Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 19

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 19
IAN McEWAN HUGLEIÐINGAR APANS Peir sem boröa spergil þekkja keim- inn sem hann Ijáir þvagi. Honum hefur veriö lýst sem skriðdýrslegum, sem viöbjóöslegri ólífrænni fýlu eða sterkum, kvenlegum ilmi ... æsandi. Vissulega vekur hann grunsemdir um kynferðislegt athæfi á milli ævintýra- legra vera, kannski frá framandi landi eöa annarri plánetu. Pessi fjarræni ilmur er Ijóöskáldum verðugt verkefni og ég skora á þau aö horfast í augu viö skyldur sínar. Allt þetta ... formáli í því augnamiði aö þú sjáir mig þegar tjaldið fellur þar sem ég stend míg- andi og hugleiði í lítilli og allt of heitri kytru við hliðina á eldhúsinu. Vegg- irnir þrír, sem fylla sjónrúm mitt, eru rnálaðir í skærrauðum lit, skreyttir af Sally Klee þegar allt lék í lyndi og hún lét sér annt um slíka hluti. Máltíðin, sem leið í dauðaþögn og ég er nýstaðinn upp frá, samanstóð af niðursoðnum matvælum af ýmsu tagi, kjötbúðingi, kartöflum, spergli, allt borið fram við stofuhita. Það var Sally Klee sem opnaði dósirnar og hellti úr Þeim á pappadiskana. Nú dvel ég á klósettinu mínu og þvæ mér um hendurnar áður en ég príla upp á vaskinn og horfi með geispa á andlit rnitt í speglinum. Er rétt að skilja mig ótundan? Ég kem að Sally þar sem ég skildi yið hana. Hún situr í fúkkalegu Ijóshafi i borðstofunni og leikur sér með Þrunnar eldspýtur. Eitt sinn vorum við elskendur, bjuggum næstum því eins- °9 hjón, nema bara hamingjusamari en flest hjón. Síðan tók henni að leið- ast hátterni mitt og ágengni mín jók á vanlíðan hennar. Nú búum við hvort í sínu herberginu. Sally Klee lítur ekki upp þegar ég geng inn í stofuna og ég sveima á milli hennar stóls og míns; diskarnir og niðursuðudósirnar á sínum stað fyrir framan mig. Kannski er ég alltof pattaralegur til að vera tekinn alvarlega, handleggir mínir einum of langir. Með þeim teygi ég mig og strýk mjúklega yfir glóandi svart hárið á Sally Klee. Ég finn hitann frá höfuðkúpu hennar undir hárinu sem snertir mig, svo lifandi en dapurt. Þú hefur kannski heyrt getið um Sally Klee. Fyrir tveimur og hálfu ári gaf hún út skáldsögu sem sló í gegn. Sagan segir frá konu sem reynir að verða ólétt og sárum vonbrigðum hennar. Frá læknisfræðilegu sjónar- miði er ekkert að henni, heldur ekki að manninum hennar eða bróður hans. Samkvæmt Times Literary Supplement er þetta saga sögð af „fágaðri yfirvegun". Aðrir ritdómarar, sem mark er á takandi, voru ekki eins jákvæðir, en fyrsta árið seldust þrjátíuþúsund innbundin eintök og nú eru um tvöhundruðogfimmtíuþúsund farin í kilju. Hafirðu ekki lesið bókina hlýturðu að hafa séð kápuna á kiljunni þegar þú kaupir þér dagblað á brautarstöðinni. Mitt í ófrjórri eyði- mörk krýpur nakin kona á hné með andlitið grafið í höndunum. Síðan hefur Sally Klee ekki skrifað staf. Mánuðum saman hefur hún setið daglangt við ritvélina og beðið. Ef frá eru taldar villtar tarnir í lok hvers dags er ritvélin hennar hljóð. Hún man ekki lengur hvernig hún fór að því að skrifa fyrstu bókina sína, hún segir ekki skilið við það sem hún kann en vogar sér ekki að endurtaka sig. Hún hefur tíma og peninga og á fínt hús þar sem hún er að veslast upp, ringluð í ráð- þrota leiða og bið. Sally Klee leggur hönd sína á hönd mína þegar ég strýk yfir höfuð hennar, annað hvort til að afstýra hlýju minni eða jánka henni - hún hallar höfðinu fram og ég sé ekki andlit hennar. Af því ég veit ekki neitt sætti ég mig við að halda í hönd hennar en nokkrum sekúndum síðar falla hendur okkar slyttislega niður með síðum. Ég segi ekkert en einsog hinn fullkomni vinur tek ég til við að fjar- lægja diska og hnífapör, dósir og dósahnífa. Til að sannfæra Sally Klee um að ég sé hvorki sár né fúll yfir þögn hennar blístra ég „Lillibulero“ glaðlega á milli tannanna, svipað og Tóbías frændi í verki Sternes þegar hann er stressaður. Einmitt þannig. Ég raða diskunum upp í eldhúsinu og það liggur við að fúllyndi mitt beri blístrið ofurliði. En þrátt fyrir neikvæðar hugsanir byrja ég að búa til kaffi. Að hætti Balzacs vill Sally Klee að blandað sé saman að minnsta kosti fjórum mismunandi tegundum bauna en ævisögu hans las hún í ríkulega myndskreyttu bindi á meðan hún fór yfir prófarkir af fyrstu skáldsögunni sinni. Við tölum alltaf um fyrstu skáldsöguna hennar. Baun- irnar verður að vega af nákvæmni og mylja með höndunum - verkefni sem hentar líkamsbyggingu minni einkar vel. Mig grunar að í laumi trúi Sally 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.