Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 42

Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 42
(Ijóðið, sem svo mikið er um hjá Schumann, er, að ég held, tjáning þessarar móðureiningar). Sem sagt, Schumann skortir átökin (sem eru nauðsyleg, að sagt er, góðu upplagi „venjulegs" manns) í þeim mæli, svo þverstæðukennt sem það nú er, sem hann margfaldar „stemmningarnar" (húmorana): (annað mikilvægt hugtak ífagurfræði Schumanns: „húmoresk- ur“, „Mit Hurnor"): í sama mæli brýtur hann niður slag (leikum á orð- unum: segjum líka slátt) þjáningar- innar með því að lifa hana á hreinan hátt, í sama mæli þreytir hann ryþmam með almennri notkun sýn- kópunnar. Fyrir honum er hinn ytri heimur einn margbrotinn, en sam- kvæmt yfirborðslegum tætingi kjöt- kveðjuhátíðarinnar. Schumann „gerir áhlaup" án afláts, en það verða alltaf vindhögg. Skyldi það vera ástæðan fyrir því að á okkar tímum er honum vissulega skipaður „virðingarsess" (vitaskuld, hann er „mikið tónskáld") en alls ekki sess sem nýtur aðdáunar (það er til fullt af áhangendum Wagners, Mahlers, en af áhangendum Schu- manns þekki ég bara Gilles Deleuze, Marcel Beaufils og mig)? Á okkar tímum, einkum eftir að fjöldatónlistin hélt, með hljómplötunni, innreið sína, vilja menn fallegar myndir af miklum átökum (Beethoven, Mahler, Tsjaí- kovskí). Að vera hrifinn af Schumann, eins og Marcel Beaufils og útgefandi hans eru og vitna hér um, er á vissan hátt að taka upp heimspeki saknaðar- ins eða, svo notast sé við orðalag Nietzsches, Inaktúalítetsins (þess sem ekki er í sviðsljósinu) eða þá, með því að hætta á eitthvert Schu- mannlegasta oröalag sem til er: Næt- urinnar. Hrifningin af Schumann, sem í dag verður eiginlega á móti straumi samtíðarinnar (ég hef drepið á ástæð- urnar fyrir þessari einangrun) getur ekki verið annað en ábyrg hrifning: hún leiðir óhjákvæmlega þann mann sem hún bærist með og sem lætur hana í Ijósi, til þess að staðsetja sig í samtímanum samkvæmt fyrirmælum löngunar sinnar en ekki samkvæmt félagslegum fyrirmælum. En það er önnur saga og að segja hana yrði að fara út fyrir mörk tónlistarinnar. Formáli að Píanótónlist eftir Schumann eftir Marcel Beaufils 1979. © Editions du Seuil 1982 GH þýddi. BÁRÐURJÓNSSON FIMM LJÓÐ nákvæmt, beinskeytt púnktur í tímanum á blaði hnífsblaði, eggin brothætt og skarpskyggni til hindrunar í hvössu myrkri mínu myrkri 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.