN Frakkar eru haldnir sérkennilegum fordómi gagnvart Schumann, segir Marcel Beaufils: þeim finnst hann eiginlega vera „aöeins of þykkur Fauré". Ég held aö þennan fyrirvara þeirra eigi ekki aö rekja til einhverrar andstæöu milli „fransks skýrleika“ og „þýskrar tilfinningasemi“. Ef dæma skal af hljóðritunum og útvarpsþáttum eru Frakkar nú yfir sig hrifnir af dæmi- gerðum tónskáldum þungarómantík- urinnar, Mahler og Bruckner. Nei, ástæöan fyrir þessu áhugaleysi (eöa þessum minni háttar áhuga) er af sögulegum toga, ekki sálfræðilegum. Schumann er umfram allt tónskáld píanósins. En skoðaö með augum félagsfræöinnar (og út úr öllum hljóð- færum, frá lútu til sembals og saxó- fóns, má lesa einhverja hugmynda- stefnu) hefur píanóiö um aldarlangt skeið lotið sögulegri þróun og Schumann er fórnarlamb hennar. Maðurinn sem hugvera hefur breyst: hiö innra, hiö nákomna, einveran, hafa misst gildi sitt. Einstaklingurinn er oröinn sífellt meiri hópvera, hann vill tónlist fyrir marga, fjöldatónlist, oft æðisgengna, sem er tjáning á við frekar en ég. En Schumann er raun- verulega tónskáld hinnar innri ein- veru, tónskáld hinnar ástföngnu og lokuðu sálar sem er á eintali viö sjálfa sig (þess vegna er svo mikið af par- lando í verkum hans, til aö mynda er frábært dæmi um slíkt í Kreisleriana nr 6), í stuttu máli, tónskáld Barnsins sem þekkir ekkert annað samband en viö Móðurina. Hvernig menn hlusta á píanótónlist hefur líka breyst. Paö er ekki aðeins að menn hafi horfið frá einkaáheyrn, eða í hæsta lagi fjölskylduáheyrn, til almannaáheyrnar - hver einasta plata, jafnvel þótt menn hlusti á hana heima hjá sér, kemur sér á framfæri sem tónlistarviðburði og píanóið verður að vettvangi þar sem slíkur atburður á sér stað - það er líka það, að sjálf snillin, sem var vitaskuld til á tímum Schumanns, enda vildi hann verða snillingur sem jafnaðist á við Paganini, hefur rýrnað. Hún þarf ekki lengur að koma til móts við heims- mennskuæði konserta og viðhafnar- sala, hún er ekki lengur í anda Liszts. Núna er hún vegna hljómplötunnar eilítið hemuð snilli, fullkominn leikur (án ágalla, án tilviljunar) sem ekkert er hægt að setja út á, en lyftir engu, hrífur ekkert, er á einhvern hátt óra- fjarri líkamanum. Píanóleikara í dag fellur í skaut geysileg virðing en engin hrifning og ef svo mætti segja, eftir orðanna hljóðan, engin samkennd. En píanótónlist Schumanns, sem er erfið, kallar ekki fram neina mynd af snillinni (snillin er ímynd, ekki tækni). Það hvorki hægt að leika hana eftir gamla laginu né eftir nýja stílnum (sem ég ber gjarnan saman við „ný- bylgjuna í matargerð", snöggsoðinn). Hún er nákomin píanótónlist (sem þýðir ekki að hún sé Ijúf) eða þá e/'n/capíanótónlist, jafnvel einstakl- ingsbundin, sem fælist atvinnumenn- skuna, vegna þess að það að sþila Schumann felur í sér ákveðið sak- leysi gagnvart tækninni sem er alls ekki á færi allra listamanna að öðlast. Að síðustu er það notkun píanósins sem hefur breyst í grundvallaratrið- um. Alla 19. öldina var píanótónlistin vitaskuld stéttbundin, en þó nægilega almenn til þess að fara nokkurn veg- inn saman við það að hlusta á tónlist. Sjálfur fór ég ekki að hlusta á sin- fóníur Beethovens fyrr en ég fór að spila þær með góðvini mínum sem var jafn hrifinn af þeim og ég. En núna er það að hlusta á tónlist orðið óháð því að menn leiki hana: fjöldi snillinga, sægur áheyrenda, en sáralítið af leik- mönnum. En (einnig hér) Schumann lætur tónlist sína ekki ná fyllilega eyrum nema þess sem leikur hana, jafnvel þótt honum farist það ekki vel úr hendi. Þessi þverstæða hefur alltaf slegið mig: að ég varð yfir mig hrifinn af einhverju verki eftir Schumann þegar ég lék það sjálfur (nokkurn veginn) en varð fyrir hálfgerðum von- brigðum með það þegar ég heyrði það á plötu. Það virtist þá svo undar- iega ófullgert. Ég held að hér hafi nú ekki verið um að ræða neitt oflæti af minni hálfu. Ástæðan er öllu heldur sú, að tónlist Schumanns höfðar ekki bara til eyrans, hún höfðar til líkam- ans, til vöðvanna, með slætti hljóm- falls síns, og eins og í merg og bein með unaði lagsins: það mætti segja að hverju sinni hafi verkið ekki verið samið nema fyrir einn mann: þann sem leikur: hinn eini sanni Schum- ann-píanisti er ég. Skyldi þetta nú stafa af því að hér sé um að ræða sjálfsupptekna tónlist? Það sem manni er nákomið er það alltaf svolítið. Það er verðið sem 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.