Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 53

Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 53
EG GERI ÞAÐ SEM MER SYNIST JEFF KOONS STEFNIR AÐ AUKNUM VÖLDUM LISTARINNAR Umdeildasti listamaður heimsins á þessum vorum dögum er vafalaust hinn kaldi Bandaríkjamaður Jeff Koons sem vakið hefur jafn sterka reiði sem aðdáun með verkum sínum, og einkum þá hinum nýjustu sem sýnd voru á sýningum beggja megin Atlantshafsins fyrir síðustu jól. Deila menn hart um hvort hér sé aðeins kitsch eitt á ferð eða alvarleg myndlist. Það er því forvitnilegt að heyra listamanninn sjálfan verja sig og verk sín og hér birtist þar með þýðing á viðtali sem Daniel Pincbeck átti við Koons í nýlegu tölublaði bandaríska tískublaðsins Splash: - Finnst þér verk þín krefjast hlut- leysis af hálfu áhorfandans? - Ég hef reynt að vinna verk mín þannig að áhorfendur verði að bregð- ast við þeim, sama hvaðan þeir koma, og segja við sjálfa sig, já, þetta er helvíti gott verk, að þeim líki við það á ein- hvern hátt. Og ef þeim tækist það ekki væri það eingöngu vegna fyrirfram ákveðinnar skoðunar á verkunum, þeim væri sagt að þeim ætti alls ekki að líka við þau. En að lokum munu þeir þó geta losað sig við alla slíka fordóma og sagt sér, já helvíti maður, þetta er nú ansi heimskulegt, en fjandinn hafi það, ég fíla þetta verk, ég meina það, ég fíla ..Bláa hvolpa". Eða þá, ég get bara ekki gleymt þessum bleika lit sem ég sá þarna og í rauninni lýsir hann þrá minni eftir kynlífi betur en nokkuð annað sem mér getur dottið í hug á þessari stundu. Michael Jackson er hið algjöra, hið absólúta abstrakt, hann er svo róttækur. JEFF KOONS soNNAerno • wv ro« awx hjtzu* ■ cois oonmd youno • o kcaoo Auglýsing úr ítalska listatímaritinu FlashArt - Af hverju er þér það svo mikil- vægt að fólki líki verk þín? - Það er ekki endilega spurning um að fólki líki við þau, en til þess að þau geti haft áhrif, þjóðfélagsleg áhrif, veki athygli, þá verða menn að kunna að meta þau að einhverju marki, annars eru þau bara afskrifuð og ekki talin mikilvæg. Ég vil að verk mín hafi sinn þjóðfélagslega samastað þar sem þau geta haft áhrif á almenning. Ég tel að á þessu augnabliki tímans sé listin orðin gjörsamlega áhrifalaus í heimin- um, hún hefur dregist mjög aftur úr öðrum iðnaði. Og þetta má jafnvel rekja allt aftur til Frönsku Byltingarinn- ar. Fram að henni voru listamennirnir við stjórnvölinn, við vorum hinir miklu áhrifavaldar, áróðursmeistarar og tæl- arar. - En var það ekki aðeins sögulegt slys sem henti meðlimi Frönsku Bylt- ingarinnar og varð til þess að menningin varð svo mikilvæg? Upp- lýsingarmenn eins og Voltaire sáu sér frelsi til að gagnrýna vegna þess að engum datt í hug að listin gæti haft slík félagsleg og pólitísk áhrif. - Listin var objektíf, hlutlæg. Sjáðu bara hvað rokkokkóið og barokkið gat haft mikil og tælandi áhrif um leið og það kom á móti þörfum fólksins. En síðan breyttist hugmyndin um hið hlutlæga og listin varð miklu frekar súbjektíf, andleg. Mér er mikið í mun endurkoma hins hlutlæga og endur- nýjun á því hlutverki listamannsins að taka á sig ábyrgð áhrifanna, tælingar- innar, ég vil að listin geti haft eins mikil áhrif og skemmtanaiðnaðurinn, kvikmyndirnar, popp-tónlistin og auglýsingaiðnaðurinn. - En hin einstaklingsbundna tján- ing sem er svo mikilvæg listamönnum er varla til staðar í þessum iðngrein- um. Mér virðist sem þú verðir að finna þér einhverja leið til þess að halda þig á mörkunum. - Ef þú spyrð forstjóra hjá stórri aug- lýsingastofu hvort hann skapi menn- ingu, myndi hann svara neitandi. Við sköpum ekki menningu, heldur endurspeglum hana aðeins. En það er rangt hjá þeim, þeir skapa menn- inguna, gera það á hverjum degi, og skemmtiiðnaðurinn einnig. Þeir full- nægja ekki aðeins þörfum, heldur skapa einnig nýjar og þaö er einmitt 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.