Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 37

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 37
GARÐAR BALDVINSSON AÐ LESA ILM Það er ekki fyrr en ég er kominn heim og búinn að laga kaffi að minningin ryður sér til rúms í höfði mér. Eigin- lega ekki fyrr en ég helli kaffinu í bollann. Samt er það ekki beinlínis minning heldur ógreinileg tilfinning, næfurþunnt andrúmsloft sem liðast mjúklega í kringum mig. Vit mín ná engum tökum á því og vitund mín horfir ráðalaus á það en reynir af fremsta megni að kalla fram einhverja vísbendingu, einhverja handfesti í þessum rjúkandi ilmi sem svo gagn- tekur mig. Það má líklega einu gilda hver uppsprettan er en þó er hugur minn sem á nálum yfir þessari óvissu, þessari hvimleiðu ráðgátu. í gegnum slæðuna grillir í mynd af konu. Mjög óljósa mynd sem minnir á dís úr lampa Aladdíns en það kann að or- sakast af blæjunni sem hjúpar minn- inguna. Þessi mynd kemur oft, man ég, einmitt þegar ég helli í bollann. Ég veit að þetta er kona, og hvaða kona þetta er. Salóme heitir hún, og í áranna rás tekur hún einhvern veginn á sig æ villtari mynd í huga mér. Hún þokar ævinlega um leið og ég set sykurinn út í og hverfur einsog hún gufi upp þegar ég hræri þessari einu skeið í kaffið. Eftir því sem minningin um Salóme þokar lengra inn í fortíð- ma því ásæknari en um leið óljósari og brenglaðri verður þessi mynd. Það er því ekki að ástæðulausu sem ég verð æ fastari fyrir í viðbrögðum mínum og hræri sem skjótast í um ,eið og ég hristi ofurlítið höfuðið og Segi við sjálfan mig að þetta sé bara rninning, bara Salóme. En nú bregður svo við að hún einsog birtist í iðusog- inu í bollanum og einsog hún stígi upp með rjúkandi ilminum; stígi fram svo að segja alsköpuð. Þótt ég hristi höfuðið og depli augunum þá dugir það hreint ekki; blæjunni er svipt; blákaldur veruleikinn blasir við; Salóme stendur mér nakin fyrir sjónum. Ég stari sem dáleiddur á þetta undur sem gerst hefur um hábjartan dag. Á milli okkar er dula úr hvítu hýjalíni sem gerir hana í senn að meiri freistingu og meiri ógn. Hún deplar ekki auga heldur horfir á mig tælandi í öðru og fráhrindandi í hinu. Þandir nasavængirnir yfir hörkulegum vörunum villa mér sýn og ég teygi út aðra höndina en hún nálgast ekki þessa tálsýn. Ég spyr óviljandi hvað hún vilji. Hún hvíslar einhverju í eyra mér sem ég heyri ekki þótt það endurómi í höfði mér og syndi þar um ómælisgeim svo mig hálfsundlar. Hún hefur ekki nálgast mig þótt hún haldi áfram að hvísla svo undurblítt í eyra mér, „höfuð þitt, “ að ég legg við hlustir og greini frekari orðaskil í þessari blámóðu, „einsog það leggur sig." Línið leggst þétt að líkama hennar óraunverulegum og þéttist svo stinnar geirvörturnar þrýstast út í duluna sem nú er orðin flík og af því hún flíkar aðeins höfði, höndum og fótum spennist ég upp en Salóme sest niður. „Þú varst nú nokkuð góður elsk- hugi,“ segir hún og brosir einsog fræg mynd. Það glamrar óljúft í höfði mér þegar þessi kvikmynd blandast bergmálinu. Af einhverjum ástæðum hlær hún glettnislega og bætir við, „en þú kannt ekki að elska.“ Hún teygir sig heimarík eftir kaffi- könnunni og hellir sér í bolla sem ég vissi ekki fyrr að hefði verið þar. Síðan hallar hún sér aftur í stólnum, krossleggur fagra fótleggi sína og spyr einsog hún sé alls ekki nein draumadís: „Áttu engan góðan djass á fóninn?" Mig rekur í rogastans. Ekki svo mjög yfir spurningunni, heldur mest af því að þessi minning er orðin heldur raunveruleg og ekki síður sjálfráð. Hún fer sínar eigin leiðir líkt og ég komi þar hvergi nálægt. En til að friða hana og losa um mína eigin spennu stend ég upp og set plötu á fóninn. Þegar ég er sestur rennur allt í einu upp fyrir mér að þetta er eina djassplatan sem ég á og að hún er gjöf frá Salóme. Saman við hægan óðinn seytlar mistruð og loftkennd minning um setu á kaffihúsi með Salóme, óháð tíma og svo margend- urtekin að það er engin leið að finna henni afmarkaðan stað eða tíma heldur líkist hún meira yfirbragði, óljósri Ijósmynd eða jafnvel þoku- kenndri hugmynd. Henni fylgir sýn af okkur sitjandi hvort gegnt öðru eða hlið við hlið, hlæjandi eða talandi eða í eldheitum faðmlögum þar sem tvær verur bráðna saman í mót hins full- komna veruleysis. „Þú átt í eilífum vandræðum með þessa stóru drauma. Þeir eru líklega allt of stórir. Það þyrfti einhverja goð- kynjaða veru til að gera þá að veru- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.